Breiðfirðingur - 01.04.2016, Blaðsíða 189
BREIÐFIRÐINGUR 189
og fisktegundum sem halda sig við sjávarbotn, t.d. sprettfiski, en þessi
botndýr eru mikið til staðbundin. Hins vegar er ekki eins fyrirsjáanlegt
hvar fýlar og ritur ná að finna æti. Náttúruleg fæða þeirra eru fiskar sem
eru mikið ofarlega í sjónum og færa sig til, t.d. sandsíli og smásíld. Fæða
þarf einnig að vera aðgengileg nærri yfirborði sjávar til að fuglarnir nái
til hennar. Fýll og rita þurfa því að leita að æti yfir mun víðáttumeira
svæði en toppskarfur og teista.
Þá má velta fyrir sér hver er þáttur brottkasts frá fiskiflotanum. Æti
fyrir fugla sem fellur til frá fiskibátum hefur stórlega minnkað síðustu
tvo áratugi. Hertar reglur um brottkast hafa sennilega orðið til þess að
stofnar sumra sjófugla hafa dregist saman en væntanlega misjafnlega
mikið eftir tegundum. Stofnar ritu, kríu, sílamáfs og lunda hafa dregist
verulega saman einkum við sunnan og vestanvert landið (Gunnar Þ.
Hallgrímsson, Hallgrímur Gunnarsson & Páll Hersteinsson 2006, Ævar
Petersen 2010, Kristján Lilliendahl o.fl. 2013, Katz 2014). Jafnvel fýl
hefur fækkað eftir að segja má stöðuga fjölgun í tværþrjár aldir (Arnþór
Garðarsson 2006, Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson &
Kristján Lilliendahl 2011). Hvítmáfum hefur einnig fækkað til muna
síðustu tvo áratugi (Ævar Petersen, Sverrir Thorstensen & Böðvar
Þórisson 2014). Ekki er hægt að kenna skorti á sandsíli um þá fækkun
enda lifa hvítmáfar lítið á þeirri fæðu.
Nokkur munur virðast vera milli niðurstaðna úr GPSathugunum
2014 og 2015. Ritur og fýlar virðast hafa farið styttri fæðuferðir 2015
en 2014. Ástæðan er talin vera almennt betri ætismöguleikar sumarið
2015 sem endurspeglast helst í mun betri varpárangri hjá lunda, ritu og
kríu samkvæmt vöktun okkar á þessum fuglastofnum í Flatey.
Niðurlag
Rannsóknir af hvaða tagi sem er miða að því að afla nýrrar þekkingar.
Fuglarannsóknir eru hluti af menningu okkar sem þjóðar til að auka
almenna vitneskju um fuglaríki landsins, en þær nýtast einnig vegna
fuglaverndarsjónarmiða, svo dæmi sé nefnt, þ.m.t. alþjóðlegar skyldur
um vernd fuglastofna. Aukin þekking hjálpar til við að rækja þessi
hlutverk. Rannsóknir í Breiðafjarðareyjum hafa aukið verulega við
NÁTTÚRA BREIÐAFJA ÐAR