Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 196
BREIÐFIRÐINGUR196
sjaldgæfar tegundir. Breiðafjörður hefur mjög auðugt lífríki og er fjöl
breytni mikil. Sjófuglar eru einkennisfuglar svæðisins og er stór hluti
landsstofns sumra tegunda við
Breiðafjörð, en sem dæmi
verpa þar um 75% íslenskra
dílaskarfa og 80% toppskarfa.
Um Breiðafjörð fara í hundr
uðum þúsunda fargestir vor og
haust á leið milli há norrænna
varpstöðva á Græn landi og
í Kanada og vetr ar stöðva
í VesturEvrópu á haustin.
Lífauðugar fjörur Breiða fjarð
ar eru nauðsynlegar fuglunum
til að safna forða fyrir flugið.
Þúsundir fugla eiga
varpstöðvar við Breiðafjörð í
björgum og eyjum og má þar
nefna æðarfugl, lunda, ritu, fýl, hvítmáf, svartbak, kríu, teistu, álku,
stuttnefju og langvíu. Undir yfirborði sjávar er að finna undirstöðu
lífríkis svæðisins svo sem þörunga og smádýr. Hvergi við Ísland er meira
af klóþangi en í Breiðafirði, en þörungaskógar eru mikilvæg búsvæði
fyrir mikinn fjölda smádýra og því stundum nefndir „regnskógar
norðursins“. Um helming landselsstofnsins og fimmtung útsela er að
finna við Breiðafjörð. Ljóst er að lífmagn þörunga, fugla og sela er mei
ra við Breiðafjörð en víðast annars staðar og það sama á líklega við um
ýmsa hryggleysingja. Vegna þessarar sérstöðu völdu evrópskir sjávar
líffræðingar Breiðafjörð sem eitt af 32 áhugaverðustu svæðum álfunnar
til að rannsaka og vakta líffræðilega fjölbreytni í sjó3.
Nokkrar sjaldgæfar tegundir er að finna við Breiðafjörð en þar er
um 70% hafarnarstofnsins, um 70 varppör, og nokkur pör þórshana svo
eitt hvað sé nefnt. Báðar þessar tegundir eru á válista yfir fugla. Gróður
far hefur ekki mikið verið kannað á verndarsvæði Breiðafjarðar en þó
3 www.biomareweb.org