Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 197
BREIÐFIRÐINGUR 197
er vitað um tvær tegundir
sem þar vaxa og eru taldar
vera í útrýmingarhættu, en
það eru flæðarbúi og fléttan
músanafli.
Grunnástæður fyrir miklu
lífríki má rekja til mótunar
landsins sem gerir að ólík
vistkerfi geta myndast, s.s.
mikið grunnsævi, en sam
spil lífrænna og ólífrænna
þátta, sjávarföll og nær
ingarríkur sjór hafa einnig
mikil áhrif. Fjöruvistgerðir
eru fjölbreyttar, botngerð
er víða hentug fyrir lífríkið
og myndar ásamt eyjunum fjölmörg búsvæði fyrir ólíkar tegundir. Við
Breiðafjörð eru um fjórðungur allrar strandlengju landsins, 65% allra
klettafjara og 40% leira en þessar tvær fjörugerðir eru þær lífauðugustu.
Hið fjölbreytta lífríki Breiðafjarðar, afurðir lands og sjávar, gerðu
það að verkum að lífskjör fólks þóttu löngum betri við fjörðinn en víða
annars staðar á landinu. Miklar verstöðvar voru í eyjunum, þær stærst u
í Bjarneyjum, Oddbjarnarskeri og Höskuldsey og í byrjun 18. aldar,
dvöldu tíðum 200–300 manns í hverri verstöð.
Breiðafjörður hefur verið byggður frá landnámi og hlunnindabúskap
ur ávallt verið þar mikill og eru ótal minjar til vitnis um það. Fengsæl
fiskimið, fugl, egg, selur og fleiri nytjar eru undirstaða þeirra lífskjara
sem gáfu íbúum svæðisins tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og
var t.d. fyrsta prentsmiðja á Íslandi í einkaeign stofnsett í Hrappsey árið
1773 og fyrsta bókhlaða landsins var byggð í Flatey árið 1864. Flatey
var á 19. öld miðstöð verslunar og menningarlífs við Breiðafjörð þegar
eyjabúskapur var þar upp á sitt besta en nú er heilsársbúseta aðeins í
Flatey en flestar eyjar eru þó enn nytjaðar.
NÁTTÚRA BREIÐAFJA ÐAR