Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 199
BREIÐFIRÐINGUR 199
líffræðilegrar fjölbreytni er alþjóðlegur samningur og víðtækari en
Bernarsamn ingurinn og kemur auk þess meira inn á efnahagslega og
félagslega þætti. Í samningnum er m.a. áhersla á sanngjarna og réttláta
skiptingu (Benefit Sharing) en þar er m.a. átt við að upprunaland, t.d.
ákveðinna plöntutegunda eða erfðaefnis frá örverum sem síðan er nýtt
í ýmiskonar iðnaði, t.d. í lyfjaiðnaði, fái hluta af hagnaði sem af get ur
hlotist. Samkvæmt samningnum á m.a. að a) stuðla að verndun og sjálf
bærri notkun líffræðilegrar fjölbreytni með viðeigandi stjórntækj um,
s.s. áætlanagerð og löggjöf, b) stjórna og hafa eftirlit með notkun og
losun erfðabreyttra lífvera, c) auka rannsóknir og vöktun á líffræði legri
fjölbreytni, d) efla fræðslu og menntun um líffræðilega fjölbreytni og
kanna, m.a. með lögbundnu mati á umhverfisáhrifum, þær athafnir sem
kunna að hafa skaðleg áhrif á vernd og sjálfbæra notkun líffræði legrar
fjölbreytni, og e) skiptast á vísindalegum upplýsingum og aðstoða
þróunarríkin við að ná markmiðum samningsins.
AEWA er alþjóðlegur samningur um verndun afrískevrasískra
sjó og vatnafugla (AEWA). Ísland gerðist aðili að samningnum árið
2013. Samningurinn fjallar um verndun votlendisfugla sem jafnframt
eru farfuglar og vernd þeirra á viðkomustöðum. Samningurinn nær
til fjölmargra fuglategunda sem verpa eða hafa viðkomu á Íslandi
og er talið að virk aðild Íslands að honum styrki vernd þeirra. Með
samningnum hefur tekist að tryggja vernd tegunda sem hafa verið í
niðursveiflu og jafnvel útrýmingarhættu.
Evrópski landslagssamningurinn frá árinu 2000 var undirritaður
á Íslandi 2012. Markmið samningsins er m.a. að stuðla að verndun,
stýringu og skipulagi sem snýr að landslagi og að viðurkenna mikilvægi
landslags ásamt því að skapa grundvöll fyrir evrópskt samstarf um
landslag. Samningurinn á að tryggja aðkomu almennings o.fl. að mótun
stefnu um landslag og verndun þess.
Heimsminjaskrá UNESCO. Samningurinn um verndun menningar
og náttúruarfleifðar heims sem gerður var í París 1972 öðlaðist gildi
á Íslandi 1996. Samningurinn heyrir undir Menningarmálastofnun
Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Tilgangur samningsins er að vernda
og varðveita staði sem teljast hafa gildi fyrir mannkynið með því að
NÁTTÚRA BREIÐAFJA ÐAR