Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 202
BREIÐFIRÐINGUR202
Sérstök viðmið fyrir votlendisfugla
Viðmið 5: Votlendi skal meta sem alþjóðlega mikilvægt ef það
að jafnaði er búsvæði fyrir 20.000 votlendisfugla.
Viðmið 6: Votlendi skal meta sem alþjóðlega mikilvægt ef það
að jafnaði er búsvæði fyrir 1% einstaklinga af tilteknum stofni teg
undar eða undirtegundar votlendisfugla.
Sérstök viðmið fyrir fiskitegundir
Viðmið 7: Votlendi skal meta sem alþjóðlega mikilvægt ef það
stendur undir (er búsvæði fyrir) þýðingarmiklum hluta af upp
runa legum tegundum, undirtegundum eða ætt fiska eða hefur
mikla þýðingu fyrir ákveðinn lífsferil fiska, samspil tegunda eða
stofna sem eru dæmigerðir fyrir ávinning af og/eða verðmæti vot
lendissvæða og stuðla að hnattrænni líffræðilegri fjölbreytni.
Viðmið 8: Votlendi skal meta sem alþjóðlega mikilvægt ef það
er mikilvæg uppspretta fæðu fyrir fiska, hrygningarsvæði, uppeldis
og/eða farleið sem fiskistofnar innan votlendissvæðisins eða utan
þess treysta á.
Sérstök viðmið fyrir aðrar tegundir
Viðmið 9. Votlendi skal meta sem alþjóðlega mikilvægt ef það
að jafnaði er búsvæði eða stendur undir 1% af stofni einnar teg
undar eða undirtegundar sem er háð votlendi en heyrir ekki til
fuglategunda.
Eins og lesendum má vera ljóst þá eiga mörg viðmiðanna við um Breiða
fjarðarsvæðið, en aðeins þarf að uppfylla eitt þeirra til að svæð ið geti talist
alþjóðlega mikilvægt. Ef íslensk stjórnvöld ákveða að tilnefna svæðið
þarf að afla upplýsinga um lífríki Breiðafjarðar, sem margar hverjar
eru til, og máta þær við viðmiðin. Það er síðan hlut verk sérfræðinga á
vegum Ramsarskrifstofunnar að meta hvort upplýsingarnar séu réttar
áður en unnt er að samþykkja það sem Ramsarsvæði.
Eins og fram hefur komið veltur framkvæmd alþjóðasamninga að
miklu leyti á því hvort skyldur samninganna hafa ratað í íslensk lög.
Íslensk lög sem einna helst taka mið af framangreindum samningum eru
lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
nr. 64/1994, oft nefnd villidýralögin, ný lög um náttúruvernd nr. 60/2013
sem tóku gildi 15. nóvember 2015 þ.e. hvað varðar lífríki, landslag og