Ný Dögun - 01.11.1991, Page 9
/Oý DðguKv
Þegar ástvinur deyr, er eins og hluti manns
sé slitinn burt, brottnuminn og því verður
ekki brey tt. V iðbrögð okkar bir tast í sorginni,
og er sá ferill oftast langvarandi, sársauka-
fullur og erfiður. Sorgin er eðlileg og ekki
skilgreind sem sjúkdómur. Ef vel tekst til
(eða öllu heldur, ef allt er „eðlilegt") getur
hún snúist til huggunar, meiri lífsþroska og
aukins persónulegs styrks. Þegar best lætur
nær sorgin að þróast til sáttar og innri friðar.
Ef illa tekst til, getur sorgin haft mjög alvar-
legar afleiðingar í för með sér, afleiðingar,
sem geta leitt til mikillar vansældar og jafn vel
veikinda.
2. Eins og gefur að skilja er mismunandi
hvernig dauða fólks ber að höndum. Við-
brögð okkar eru líka í samræmi við það.
Þegar aldraður maður deyr, sem ef til vill
hefur legið lengi fyrir dauðanum, saddur
lífdaga og ófær að mestu leyti, eru flestir
nákomnir að einhverju leyti undirbúnir.
Dauði hans kemur engum á óvart og er
jafnvel léttir fyrir aðstandendur. Þó skyldi
maður aldrei reikna með því að fólki finnist
dauðinn sjálfsagður, þegar ástvinir eiga í
hlut og staðreynd dauðans blasir við.
Óvæntur dauðdagi, t.d. af völdum
líkamlegs áfalls (t.d. hjartastopp, heilablóð-
fall), og þó einkum dauði af völdum slysa
(t.d. bifreiðaslys, sjóslys, flugslys, atvinnu-
slys) eða vegna sjálfsvígs, kemur ástvinum
mjög í opna skjöldu og hefur í för með sér
miklu stórtækari viðbrögð og sársaukafyllri
fyrir viðkomandi.
Þegar andlát er tilkynnt ber því að auðsýna
mikla gætni og tillitsemi. Sérstaklega er
mikilvægt að rétt sé að slíkri tilkynningu
staðið, þegar um skyndidauða er að ræða.
3. Hversemer, geturlentíþeirriaðstöðu
að þurfa að láta vita um dauðsfall. Það er
ávallt mjög erfitt hlutskipti, m.a. vegna þess
að hver sá, er þarf að koma slíkum skila-
boðum á framfæri, kemst ekki hjá því að
mæta þeim sterku, tilfinningalegu átökum,
sem óhjákvæmilega koma yfir þann, sem
þarf að meðtaka slík dauðans vátíðindi.
Allir sem þurfa að flytja slíkar fréttir,
hljóta að gerast hluttakendur í þeim sárs-
auka, sem viðtakendur verða fyrir, og gildir
þá að kunna að hafa stjóm á tilfinningum
sínum, orðum og gerðum- og geta orðið að
liði, en verða ekki byrði.
4. Þessi tilkynningarskylda leggst mun
oftar á herðar starfsfólks heilbrigðisstétta,
en flestra annarra. Einkum lækna og hjúk-
runarfræðinga. Lögreglan kemur hér oft að
góðu liði og í Reykjavík og nágrenni er það
þó oftast rannsóknarlögreglan. Algengt er,
einnig að prestar séu hér kallaðir til, enda
eiga þeir í námi sínu, sálgæslunámi, að vera
sérstaklega undir það búnir. Ég þykist þó
vita, að sérstakur undirbúningur fyrir slík
verkefni hafi verið mjög takmarkaður fram
til þessa. Einnig býst ég við að í námi
hjúkrunarfræðinga sé sálgæslunám oft af
mjög skornum skammti, og þá ekki síður í
læknanámi, þótt undarlegt sé. Ég tel mig þó
líka vita það með vissu, að á öllum þessum
námsbrautum hafi orðið mikil viðhorfs-
breyting til hins betra, nú allra síðustu
misseri.
5. Hér á eftir leyfi ég mér að setja fram
nokkur atriði er varða tilkynningu andláts,
er mættu verða til leiðbeiningar þeim, sem
þurfa að flytja slík tíðindi.
5. 1. Tilkynning þarf að berast svo fljótt
sem kostur er.
(Þetta þarf að gerast án þess að sá sem
tilkynnir, fari sér að voða í óðagoti, enda er
nauðsynlegt að hann haldi stillingu sinni).
Aðstandandi á rétt á því að honum berist
andlátsfregn sem fyrst, og áður en hún berst
honum með öðrum hætti, kannski miður
heppilegum, t.d. gegnum fjölmiðla. Ef
dráttur verður á tilkynningu, getur það vakið
upp reiði og jafnvel ásakanir að óþörfu.
Þegar spurning vaknar um það, hvort andlát
eigi að tilkynna eða ekki, einhverjum, sem er
erlendis t, .d. í sumarleyfi, gildir langoftast
sú regla að láta hann vita, hvað hafi gerst, en
hjálpa honum síðan að meta, h vað best sé að
gera, t.d. hvort hann komi heim eða verði
kyrr.
9