Ný Dögun - 01.11.1991, Qupperneq 14
Dögun.
Það hefur verið sagt um sorgina, að hún
sé gjaldið sem við greiðum fyrir það, að
þykja vænt um aðrar manneskjur. Verðið
sem upp er sett er ómælanlegt, en þó mishátt
þegar um ástvinamissi er að ræða. Þungi
tilfinninganna ræðst af inntaki þess sem
misst er. Við kunnum að syrgja á annan hátt
þann sem deyr í blóma lífs, í miðjum klíðum
vona og fyrirheita, heldur en þann sem fell-
ur frá og hefur lifað langa ævi, orðinn saddur
lífdaganna. Hér ræður líka miklu eðli sam-
bandsins, hversu nauðsynlegt það var okkar
eigin vellíðan og sjálfsmynd. Var sambandið
náið, og þess vegna um leið bæði blítt og
strítt? Jákvæðu tilfinningarnar ráðum við
yfirleitt betur við, heldur en að takast á við
þær neikvæðu. Hér getur líka fyrri missir
sett mark sitt á viðbrögðin, einnig þjóð-
félagslegt viðhorf og arfurinn sem við búum
við.
Annar áhrifaþáttur, sem ræður miklu um
þunga sorgarinnar og ætlunin er að gera
sérstaklega að umræðuefni hér, þessar fáu
mínútur, er þessi: hvernig dauða ber að. Var
um að ræða eðlilegan dauðdaga, slys,
sjálfsvíg, manndráp eða morð, var aðdrag-
andi eða bar dauðann brátt að og skyndilega?
Hversu oft höfum við ekki heyrt ástvini,
sem fylgst hafa með löngu dauðastríði, segja
þegar andlátið verður: „Þetta er það sem
maður hefur búist við og búið sig undir, en
samt er maður aldrei reiðubúinn". Hvað þá
með skyndidauðann, þar sem enginn að-
dragandi gefst.
Það er samdóma álit þeirra, sem um
skyndidauða hafa fjallað, að hann sé erfiðari
viðfangs eftirlifandi ástvinum, en dauðinn
sem færðist stöðugt nær og veitti fólki tæki-
færi til að syrgja saman og búa sig undir það
óhjákvæmilega. Þess vegna er óskin tvíbent,
sem oft er látin í ljós þegar dauðinn er fjarri:
„Ef ég fengi einhverju að ráða um dauða
minn, þá vildi ég að hann bæri brátt að
sársaukalaus í svefni". Það er gott fyrir þann
sem deyr frá sorginni, en tvímælalaust
þyngra viðfangsefni fyrir þann sem lifir og
syrgir.
Fyrstu viðbrögð við skyndidauða eru
jafnan þau að hugurinn myrkvast. Áfallið er
ó vægið högg, og það er líkt og tilveran hrynji.
Það er algengt við þessar kringumstæður,
að fólk verði hamslaust eða þá frosið og
dofið. Tárin, harmakveinið, eða þá köld
yfirvegun, allt eru þetta gild viðbrögð og
tjáning á óbærilegum sársauka. Það er
mikilvægt strax í upphafi að tíðindin, sem
berast og breyta öllu séu borin ástvinum af
nærfærni og reynt að finna út úr því hvað
best getur stutt.
Hlý návist skiptir miklu, að setjast niður
með fólki og veita snertingu ef það er
mögulegt, og sé eftir henni leitað. Við megum
ekki láta eigið hjálparleysi verða til þess að
koma með ótímabær svör eða huggun við
aðstæður, þar sem ekkert huggar nema það
ómögulega, að fá aftur þann sem dáinn er.
Aftur á móti er mikilvægt við skyndidauða,
að ástvinir fái svör við þeim áleitnu spurn-
ingum, sem er á mannlegu færi að svara.
Hvað með dánarorsök? Hefði það einhverju
brey tt, ef hjálpin hefði borist fyrr? Togstreitan
er mikil á milli þess, sem var gert eða látið
ógert, sagt eða ósagt, bæði raunverulegt og
ímyndað.
Sekt og reiði eru systur, sem haldast í
hendur og spretta upp úr sálardjúpi syrgj-
andi manneskju. Þessar erfiðu tilfinningar
geta leitað inn á við og verið tortímandi og
eyðandi afl og valdið angist, og til lengri
tíma jafnvel þunglyndi. Þær brjótast einnig
fram, og það er betra þegar þær beinast að
okkur, læknum, hjúkrunarfólki, lögreglu,
prestum, vinum og fjölskyldu, Guði eða
jafnvel þeim dána, sem yfirgaf mann ótíma-
bært og í miðjum klíðum lífs og starfs.
Að finna til reiði á þennan hátt kallar oft
á aukna sekt og skömm, sérstaklega að finna
fyrir reiði út í þann sem dáinn er. Slíkar
tilfinningar þurfum við að staðfesta, þær
eru skiljanlegar, þær eru eðlilegar og þær
eru nauðsynlegar.
Krufning getur oft eytt óvissu og varpað
ljósi á þætti, sem ella gætu haldið áfram að
valda vaxandi vanlíðan. Samkvæmt nýjum
lögum, sem öðluðust gildi fyrr í vetur, er
brýnt fyrir læknum að veita upplýsingar um
14