Ný Dögun - 01.11.1991, Qupperneq 15

Ný Dögun - 01.11.1991, Qupperneq 15
/Sjý DógiÁrv tilgang og markmið krufningar, ef dánar- orsök liggur ekki fyrir á fullnægjandi hátt. Það er mörgum erfitt að veita slíkt leyfi og þess vegna höfuðnauðsyn að fólk fái tæki- færi til að tjá sig og geti átt gott samtal við lækni um allar þessar „ef" spurningar sem leita á hugann. Við finnum til undan ástvinamissi, ekki eingöngu tilfinningalega, heldur einnig með öllum líkamanum. Og sorgin hefur áhrif á hugsun og hegðun. Það er með öðrum orðum enginn þáttur undanþeginn, sorgin tekur til og hefur áhrif á allan manninn. Án þess að farið verði nánar út í hin ýmsu auðkenni sorgarinnar, þá er til að mynda algengt á fyrsta skeiði þessa ferils, að fólk eigi erfitt með svefn. Ýmist steðjar að þrálátt svefnleysi, óreglulegur svefn eða þá að fólk getur sofið allan sólarhringinn. Stöðug þreyta sækir á. Læknishjálp og lyfjagjöf er stundum nauð- synleg, einkum ef lítil hvíld hefur gefist til lengri tíma. Þegar verið er að vinna sig í gegnum það, sem gerst hefur, þarf ákveðna aðlögun til að meðtaka og greina þessa sársaukafullu reynslu inn í þankagang og skilning. Við þessar aðstæður vill fólk oft vera eitt, fara í langar göngur eða liggja fyrir tímunum saman til að hugsa, rifja upp og muna og til að finna til. Slitróttir draumar og ásæknar myndir, m.a. af lífvanalíkamalátinsástvinar, áhyggjur af framtíðinni, söknuður, að finna ekki fyrir líkamlegri nálægð þess sem e.t.v. hafði verið eins konar hluti af manni sjálfum, allt leitar þetta á hugann og varnar hvíld og svefni. Þetta ástand, sem oft gerir vart við sig fyrstu tvær til þrjár vikurnar eftir missi, getur varað langan tíma og einnig sagt til sín fyrirvaralaust, þótt mánuðir séu liðnir frá missi. Því er gott og nauðsynlegt fyrir alla, að þekkja hin ýmsu einkenni sorgarinnar að vita að þau eru algeng hjá öllum þeim, sem hafa komist í návígi við dauðann. Áður var minnst á taumleysi eða dofa syrgjandans og jafnframt hjálparleysi hjálp- andans. Taumleysið getur valdið því, að gripið sé til ótímabærra ráðstafana, svo sem lyfjagjafa. Ég minnist manns sem hafði misst son sinn skyndilega af slysförum. Hann hafði sjálfur verið að skemmta sér þegar drengur- inn hans dó og trylltist þegar honum voru flutt þessi hræðilegu tíðindi. Hann veinaði og braust um og leyfði engum að komast nálægt sér. Hjálparleysi okkar á slysadeildinni var algjört og það var talið að eitthvað yrði að gera. Þegar aðstoðarlæknir vildi sprauta manninn niður þá var það gamalreyndur hjúkrunarfræðingur, sem varpaði fram þeirri spurningu hvernig okkur myndi líða við þessar aðstæður. Er það ekki eðlilegt að finna til a þennan hátt, spurði hún. Eigum við ekki að bíða og, leyfa honum að hafa sinn tíma. Og það var ekkert gert, nema þetta eina að dvelja sem næst honum, og smátt og smátt var eins og maðurinn sefaðist í kyrrum gráti. Það var hægt að komast nær honum og hann vildi fara inn og sjá son sinn. Þar áttum við bæna- stund við dánarbeðið, og hann var inni hjá syni sínum eins lengi og hann vildi með öðrum nákomnum ættingjum. Kannski þyrftum við að vera meira á varðbergi gagn vart þeim, sem frjósa og dofna upp og geta ekki látið í ljós neinar tilfinningar. Það er stundum misskilið, sem mikill styrkleiki. Ágústínus kirkjufaðir, lýsir því er hann missti móður sína. „Ég lukti aftur aug- um hennar", segir hann. „Beiskur harmur fyllti brjóst mitt ogbraust út í tárum. En brátt tók viljinn völdin og lét augun drekka lind sína til þurrðar. í þeirri baráttu var mér yfrið illt. Þegar hún hafði tekið andvörpin fór Adeodatus, barnið, að gráta hástöfum, en þagnaði því að vér þögguðum allir niður í honum. Á sama hátt varð barnið í mér, sem leitaði út í gráti, bælt og þaggað af rödd og hjarta hins vaxna manns". Skilaboðin sem Ágústínus sendi umhverfinu voru ótví- ræð.Vinir hans sem voru hjá honum hlustuðu hugalt, segir hann, og héldu að ég findi ekkert til. Þama var viljinn að verki, knúinn fram af þjóðfélegslegu og viðteknu viðhorfi. Það þótti ekki við hæfi að karlmaður gréti. Og það er ekki fyrr en Ágústínus viðurkennir sársaukann og sér Guðsgjöf í 15

x

Ný Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.