Ný Dögun - 01.11.1991, Síða 19
Dögut\
stór hluti heilbrigðisstarfsmanna illa undir-
búinn til að sinna deyjandi fólki. í langri
upptalningu á streituvöldum í starfi
hjúkrunarfræðinga er vinna með mikið
veikasjúklingaog deyjandiofarlegaá blaði.
Hvað veldur? Er það bara menntunar-
og þjálfunarskortur? Að hlutaerþað skýr-
ingin en e.t.v. ekki síður spurningin um
viðhorf. Við höfum ekki nýtt þekkingu
okkar á skipulegan hátt til að meðhöndla
og líkna dauðvona fólki. Slíkt starf er oft
talið mjög andlega krefjandi, sem það oger,
lítið faglega örvandi,einhæft og árangurinn
ákaflega dapurlegur - það deyja allir!
Það eru nokkur grundvallaratriði, sem
nauðsynlegterað hafa í huga, þegar unnið
er með dauðvona sjúklinga. Þó að þau atriði
sem hér er fjallað um byggi á reynslu við
umönnun krabbameinssjúklinga hafa þau
einnig almennt gildi.
Markmið
Þegar unnið er með dauðvona sjúklinga,
verður ávallt að hafa í huga þá staðreynd
að dauðinn sé eðlileg endalok lífsins. Það
verður að virða rétt hvers og eins til að
deyja með reisn og virðingu. Meðferð og
markmið verða að miðast við að tíminn sé
takmarkaður, miðast við að gera lífið sem
bærilegast og þjáningarminnst þar til yfir
lýkur.
Heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi haft
ofurtrú á mætti tækninnar og minna sinnt
hinni mannlegu hlið. Bæði hjúkrunar-
fræðingar og læknar hafa fengið góða þjálfun
í að lækna enda sjaldan kvartað undan
kunnáttuleysi starfsfólks í þeim efnum. En
gildi lækningarinnar er oft óeðlilega mikið,
sérstaklega innan læknisfræðinnar, þegar
tillit er tekið til þess að aðeins er unnt að
lækna hluta hinna sjúku. Við gleymum
stundum að skyldur okkar við sjúklinginn
eru margþættari en að lækna. Twycross,
þekktur enskur „hospice" læknir segir á
einum stað. „Það er STUNDUM hægt að
lækna, OFTAST hægt að lina þrautir en
ALLTAF hægt að líkna."
Þegarmarkmiðið erað lækna er leyfilegt
að beita aðferðum sem valda (oft miklum)
aukaverkunum meðan á meðferð stendur
enda auðveldara að þola tímabundnar
aukaverkanir þegar batahorfur eru góðar.
Ungum manni um tvítugt með nokkuð
úibreitt eistakrabbamein er gefin krabbameins-
meðferð, sem fylgja miklar aukaverkanir. En
batavonir eru góðar og pess vegna er auðveldara
fyrirhann að ganga ígegnum meðferðina, pviað
hann veit að prautirnar taka enda og von er um
betri líðan og fulla heilsu. Það er lika mun
auðveldara fyrir starfsfólk að gefa slika meðferð
og styðja unga manninn í að halda út vegna
vissunnar um bata.
Þegar batavon er lítil þurfa markmiðin
augljóslega að vera önnur. Þá þarf að velja
meðferð sem stuðlar að sem bestri líðan
sjúklingsins á líðandi stund. Meðferðin þarf
að miðast við að lina þau einkenni sem
valda sjúklingnum óþægindum og gefa
jafnframt sem minnstar aukaverkanir. Það
er nútíðin en ekki framtíðin sem gildir.
Margir heilbrigðisstarfsmenn, og þá sér-
staklega læknar, líta á það sem mistök af
sinnihálfuað geta ekki læknað ogeigaerfitt
með að hafa önnur markmið, svo sem líkn,
að leiðarljósi.
Það er hins vegar svo að aðhlynning
dauðvona sjúklinga er oft á tíðum marg-
slungin og krefst miklar læknis- og
hjúkrunarfræðilegrar þekkingar. Það er alltaf
hægt að gera eitthvað, það er einungis
spurning um markmið og leiðir. Skýr mark-
mið eru forsenda þess að hægt sé að veita
deyjandi einstaklingi og fjölskyldu hans
aðstoð. Ef hjúkrunarfólkið velkist í vafa um
eðli meðferðarþáerþví ómögulegtað veita
öðrum öryggi og stuðning.
Einkennameðferð
Stór hluti þeirra sem deyja úr langvinnum
líkamlegum sjúkdómum þjást af verkjum,
andnauð, þrekleysi o.fl. semnauðsynlegter
að meðhöndla. Sjúklingur með óbærilega
verkiþarfekkiá stuðningssamtali að halda,
hann þarf fyrst og fremst einh vern sem kann
verkjameðferð, getur greint tegund verkja,
19