Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 20
/Oý Dögwn.
valið rétt lyf, útskýrt og meðhöndlað auka-
verkanir og endurmetið meðferð þegar
þarf. Þegar sjúklingurinn er orðinn verkja-
laus er hægt að sinna hinni andlegu hlið .
Heilbrigðisstarfsfólk sem er illa að sér í ein-
kennameðferð vantar mikilvægasta verk-
færið til líknar.
Viðbrögðvið dauðanum
Á samaháttogvið þurfumað þekkjaeðli
mannslíkamanns, sjúkdómanna og lyfjanna
til þess að lina hina líkamlegu þjáningu,
þurfum við að hafa ákveðna innsýn í
„víddir" dauðans ogalgeng viðbrögð bæði
sjúklinga, aðstandenda og okkar sjálfra til
þess að geta veitt hinum dauðvona andlegan
stuðning.
Okkurhættirofttilað líta á dauðastríðið,
sem einhvers konar kvilla sem annað hvort
er ekkert hægt að geravið eða nægilegt að
ávísa róandi lyfjum. En auðvitað er lokakafli
lífhlaupsins oft mjög viðburðarríkur og
jafnvel þroskatími.
Rakel,kona íblómalífsins,semvar að deyja
frá ungu barni, sagði við prestinn: „Já, ég hef
lært margt af pessu".
Guðrún, tæplega sjötug kona, vissi fyrir
rúmum mánuði síðan að nú dygði engin meðferð
lengur. Hún sagði við mig hér um kvöldið :
„Síðan égsá pig síðast heféggert ótrúlega margt
og á enn eftir ýmislegt".
Þetta er líf hlaðið ÓVISSU um HVAÐ
gerist og HVENÆR. ÓTTA við þjáningu og
niðurlægingu fremur en dauðann. Ótta við
að verða öðrum háðurenjafnframtvið það
að verða yfirgefinn í neyð. Ótta við það að
hætta að vera til. Þetta er tímabil sem við-
komandi bíður hvern ÓSIGURINN á fætur
öðrum, líkaminn hrömar og hættir að hlýða
skipunum, sjálfsímyndin riðlast, margt sem
áður skipaði veigamikinn sess í lífinu, s.s.
atvinna, hlutverk innan fjölskyldunnar og
baráttumál, missa smám saman gildi sitt og
veröld hins deyjandi þrengist bæði hvað
varðar tímaogrúm. Hið ytralífhefurminni
og minni þýðingu á meðan hið innra vex
enda tíminn naumur og framtíðin tak-
mörkuð.
Einsogalltafvið alvarleg áföllerKVÍÐI
algengur hjá dauðvona sjúklingum og birtist
oft sem óróleiki, s vefntruflanir og versnandi
verkir eða þá sem hugarangist. Kvíði
minnkar oft við góða læknis- og hjúkrunar-
þjónustu, með öryggi og samfellu og með
því að auðvelda sjúklingum að viðhalda
vissri sjálfstjórn.
Rakel, sem ég nefndi áðan, var nýkomin heim
afsjúkrahúsi eftir bráða innlögn vegna vaxandi
einkennafrá sjúkdómnum. Hún neitaðiað láta
kallaá okkuríheilavikupótthúnværiafar illa
haldin af verkjum og uppköstum. Þegar við
vorumloksins tilkölluð var pað fyrsta sem hún
sagði: „Ég fer ekki á spítala." Hún varð ekki
samvinnupýð fyrr en við lofuðum að hún yrði
aldrei lögð inn gegn vilja sínum.
Það er nauðsynlegt fyrir starfsfólk að
smitast ekki af kvíða sjúklingsins, eigi það
að geta hjálpað. Oft getur návist einhvers
og það að deila hugsunum sínum með
öðrum linað kvíða. Og auðvitað á ekki að
hika við að nota róandi lyf.
AFNEITUN er áhrifarík vörn gegn kvíða
og því ekki alltaf af hinu illa. Hjúkrunarfólki
reynist hins vegar oft erfitt að takast á við
afneitandi sjúkling. Hver man ekki eftir
sjúklingnum sem talar í öðru orðinu um að
hann sé að deyja og í hinu er hann að ráð-
gera ferðalag til Spánar? Oftast er afneitunin
tímabundinog sveiflukennd. Það ereinsog
sjúklingnum sé nauðsynlegt að fá sér smá
„frí" frá raunveruleikanum öðru hvoru,
láta eins og ekkert sé. Það er hvorki ráðlegt
að brjóta slíka afneitun niður með hörku né
samþykkja hana skilyrðislaust heldur að
reyna smám saman að komast að viðkom-
andi með því einfaldlega að taka ekki undir
afneitunina. Það tekst þó ekki alltaf.
Vilborg var að deyja úr lungnakrabbameini.
Hún talaðialltaf um að bíða polinmóð par til sér
batnaðienfannstverstpetta með hæsið semhlyti
að stafa af langvinnu kvefi sem hún fékk fyrir
áramótin. Hvernig sem reynt var að tala um að
hæsið væri tengt sjúkdómnum lét hún sem hún
heyrði ekki. Hún hafði aldrei pörf að ræða
sjúkdóminn né dauðann.
20