Ný Dögun - 01.11.1991, Síða 22
AJý Dögun
önnun hins deyjandi, útskýra afleiðingar
sjúkdómsins eða aukaverkanir lyfjanna.
Samfara þessari daglegu umönnun gefst
tækifæri til að auðvelda aðstandendum að
tjá sigum hversu erfitt þetta sé, um óttann
við framtíðinaeðajafnvelmæta neikvæðum
tilfinningum þeirra án fordóma. Það að fá
að taka þátt í umönnun sinna nánustu er leið
tilað leggjaeitthvað afmörkum, fá tækifæri
til að sýna umhyggju sína og er oft huggun
í sorginni.
Sólveigu hitti égfyrst á mánudegi og hún dó
á miðvikudegi. Hún var ípjónustu okkar íhálfa
viku,ensamtfannst ættingjunumað við hefðum
veitt peim ómetanlegan stuðning. Sólveig og
fjölskylda hennar hafði verið mjög sjálfbjarga
gegnum veikindi hennar. Hún var alveg skýr á
mánudegi, enfékksíðan afar kvalafulla verki sem
ekkert var hægt að gera við annað en að gefa
verkjalyfpar til peir urðu polanlegir. Eftir petta
lá Sólveig í móki ogfékk síðan hægt andlát. Eins
og oft er varðfjölskyldan óöruggfyrst eftirandláti
en safnaðist pó saman. Þegar hjúkrunarfræð-
ingurinn byrjaði að hagræða og pvo líkinu,
byrjuðu allir að gera eitthvað; strauja nátt-
kjólinn, sem átti að klæða Sólveigu í, hita kaffi,
laga til íherberginu,finna kerti og blóm, hugga
hvert annað og að lokum tóku systur og mág-
konurhennarvið störfum hjúkrunarfræðingsins
oggengufrá líkinu.Þarnavarðpátttakan huggun
í sorginni. Okkar hlutverk var parna að stilla
óbærilega verki og virkja ættingjana aftur til
pátttöku.
Þegar sjúklingur er dauðvona er oft
nauðsynlegt að létta á þagnarskyldunni
gagnvart sjúklingi. Það þarf í miklu ríkara
mæli að upplýsa aðstandendur í tíma um
að sjúklingur sé dauðvona. Það er líka
nauðsynlegt að gefa báðum aðilum sömu
upplýsingar, helst saman, til þess að forðast
tortryggni og auka samheldni og öryggi.
Þetta er oft miklu auðveldara í heimahúsum
þar sem hlutirnir eru ræddir upphátt í
eðlilegu samhengi og aðstandendurnir eru
viðlátnir þegar hjúkrunarfólkið er ástaðn-
um. Þannig er auðveldara að koma skila-
boðunum áleiðis smám saman. Þetta er
hins vegar erfiðara inni á spítala þar sem
læknarnir eru sjaldnast til taks þegar ætt-
ingjarnir eru þar og öfugt. Fjölskyldufundir
eru ein leið til þess að ná aðstandendunum
og starfsfólki saman, gefa kost á að ræða
sjúkdómsferilinn, hvað komi til með að
gerastínánustuframtíð og hvaða þjónusta
eða aðstoð standi til boða. Slíkir fundir
komaað gagni sérstaklega í upphafi þjón-
ustu/veikinda en einnig þegar augljósar
breytingar eru skammt undan. Þótt fund-
imir taki tíma auka þeir oft á samheldni
fjölskyldunnar og spara þannig tíma þegar
til lengdar lætur. Fundir af þessu tagi hafa
ósjaldan hjálpað aðstandendum til þess að
byrja að tala saman. Þetta verður einhvers
konar þjálfun í samræðum um viðkvæm
mál - “fyrst þau geta talað um þetta við
hann Jón ætti okkur að vera óhætt að reyna
líka!"
Stuðningi við aðstandendur ætti ekki að
ljúka við andlátið, eins og gerist því miður
í flestum tilvikum. Sorgarferillinn er talinn
taka a.m.k. eitt ár og er æskilegt að fylgja
syrgjendum eftir þann tíma, nokkuð þétt í
byrjun og síðan með lengra millibili þartil
sleppt er af þeim hendinni. Slík fylgd hefur
ekkitíðkast hérlendis fyrr en með ráðningu
sjúkrahúspresta við stóru sjúkrahúsin. Við
sem sinnum dauðvona sjúklingum í heima-
húsum lítum á slíka starfsemi sem nauð-
synlegt framtíðarverkefni.
Éghefvalið að tala nokkuð almennt um
þetta efni og lýsa frekar skilyrðum fyrir
stuðningi en beinlínis hvernig hann er
framkvæmdur enda hlýtur hann alltaf að
vera ákaflega einstaklingsbundinn. Það er
svo algengt að halda að það sé nóg að vilja
vel, en á þann hátt hjálpar maður fáum.
Aðhlynning dauðvona sjúklinga krefst
þekkingar, þjálfunar og markvissra vinnu-
bragða. En undirstaðan er virðing fyrir
einstaklingnum, lífinu og margbreytileika
þess. Við sem störfum við þetta þurfum að
trúa að eitthvað séhægtað geraogað það
sé einhvers virði.
22