Ný Dögun - 01.11.1991, Page 23
Döguf'v
Svav\\aug Skúladó++i»*y kjúkrunars+jón
Slysa- og sjúk»*avak+ &orgarsp(+a\av\s
mun verða, hvaða sjúklingar koma inn
og í hvernig ásigkomulagi þeir eru. Við
reynum alltaf að vera búinn undir það
versta. Þeir þættir sem aðallega valda
streituhjá starfsfólki erutengdirþessum
óvissuþáttum. Kemur einhver mikið
slasaður eða mikið veikur sjúklingur inn
á vaktinni. Óvissan um eigin hæfni og
getu spilar inn í, sérstaklega hjá starfs-
fólki sem er nýbyrjað. Það spyr sig
spurninga eins og: Hvernig mun ég
bregðast við? Mun ég frjósa? Mun ég
standa mig eins vel og þörf er á?
Allar kringumstæður þegar mikið
slasaðir eða veikir sjúklingar koma inn
eru streituvaldandi, þetta er ekkert sem
maður venst (kannski sem betur fer.) í
okkar litla þjóðfélagi eru einnig tals-
verðar líkur á því að við þekkjum eitt-
hvað til þess sjúklings sem kemur.
Það sem ég mun ræða um, er stuðningur
við starfsfólk á slysa-og sjúkravakt. Ég mun
byrja á að ræða mikilvægi þess að starfsfólk
deildarinnar fái skipulagðan stuðning, og
síðan mun ég reifa mínar hugmyndir um
hvernig æskilegt væri að þessi skipulagði
stuðningur færi fram.
Á deild eins og slysa- og sjúkravakt
Borgarspítalans gerast margir sorglegir
atburðir. Starfsfólkið veit aldrei fyrirfram
þegar það kemur á vaktina hvernig vaktin
23