Ný Dögun - 01.11.1991, Síða 24

Ný Dögun - 01.11.1991, Síða 24
AJý Dðgun. Hjúkrunarfræðingar deildarinnar ásamt sjúkrahússprestinum taka á móti aðstand- endum þessara óheppnu einstaklinga. Að- standendur eru í losti yfir þeim atburðum sem hafa gerst og hafa að sjálfssögðu mikla þörf fyrir stuðning. Oft er mjög erfitt og flókið að veita þeim stuðning, sem maður þekkir ekki neitt. Kannski er það hjálparley si okkar starfsfólksins sem er hvað erfiðast. Við reynum að leggja áhersluna á einfalda hluti, eins og nærveru, ýmis praktísk atriði og að taka stjórnina. Við getum ekki spáð fyrir um hvernig viðbrögð aðstandenda verða og hvað hjálpar þeim best, það er engin einföld uppskrift til. Þetta ástand veldur streitu hjá starfsfólk- inu, sem oft er mjög ómeðvituð. Lítið virðist hafa verið gert til að kanna áhrif þessa álags á starfsfólk á slysadeildum. Rannsóknir hafa frekar beinst að starfsfólki á gjörgæslu- deildum, krabbameinsdeildum og öðrum legudeildum. Það kom þó fram, í einni ný- legri rannsókn, sem gerð var á kulnun hjá hjúkrunarfræðingum á slysadeild, að hjúkrunarfræðingar töldu hjálplegustu leiðirnar til að aðlagast álaginu, að nota kímni og að verða upptekin af öðru. Einnig fannst hjúkrunarfræðingum hjálplegt að nýta og hugsa um fyrri reynslu, tala við aðra og taka ákvarðanir, eins og það hvort þessi vinna eigi við þá, hvort tími sé kominn til að flytja sig á aðra deild o.s.frv. (Keller, 1990). Þá kemur stóra spurningin, hvernig getum við best, á skipulagðan hátt, stutt og hjálpað okkar fólki að jafna sig sem fyrst eftir erfiða reynslu. Við sem vinnum á slysa- og sjúkravaktinni höfum öll lent í því oftar en einu sinni að fara heim eftir erfiða vakt og verða andvaka og erfiðar spurningar leita á hugann. Gerði ég allt sem í mínu valdi stóð? Hefði ég getað gertbetur? Af hverju dó þetta litla barn? Hvaða réttlæti er þetta ? Er ég á réttri braut? Af hverju valdi ég ekki við- skiptafræði eða eitthvað annað í staðinn fyrir hjúkrun ? Þó að lítið hafi verið skrifað um skipu- lagðan stuðning við starfsfólk á slysa- deildum, þá eru allir sammála um að þörfin sé til staðar. Ég hef spurst fyrir á nokkrum slysadeildum vestan hafs, hvað þeir geri, en þar er sama svarið. Þau eru búin að gera sér grein fyrir þörfinni og vilja fara að gera eitthvað, en eru ekki byrjuð á neinu skipu- lögðu og vita ekki í hvernig formi stuðn- ingurinn verður. Eins og ástandið er núna hjá okkur á slysa- og sjúkravaktinni þá er engin form- legur stuðningur í gangi. Við höfum talsvert rætt um þörfina, en ekki endilega komið upp með heppilegustu lausnina ennþá. Eg hef velt þessu máli mikið fyrir mér, sérstaklega undanfamar vikur, og virðist sem nokkrar leiðir séu vænlegastar. 1. Að hafa mánaðarlega samstarfsfundi með starfsfólkinu og helst einhverjum utan- aðkomandi aðila þar sem fólk getur rætt sína líðan og upplifun, og fólkið þannig fengið stuðning frá hópnum undir hand- leiðslu. Gallinn við þessa leið er, að ekki geta alltaf allir mætt og kannski ekki þeir, sem mest þarfnast þess. Einnig er þá fólkinu oft búið að líða illa lengi. Það eru þó ýmsir kostir við þessa leið, sérstaklega þó ef hún er notuð samhliða öðrum leiðum eins og minnst verður á hér á eftir. A þessum fundum gæti fólk rætt saman í meiri ró og næði en annars er unnt. Frjáls mæting yrði á fundina og þangað kæmu þeir sem þörf hafa fyrir að ræða við hópinn. 2. Önnur leið gæti verið að einhver ákveðinn hópur á deildinni tæki þetta að sér, þ.e. að styðja samstarfsfólkið. Það leitar þá uppi þá hjúkrunarfræðinga, sem lentu í erfiðum atvikum til að athuga hvernig þeim líður og bjóða fram aðstoð sína við úr vinnslu tilfinninga. Gallinn við þessa aðferð er sá, að hætt er við að við náum ekki nægilega fljótt til fólksins og það getur tekið nokkurn tíma að ná til allra, þ ví starfsfólkið vinnur vaktavinnu og mismunandi mikið. Kosturinn við þessa leið er, að við hefðum samvalinn hóp hjúkrunarfræðinga sem væri þjálfaður í kreppumeðferð, og gæti stutt 24

x

Ný Dögun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.