Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 28

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 28
AJý TJógun sér góðan tíma. Eiginlega þann tíma sem þarf!!! Mikil vægt er að hafa í huga, að hér er um losun á ákveðnum tilfinningum að ræða, en ekki meðferð, sem krefst meiri tíma og fagþekkingar. Þær tilfinningar og viðbrögð, sem hér er átt við teljast vera eðlileg viðbrögð í „ýktu" formi, og eru venjulega ekki talin sjúkleg. Mikilvægt er, að viðmót og málfar hjálparaðila undirstriki þetta. Þessari andlegu skyndihjálp má skipta í þrjú stig. Þau taka mið af því að hjálpa viðkomandi til að: 1) Segja frá því sem gerðist. 2) Koma orðum að tilfinningum sínum og líðan. 3) Sýna tilfinningar sínar og líðan. Hér er ekki verið að meta eða gagnrýna það hjálparstarf, sem innt hefur verið af hendi. Markmiðið er að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig um eigin upp- lifanir, hugsanir og viðbrögð, sem tengjast atburðinum. Best er að þetta sé gert í hópi 10 -14 einstaklinga undir ábyrgri stjóm. Tíma- lengdin er háð kringumstæðum og stærð hópsins, gjarna 1-2 klukkustundir. Umgjörðin gæti í grófum dráttum verið þessi: 1) Upplýsingar um markmið úrvinnslunnar. 2) Kynning á hópmeðlimum. 3) Hvert var hlutverk hvers einstaks?. 4) Hvaða hugsanir bærðust innra með hverjum og einum? 5) Hvaða tilfinningar bar hver og einn innra með sér? 6) Hver voru viðbrögð hans? 7) Hvað tekur við að úrvinnslu lokinni? 8) Samantekt og lok. Hér gegna stjórnendur hjálparstarfs mikilvægu hlutverki. Oft þurfa hjálpar- aðilar, jafnvel óharðnaðir einstaklingar með takmarkaða reynslu, að mæta óvæntum, streituvaldandi kringumstæðum. Góð þjálfun og undirbúningur eru grundvallar- atriði, en jafnframt er nauðsynlegt að eftir á gefist tækifæri til að veita útrás hugsunum og tilfinningum, sem leita á einstaklinginn. Það er mér ánægjuefni að geta sagt frá því, að eftir námsstef nuna í september barst stjóm Slysavarnafélags íslands tillaga frá tveim fulltrúum þess á námsstefnunni þess efnis að þjálfaður yrði maður/menn á vegum félagsins, sem veitt gæti andlega skyndihjálp og stuðning innan þess. Félagið vildi sjálft annast þessa þjónustu með stuðningi og leiðsögn reyndra aðila í byrjun. Fræðslu- nefnd SVFI mun hafa samþykkt tillöguna, og ber að hrósa henni fyrir skjót viðbrögð og framsýni. Hér hefur verið stiklað á stóru um viða- mikið efni. En orð eru til alls fyrst og er það von okkar sem stóðum að námstefnunni í september '90 að ekki verði látið sitja við orðin tóm! s< org er eðiilegi viðb^ögá við missi Eftir missi fc hvernig við irum syrgjt við í gegnu im er mjög m sorgaríerli, þar sem skiptast á skin og skúr ^ersónubundið. ir. Það, 28

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.