Ný Dögun - 01.11.1991, Side 31
/Oý Dögurv
Erfðaskrá verður að gera skriflega með
tveimur vottum eða staðfesta hjá notario
publico sem jafnframt er skiptaráðandi og
vottfesta.
Erfðaréttur langlífari maka - Erfðaskrá
Við skipti eftir lát skammlífari maka nýtur
langlífari maki að sjálfsögðu helmings
búshluta síns og auk þess lögerfðaréttar úr
búshluta skammlífari og einnig úr séreign,
hans hafi hjónin gert kaupmála. Þá nýtur
langlífari maki einnig búshluta úr séreign
sem samkvæmt ákvæðum laga eða kaup-
mála á að hlíta reglum um hjúskapareign að
öðru hjóna látnu. Sé sameiginlegum niðjum
eða niðjum skammlífari til að dreifa fær
langlífari maki 1 /3 í arf eftir maka sinn. Hafi
skammlífari ekki átt niðja tekur langlífari
allan arf eftir hann. Erfðaréttur langlífari
maka hefur verið rýmkaður, og er það enn
eitt dæmið um hvemig reynt hefur verið að
draga úr þeirri röskun á stöðu og högum,
sem andlát maka hefur í för með sér. Síðast
var afnuminn erfðaréttur foreldra skamm-
lífari maka, ef hann átti enga niðja á lífi, en
áður tóku þá foreldrarnir 1/3 arfs, en maki
2/3. Fari skipti hins vegar ekki fram fyrr en
eftir andlát langlífari maka, svo sem vegna
þess að langlífari maki hefur fengið leyfi til
setu í óskiptu búi, fellur niður lögmæltur
erfðaréttur hins langlífari eftir hið skamm-
lífara.
Þá geta hjón, svo og sambúðarfólk einnig
bætt stöðu langlífari með arfleiðslu í
gagnkvæmri erfðaskrá, með því að arfleiða
það sem lengur lifir að öllum eignum hins
skammlífari, enda eigi arfleiðandi ekki
skylduerfingja þ.e. niðja, en aðeins að 1 /3 sé
skylduerfingja til að dreifa. Með gerð erfða-
skrár og sambúðarsamningi má gera stöðu
langlífari sambúðaraðila þannig, að hann
verði eins eða svipað settur og langlífari
maki, en reglur erfðalaga um óskipt bú geta
ekki átt við og lögerfðatengsl eru ekki á milli
sambúðaraðila.
Þá getur arfleiðandi einnig með erfðaskrá
að vissum skilyrðum uppfylltum, ráðstafað
ákveðnum munum úr séreign sinni eða
hjúskapareign, til skylduerfingja, annarra
en maka, þ.e. barna eða annarra niðja, en
hins vegar hefur langlífari maki að lögum
forgangsrétt til útlagningar á einstökum
munum, og getur þ ví þrátt fyrir arfleiðsluna
krafistþeirra. Langlífari sambúðaraðili hefur
ekki þennan forgangsrétt að lögum, og yrði
því að tiltaka þá hluti sérstaklega, sem
eftirlifandi sambúðaraðili á að eignast
forgangsrétt til.
Við dánarbússkipti getur langlífari talið
til réttinda, sem ekki verða afhent eða fram-
seld öðrum eða eru persónulegs eðlis. Slíkum
réttindum kann hann að geta haldið utan
búskipta. Má þar nefna eftirlaun, lífeyri,
forlagseyri, framfærslurétt, höfundaréttindi
og réttindi til auðkenna, örorkubætur,
óframseljanlegan rétt til höfuðstóls, bætur
fyrir missi fyrirvinnu og fyrir þjáningar og
miska og persónulega muni, t.d. verðlaun
vegna afreka í íþróttum og vísindum.
Þá getur eftirlifandi maki tekið af óskiptu,
muni sem eingöngu eru ætlaðir honum til
nota, enda sé ekki verð þeirra óeðlilega hátt
miðað við efnahag búsins. Sem dæmi um
þetta er stundum nefnt íþróttaáhöld,
fatnaður, hjólastóll, skartgripir o.fl.
Einnig getur eftirlifandi maki, tekið af
óskiptu, ef fjármunir bús eru lítils virði,
húsgögn, verkfæri og aðra lausa muni, sem
telja verður nauðsynlegt til að hann geti
haldið áfram atvinnu sinni.
Þá getur langlífari maki haldið öllu búinu
eða nokkru af því, þótt það fari fram úr
búshluta og arfi makans, enda skuldbindi
hann sig til að greiða samerfingjum sínum í
peningum það sem umfram er. Því hefur
verið haldið fram, að þetta geti verið honum
mikið hagsmunamál, þar sem mat sé yfirleitt
lágt hjá skiptarétti, en til þess að finna
verðmæti búsins og erfðahluta verður að
meta eignir búsins til peninga. Lögráða
erfingjar geta veitt langlífari maka greiðslu-
frest og með leyfi skiptaréttar og að upp-
fylltum frekari skilyrðum, getur langlífari
31