Ný Dögun - 01.11.1991, Qupperneq 34
/Oý "Dögun.
tryggingar, þar sem slys við heimilisstörf
eru all algeng.
Dánarbætur
Leiði slys til dauða innan tveggja ára frá
því að slysið varð, skal greiða dánarbætur til
ekkju eða ekkils, sem var samvistum við
hinn látna eða á framfæri hans, í 8 ár. Þessar
bætur eru óháðar öllum öðrum bótum en 6
og 12 mánaða bótum til ekkju eða ekkils, og
falla ekki niður þó stofnað sé til hjúskapar á
ný. Auk þess greiðist barnalífeyrir með
börnum hins látna til 18 ára aldurs. Hafi
maki verið orðinn 50 ára eða eldri, þegar
slysið varð, eða starfsorka hans skert um
50% eða meira, greiðist auk nefndra bóta
sérstakur lífeyrir til 67 ára aldurs, en hann
fellur þó niður við nýja hjónabandsstofnun.
Hafi hinn látni haft á framfæri barn yfir 16
ára aldri sem er meira en 33% öryrki, skal
greiða því tiltekna fjárhæð.
Karl og kona sem búið hafa saman og eru
bæði ógift eiga sama rétt til bóta og ekkill
eða ekkja, eins og lýst var í kaflanum um
ekkjulífeyri.
Vinnuslysatryggingar samkvæmt kjara-
samningum
Algeng eru í kjarasamningum stéttar-
félaga við vinnuveitendur, ákvæði um
frekari vinnuslysatryggingar, en falla undir
reglur almannatrygginga. Er þá vinnuveit-
endum gert skylt, að tryggja launþega þá,
sem samningurinn tekur til, fyrir dauða eða
varanlegri örorku af völdum slyss í starfi
eða á eðlilegri leið til og frá heimili og
vinnustað. Stundum er tryggingarskyldan
víðtækari. An þess að það hafi verið sérstak-
lega kannað virðast dánarslysabætur
greiðast í flestum tilfellum eingöngu
eftirlifandi maka, nema annað sé sérstaklega
tekið fram, fyrir utan greiðslur til bama,
kjörbarna og fósturbarna.
Bætur sjúkra- eða styrktarsjóða verkalýðs-
félaganna
Samkvæmt lögum ber vinnuveitendum
að greiða í sjúkra- eða styrktarsjóði verka-
lýðsfélaganna 1 % af útborguði kaupi verka-
fólks, nema um hærri greiðslur hafi verið
samið í kjarasamningi.
Sem dæmi í þessu sambandi má taka, að
Verslunarmannafélag Reykjavíkur kaupir
svokallaða frítímatryggingu fyrir alla
launþega, sem til sjúkrasjóðsins greiða. Við
andlát fullgilds félaga greiðir sjóðurinn
eftirlifandi maka, og eftir atvikum sam-
búðaraðila dánarbætur og einnig bætur með
börnum undir 21 árs aldri. Sækja þarf um
þessar bætur.
Hjá sumum sjúkrasjóðum stéttarfélag-
anna eru bætur þessar hins vegar nefndar
útfararstyrkur eða greiðsla upp í útfarar-
styrk.
Þessar bætur geta numið nokkrum upp-
hæðum og eru þýðingarmiklar.
Bætur lífeyrissjóða
Samkvæmt lögum er öllum launamönn-
um, og þeim sem stunda atvinnurekstur
eða sjálfstæða starfsemi, rétt og skylt að eiga
aðild að lífeyrissjóði. Ef sjóðfélagi andast og
lætur eftir sig maka á lífi á hinn eftirlifandi
maki rétt á lífeyri úr sjóðnum og nefnist
hann makalífeyrir. Einnig er þá greiddur
bamalífeyrir með börnum, kjörbörnum og
fósturbörnum til tiltekins aldurs, almennt
18 ára. Sækja þarf um maka-ogbarnalífeyri.
Makalífeyrir er í vissum tilfellum greiddur
eftirlifandi sambúðaraðila, eða þeim, sem
hefur annast hinn látna. Makalífeyrir getur
skipst á milli maka, þar sem sjóðfélagi hefur
verið tvígiftur, í hlutfalli við þann tíma sem
hvor hefur verið giftur hinum látna.
Rétthafamir geta einnig verið fleiri en tveir
og gildir þá hliðstæð regla.
34