Ný Dögun - 01.11.1991, Side 46
Dögim
Iþér upplifun minni á svipaðan hátt og
ég gerði með námsstefnugestum. A
námstefnunni var efnið flutt í bútum á
eftir fyrirlestrum eftir því sem andinn
blés mér í brjóst, en hér er efninu raðað
Sigu^ðuK ^óKannsson í tímaröð en fyrirsagnir fyrirlestrana
notaðar sem millikaflar í frásögn minni.
IrrcKSÖgn
sy rgjanda
í dag er myndin af prestinum á tröpp-
unum, berhöfðuðum með alvörusvip, jafn
greinileg í hugskoti mínu eins og hann hefði
staðið þar í gær. ...en mínútumar þar á eftir,
næstu dagar, vikur og mánuðir eru í
hálfgerðum skugga. Þennan tíma held ég að
ég hafi framkvæmt það sem gera þurfti með
kaldri yfirvegun, en þegar ég hugsa til þessa
tíma finn ég ennþá fyrir dofanum sem læsti
inni tilfinningarnar á þessu tímabili.
Góði lesandi. Mig langar til að deila með
Tilkynning andláts
Það eru núna fimm ár síðan að konan
mín dó í bílslysi. Við Helga höfðum
rætt um að skilja, ég var fluttur að
heiman, og við höfðum leitað til prests,
en höfðum ekki ennþá sótt um skilnað.
Ég og börnin vorum nýkomin heim
af skíðum, þegar dyrabjöllunni var
hringt og sóknarpresturinn okkar stóð
fyrir utan. Hann var búinn að koma
áður og var nú á leið upp í fjall að finna
okkur, en kom við ef við skyldum vera
komin heim.
Presturinn tilky nnti okkur um dauða
Helgu. Hann sagði okkur hvenær, h var
og hvernig slysið hefði orðið, og að
maðurinn og börnin í hinum bílnum
væru lítið meidd.
í minningunni er svart sársaukafullt
tómarúm fram eftir þessum degi þar
sem glittir í „návist prestsins", „návist
tveggja mágkona minna og manna
þeirra, og síðar mömmu og systur",
„erfitt símtal við tengdamömmu",
„upptalningu á ættingjum og vinum,
og hvemig við skiptum á milli okkar að
koma dánarfregninni til þeirra".
Stutt var í minninguna um hana á
skíðum með okkur þrem helgina áður,
og þar sem hún kvaddi okkur um
morguninn er hún vildi frekar fara í
46