Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 96

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 96
96 „Tilkoma siglingahermanna á sínum tíma gjörbreytti náminu hér við skólann og nú höfum við fengið ný tæki sem eru auðvitað ennþá fullkomnari en þau sem fyrir voru. Tækninni í þessu fleygir fram og þegar við fengum nýju hermana var þeim komið fyrir í glæsilegum stofum hér í Sjómannaskólanum þar sem er komin nútímaleg aðstaða til að taka á móti nemendum til þjálfunar.“ Þetta sögðu þeir Vilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skipstjórnarskólans og Vél- tækniskólans og Björgvin Þór Steinsson, kennari í skipstjórnargreinum þegar við heimsóttum þá á dögunum. Hagnýtt véltækninám Skipstjórnarskólinn er öflugur skóli sem býður upp á fjölþætt og vandað nám. Nemendur eru um 180 talsins núna en þar af eru um 100 manns í fjarnámi. Í Véltækniskólanum eru nemendurnr tæp- lega 200 talsins. Skólarnir eru enn á framhaldsskólastigi og fullnuma ljúka nemendur D stigi, svokölluðu farmanna- prófi. Raunar geta menn bætt við sig E réttindum en þeirra er t.d. krafist til að geta gegnt stöðu skipherra á varðskip- um Landhelgisgæslunnar. „Námið er gríðarlega hagnýtt og gefur möguleika á störfum mjög víða í þjóðfélaginu. Sér- staklega er véltækninámið fjölbreytt og opnar fólki aðgang að störfum um heim allan því alls staðar eru tæknistörfin eins og óháð tungumálum eða svæðum,“ segir Vilbergur Magni skólastjóri. Þrír mismunandi hermar Hermarnir sem við fengum að skoða eru þrenns konar; einn er fyrir fjarskipti, annar fyrir vélarrúm og sá þriðji fyrir brúna. Í fjarskiptaherminum fá nemend- ur þjálfun í notkun fjarskiptabúnaðar um borð í skipum og öðlast almenn og ótakmörkuð réttindi fjarskiptamanns að lokum. Vélarúmshermirinn samanstend- ur af tækjabúnaði eins og fyrirfinnst í stjórnrými vélarúma skipa og nemendur fá þjálfun í að keyra vélarúmið og kynn- ast daglegum rekstri þess. Loks er það brúarhermirinn en þar fá nemendur verklega þjálfun í siglingafræði, þjálfun í notkun ratsjáa til staðsetningar og í að feta sig áfram í mikilli skipaumferð í dimmviðri svo dæmi séu tekin. „Nemendurnir standa í sýndarveru- leika á stjórnpalli skips og þurfa að taka ákvarðanir og stýra skipinu alveg eins og þeir væru um borð í raunverulegu skipi. Við getum sett upp á skjáinn mis- munandi siglingaleiðir inn í nokkrar ís- lenskar hafnir og að auki fjölda erlendra og getum einnig þjálfað nemendur í sigl- ingum milli landa, svo og í viðbrögðum við erfiðum aðstæðum sem geta komið upp. Þessi tæki eru einstök og kosturinn við þau er sá að menn mega gera mistök án þess að afleiðingar hljótist af. Þannig læra menn og standa betur að vígi þegar þeir eru komnir um borð í raunveruleg skip,“ segir Björgvin Þór kennari. Nýtast við björgunarstörf Hermarnir sem áður voru í Stýrimanna- skólanum voru frá Kongsberg og þeir voru komnir til ára sinna. Að loknu út- boði við endurnýjun þeirra voru valin tæki frá Transas í Rússlandi. „Þetta eru mun fullkomnari tæki en þau gömlu og notkunarmöguleikarnir afar fjölbreyttir. Fyrir utanþá valmöguleika sem Björgvin Þór lýsti er hægt að nýta hermana til þjálfa nemendur í verkefnum sem snúa að leit og björgun, það er hægt að æfa siglingar í ís eða aðstoða annað skip við að komast inn eða út úr höfn svo dæmi séu tekin. Síðast en ekki síst er hægt að tengja mismunandi herma saman og færa alla stjórnun skipsins úr brú niður í vélarrúm eða öfugt. Möguleikarnir í notkun svona tækja eru nær óendanlegir og það er miklar áskoranir fyrir kennara og nemendur að ná sem allra mestu út úr þessum frábæru kennslutækjum,“ segir Vilbergur Magni að lokum. tskoli.is Siglt inn í Reykjavíkurhöfn í siglingaherminum, frá vinstri Björgvin Þór Steinsson, kennari í skipstjórnargreinum og Vilberg- ur Magni Óskarsson, skólastjóri Skipstjórnarskólans og Véltækniskólans. Hermarnir hafa gjörbylt náminu Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.