Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Síða 6
6 10. ágúst 2018FRÉTTIR B jörn Baldursson, veitinga maður á Selfossi, lenti í því fyrir tíu árum að merinni hans var stolið og hafði hann leitað hennar í árar- aðir án árangurs. Björn segir í samtali við DV að þá hafi verið um að ræða fjögurra vetra gamalt trippi undan verðlaunahesti sem vann hvert mótið á fætur öðru á þeim tíma. Björn tekur fram að merin, sem ber heitið Elding frá Efra Seli, hafi verið geysilega falleg og honum ómissandi. „Hrossin mín voru inni í ólæstri girðingu á Skeiðarvegi þar sem ég geymi hestanna mína, en þetta var eina hrossið sem hvarf,“ segir Björn um hvarfið. „Ég auglýsti eftir henni, hringdi á alla bæi og mér fannst eins og merin hefði gufað upp þar sem hún fannst hvorki dauð né lifandi. Svo fyrir einhverja al- gjöra tilviljun, fyrir mánuði, fékk ég póst frá Bændasamtökunum um að merin hefði fyljast. Ég fékk auðvitað afrit af því þar sem ég er skráður eigandi.“ Þegar Björn fór að leita eftir upplýsingum um hver stæði fyrir þessari fyljun og væri eigandi graðhestsins sem um ræðir, kom í ljós að hvort tveggja er merkt Jak- obi Jóhanni Einarssyni, hrossa- flutningamanni að Hrísum í Húnavatnssýslu. „Það er örmerk- ingin sem kjaftaði frá. Það hefur aldrei verið skráð afkvæmi á mer- ina eða nokkur skapaður hlutur í meira en tíu ár.“ Þegar Björn hafði samband við Jakob í kjölfar þessara upplýs- inga fékk hann þau svör að Jakob kannaðist ekkert við að hafa hrys- suna og enginn utanaðkomandi hefði komið með hryssu til fyljun- ar. „Hann sagði að hann væri með 100 merar þar sem hann væri að selja hestablóð til fyrirtækja,“ segir Björn sem vísar til líftækni- fyrirtækisins Ísteka, sem hefur framleitt frjósemislyf sem ætlað er svínum og sauðfé og selt víða um heim. Hráefnið er prótein- hormón sem finna má í blóði fyl- fullra mera, á fyrstu vikum með- göngunnar. „Karlinn gerir þessa vitleysu núna, að senda út fyljunarvottorð til þess að geta selt úr henni blóð- ið,“ segir Björn en hann hyggst kæra Jakob til lögreglunnar fyrir að hafa stolið eða leynt upplýs- ingar um hryssuna. Illa umhirt og vannærð hross „Ég sagði að það væri skrítið að hann væri að selja blóð úr mer- inni minni sem er búin að vera týnd í öll þessi ár, vegna þess að hann hlyti að sjá það þegar hann sendir skýslu með blóðinu hver ætti hana,“ segir Björn. „Jakob þóttist ekkert vita og sagðist ekki hafa haft neina yfirsýn, vissi ekk- ert hvar hann hefði fengið hana. Hann spilaði sig fávitann, nema hann sé fáviti, en ég veit það svo sem ekki.“ Að sögn Björns hefur Jakob ekki svarað símtölum hans eða látið í sér heyra. „Ég held að hann hafi ekki endilega stolið hryssunni, en fengið hana í braski og sennilega lofað að segja ekki til um hvar hann fékk hana, en hann veit 100 prósent að hann er með stolinn hest og sinnir því ekki að skila honum.“ Björn segir Jakob vera alræmd- an slóða í hestabransanum, með Matvælastofnun á bakinu fyrir illa umhirt og vannærð hross. „Þessi maður er með allt of mörg hross og ekkert hey ofan í þau. Ég hef margheyrt að búið sé að banna honum að halda fjölda mera og það standi til að taka hross af honum út af van- fóðrun. Hrossin eru mörg grind- horuð hjá honum og illa til reika. Þess vegna hef ég svona miklar áhyggjur af Eldingu í hans hönd- um. Ég er búinn að missa tíu ár. Hún er orðin fimmtán vetra göm- ul núna.“ Þegar DV hafði samband við Jakob vildi hann ekki tjá sig um málið, en fullyrðir þó við blaða- mann að hryssunni verði skilað þegar hún finnst í stóðinu.n Segir merina sína stolna „Karlinn gerir þessa vitleysu núna til þess að geta selt úr henni blóðið Tómas Valgeirsson tomas@dv.is FANNST HVORKI DAUÐ NÉ LIFANDI FYRR EN ÁRATUG SÍÐAR n„Örmerkingin kjaftaði frá“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.