Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 33
FÓLK - VIÐTAL 3310. ágúst 2018
er vissulega fullkominn en þegar
mistökin eiga sér stað verður
maður bara að læra af þeim.“
Sækir innblástur í söngleiki og
kvikmyndatónlist
Ævar lagði á dögunum lokahönd
á bókina Þitt eigið tímaferðalag,
sem stendur til að gefa út í vet-
ur. Sögurnar í þessum bókaflokki
hjá höfundinum hafa selst eins og
heitar lummur á síðustu árum og
stefnir allt í að sú fimmta og nýjasta
verði sú umfangsmesta til þessa.
Lesandinn ræður hvað gerist í bók-
inni, en allar bækurnar bjóða upp
á fleiri tugi mögulegra málalykta
og þannig er hægt að lesa bókina
aftur og aftur. Þá bætir Ævar við að
Tímaferðalagið muni bjóða upp á
enn fleiri málalok en venjulega og
á einum stað gengur bókin í hring
og verður þannig endalaus.
Ævar rifjar upp viðtökurnar sem
fyrsta bókin í þessum flokki fékk á
sínum tíma, en hún hreppti með-
al annars Bókaverðlaun barnanna
árið 2015. Segir höfundurinn að
þarna hafi orðið til stemning sem
hann gerði sér ekki grein fyrir fyr-
irfram. „Ég fór að heyra af því að
systkini væru að lesa þetta saman,
fjölskyldur og jafnvel vinir í frí-
mínútum. Þarna er komin einhver
hópstemning þar sem fólk ákveð-
ur framhaldið í sameiningu,“ segir
hann.
„Ég segi oft við krakka að þetta
séu fullkomnar bækur til að lesa
með öðrum, því þá getur þú kennt
hinum um ef illa fer. Ég hef líka oft
hugsað að þetta séu fínar bækur
fyrir fólk sem á erfitt með að velja,
erfitt með að kjósa og slíkt. Þá er
gaman að geta þess að léttlestr-
arbókaútgáfa af Þín eigin-bókun-
um kemur út um miðjan ágúst,
þar sem áherslan er lögð á yngri
lesendur, stærra letur og fleiri
myndir.“
Aðspurður um skapandi ferlið
sjálft segist Ævar oft fá innblástur
eða aðstoð frá kvikmyndatónlist
og söngleikjum, sem hann spilar
títt í miðjum skrifum. Hann nefn-
ir að tónlist úr kvikmyndum á borð
við Logan, Mission: Impossible –
Fallout, Moon og Swiss Army Man
hafi reglulega farið í spilun undan-
farið. „En síðan gerist það, þegar
ég les yfir skrifin, þá hlusta ég á
söngleiki,“ segir hann og nefnir þrjá
lykilsöngleiki sem hann notast mik-
ið við, en þeir eru Hamilton, Dear
Evan Hansen og Groundhog Day-
-söngleikurinn.
„Ég hef meira að segja spáð í
að búa til og deila lagalistum fyrir
hverja bók, en á hverjum lista yrði
þá tónlistin ég var að hlusta á þegar
bókin var skrifuð. Þannig er hægt
að fullkomna upplifunina og koma
lesandanum lengra inn í heim bók-
arinnar,“ segir hann sæll.
Þitt eigið svið og sjónvarp
Í janúar á næsta ári má sjá loka-
afrakstur Ævars í að flytja sögustíl
bókanna frá lesendum til áhorf-
enda. Þá hefjast sýningar á Þínu
eigin leikriti – Goðsögu, þar sem
salurinn ræður því hvað gerist
næst. Sýningar fara fram í Kúlunni í
Þjóðleikhúsinu og segir Ævar mark-
miðið vera að búa til einstaka leik-
húsupplifun. „Það var haldinn sam-
lestur í vor og eftir það var handritið
sett ofan í skúffu til að marínerast
yfir sumarið. Ég hlakka til að kíkja á
það aftur nú þegar skrifum á Tíma-
ferðalaginu er lokið,“ segir hann
hress. „Þú getur farið á leikritið aft-
ur og aftur og færð aldrei nákvæm-
lega sömu sýningu.“
Ævar segir Kúluna vera fullkom-
inn stað fyrir sýningu af þessu tagi.
„Það er svo mikil nánd í Kúlunni.
Það er ekki langt á milli leikara og
áhorfenda, sem er fullkomið þar
sem áhorfendur eru hluti af sýn-
ingunni því þeir ráða hvað gerist.
Að því sögðu verður enginn dreg-
inn upp á svið,“ segir hann en bætir
þó við, ,,allavega ekki margir.“
Hitt verkefnið sem Ævar hefur
glímt við er sjónvarpsþáttaröð sem
byggð verður á bókinni Þín eigin
þjóðsaga, sem að hans sögn verð-
ur „í anda Lemony Snicket og Tim
Burton.“ Þættirnir eru unnir í sam-
starfi við RÚV, kvikmyndagerðar-
manninn Guðna Líndal Benedikts-
son, bróður Ævars, og Fenrir Films.
„Góðir hlutir gerast hægt, en
þetta er í vinnslu,“ segir Ævar. „Það
er líka gott að það gerist hægt, því
þá höfum við tíma til að virkilega
vanda okkur. Þættirnir verða sex
talsins og þegar áhorfendur sjá þá
eru þeir rúmar 20 mínútur að lengd.
Hins vegar verður búið að taka upp
50 mínútur af efni vegna þess að líkt
og í bókunum og leiksýningunni
munu áhorfendur ráða hvað ger-
ist í hverjum þætti. Ég skrifa tvo og
Guðni bróðir fjóra. Eins og við sjá-
um þetta fyrir okkur er þetta barna-
efni á skala sem hefur ekki verið í
boði hér á landi áður. Þetta verður
stórt og öðruvísi.“
Ævar bætir því við að það sé
æðislegt að takast á við svona verk-
efni með bróður sínum og fá um
leið að kynnast betur kvikmynda-
gerðarmanninum í bróður sínum
og vinna með honum.
Ágengara afþreyingarefni
Af þaulreyndum raddleikara að
vera þykir Ævari það ekki fara á
milli mála að barnaefni sé orðið
miklu ágengara og hraðara í dag en
áður fyrr, en segir það fylgja þróun
þegar streymisveitur og sjónvarps-
stöðvar eru við hvert horn. „Þegar
allir eru með þúsund stöðvar, þá
þarftu að ná fólki í þessar sekúndur
sem það er að flakka á milli. Þetta
er agressífara en til dæmis teikni-
myndirnar voru sem ég horfði á í
æsku, en í dag þarf að alltaf að vera
eitthvað til þess að ná þér strax og
halda þér,“ segir hann.
„Eftir að ég byrjaði að vinna við
að talsetja komst ég að því að helm-
ingurinn af starfinu er að öskra.
Flestar teiknimyndapersónur eru
ýmist að hrapa, detta eða meiða
sig. Það er reyndar magnað, því
maður kemur stundum sveittur út
úr stúdíóinu. Ég var kannski búinn
að vera öskrandi íkorni í einhverja
klukkutíma og fannst eins og ég
þyrfti að fara heim og leggja mig.“
Á móti segist Ævar fullkomlega
skilja hvernig börnum þyki
símar og spjaldtölvur ofboðslega
spennandi. „Það er náttúrlega bara
allt þarna,“ segir hann. „Ef þú hef-
ur til dæmis áhuga á fótbolta, þá
kveikirðu bara á YouTube og það
er endalaust af myndböndum þar.
Þegar ég var yngri og fékk lánað
tölvuspil hjá vini mínum, þá þurfti
strax að setja hálftímareglu og ekk-
ert meira, annars hefði ég bara ver-
ið í þessu stanslaust. Ég skil því vel
að síminn sé spennandi.“
Ævar vill meina að höfundum
beri ákveðin skylda til að „búa
til bækur sem eru vonandi nógu
skemmtilegar, spennandi og
áhugaverðar til að, ef ekki trompa
símann, allavega sýna að bækurnar
séu spennandi á allt annan hátt.
„Þar býrðu til þinn eigin heim, þær
ýta undir ímyndunaraflið og setja
allt af stað. Það er nefnilega ekkert
sem jafnast á við góða bók. Nema ef
vera skyldi tvær góðar bækur.“
Mikil vakning í barnamenningu
Ævar hefur látið sig minnkandi
lestraráhuga barna á tímum snjall-
síma, samfélagsmiðla og offram-
boðs á YouTube miklu varða en í
fjórum lestrarátökum Ævars vís-
indamanns hafa verið lesnar rúm-
lega 230 þúsund bækur samtals.
„Þessar tölur sýna að krakkar nenna
að lesa, en það þarf að hvetja þá á
réttan hátt. Vonandi hefur þetta
átak leitt til þess að nýir lesendur
hafa orðið til, eða jafnvel nýir höf-
undar seinna meir,“ segir Ævar og
tekur fram að í þjóðfélaginu hafi
undanfarið verið mikil vakning
hvað barnamenningu varðar.
„Barnamenningarsjóðurinn var
til dæmis settur aftur á laggirnar,
en það að honum hafi verið slaufað
er náttúrlega fáránlegt til að byrja
með. Sögur – hátíðin sem haldin var
í Hörpu í vor er vonandi komin til
að vera og svo sér maður á metsölu-
listunum í lok hvers árs að helming-
ur mest seldu bókanna er barna-
bækur, en þannig var það ekki fyrir
nokkrum árum. Þess vegna kallar
maður auðvitað á frekari umfjöllun
í fjölmiðlum um barnabækur, en sú
umfjöllun er varla til staðar í dag.“
Aðspurður hvort standi til að
vera öflugur að lesa fyrir frum-
burðinn svarar Ævar kátur. „Ég var
reyndar nýlega spurður: „Hvað ætl-
ar þú að gera ef strákurinn þinn hef-
ur svo engan áhuga á bókum?“ og
ég svaraði að það væri bara í góðu
lagi,“ segir Ævar. „Það verður þá
bara verkefni að vekja áhuga hans
á bókum, alveg eins og ég veit að
hann á eftir að fá áhuga á einhverju
sem ég hef aldrei spáð í og þarf þá
að kynna mér. Hann á örugglega
eftir að kenna okkur báðum foreldr-
unum heilan helling og hafa áhrif á
okkur á ótrúlegasta máta. Ætli það
endi ekki þannig að það verði lít-
ill strákur í aðalhlutverki í bók eftir
mig eftir eftir tvö ár?“ n
„Helmingur-
inn af því
að „döbba“ er að
öskra
Myndir /Hanna