Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 21
MENNING 2110. águst 2018 „Eins smells undur“ í íslenskri tónlistarmenningu Þriggja flokka stálílát 60 L Græna tunnanTroðslugrind á hjólum ERTU AÐ FLOKKA EÐA PLOKKA ? Farðu inn á www.igf.is og komdu flokkunarmálunum í lag Eintómt bull eða urrandi snilld? Hið ljúfsára popplag Lalíf, eftir Kjartan Ólafsson, í flutningi hljómsveitarinnar Smartband, er með þeim áhugaverðari í okkar dægurmenningu. Við- lag lagsins er einkar gríp- andi en það er textinn, ef svo má kalla, sem gerir það jafn áhugavert og raun ber vitni. Í gegnum árin hafa skotið upp kollinum margar kenningar og sögur af því hvað textinn þýð- ir og hvernig hann sé skrifað- ur og sunginn – hvort hann er sunginn afturábak eða er ein- faldlega hreint bull. Kjartan fylgdi þessari gersemi ekki eftir með neinu bitastæðu síðan, en stundum kemur lífið á óvart. Fór upp og sneri sér annað Söngvarinn Steinar Baldursson bræddi mörg unglingahjörtu með ýmsum lögum og sló sérstaklega í gegn með smáskífunni Up. Dreng- urinn á trúlega nóg eftir en lítið virðist hafa borið á honum undan- farin ár. Ef til vill er hann að undirbúa stóra „kombakkið.“ Við bíðum spennt. Þegar öllu á botninn er hvolft er aðeins hægt að fara upp. Halelúja Söngkonan Móeiður Júníusdóttir, gjarnan kölluð Móa, steig af full- um krafti í sviðsljósið snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Árið 1993 gaf hún út plötuna Lögin við vinnuna sem fékk góðar undir- tektir og síðar gekk hún til liðs við hljómsveitina Bong og lagði svo í sólóferil með plötunni Móa – Universal. Þegar sólóferillinn fór að dala stöðvaði það ekki þessa hæfileikaríku söngkonu í að finna sína köllun í lífinu. Árið 2004 hóf hún guðfræðinám, með það að mark- miði að vera lagvísasti prestur landsins. Engar ranghugmyndir Hljómsveitin Ampop vakti mikla athygli frá stofnun hennar árið 1998 og hlaut sérstaklega góðar viðtökur, en hátindinum var náð árið 2005 með gríðarlegum vinsældum plötunnar My Delusions. Sveitin fór á tímabili í gegnum allnokkrar breytingar, bæði hvað mannauð og tónlistarlegar áherslur varðar. Skömmu eftir vinsældir My Delusions fór söngvari hljómsveitarinnar að sýna getu sína með bandinu Blindfold. Frá og með 2007 lagði Ampop upp laupana og lifir þessa dagana sem dúndrandi dæmi um leiftur liðins tíma. Kinky á toppnum Tennurnar hans afa var hressi- legt samstarf þriggja félaga en voru þeir þó aldrei nema tveir í senn. Bandið vakti athygli á sínum tíma með tveimur lög- um, La Bjarna og Kinky. Hið síðarnefnda var notað í hinni stórvinsælu kvikmynd Vegg- fóður og fékk lagið mikla spil- un í útvarpinu snemma á tí- unda áratugnum. Sveitin gaf síðar út snældu sem er að öll- um líkindum fyrsta „rappplat- an“ hér á landi en sú bar heitið Dömur mínar og herrar, látið eins og heima hjá ykkur, og er ófáanleg í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.