Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 41
SAKAMÁL 4110. ágúst 2018 stungið í steininn og enn og aftur var refsing hans þyngd. Ofan á alla aðra dóma fékk hann nú dóm sem hljóðaði upp á 15 ár til lífstíðar. Í fangelsinu skrifaði Abbott sína aðra bók, My Return, sem var gefin út 1987. Sú bók hlaut ekki náð fyr­ ir augum bókmenntafólks. Bókin var full af sjálfsvorkunn og hvergi örlaði fyrir iðrun vegna glæpa sem Abbott hafði framið. Þvert á móti skellti hann skuldinni á fangelsis­ kerfið og stjórnvöld. Reyndar gekk Abbott svo langt að krefjast afsök­ unarbeiðni frá samfélaginu vegna þeirrar meðferðar sem hann hafði fengið. Óhlýðni og agaleysi Árið 2001 kom Abbott aftur fyrir skilorðsnefnd. Hann hafði ekki erindi sem erfiði enda horfði nefndin til skorts á iðrun af hans hálfu auk þess sem hegðun hans innan veggja fangelsisins hafði ekki verið til fyrirmyndar, heldur einkennst af óhlýðni og agaleysi. Sem fyrr segir hengdi Abbott sig í klefa sínum 10. febrúar árið 2002. Þegar Norman Mailer frétti af sjálfsvíginu sagði hann í yfirlýs­ ingu: „Ævi hans var sorgarsaga frá upphafi til enda. Ég þekki engan mann sem átt hefur verra líf.“ n 25 börn og um 200 fullorðnir voru, þann 27. júlí 2008, viðstödd sýningu í kirkju únítara í Knoxville í Tennessee þegar Jim nokkur Adkisson ruddist þar inn með gítartösku. Úr töskunni tók hann haglabyssu og lét skotunum rigna yfir kirkjugesti. Einn safnaðarmeðlima, Greg McKendry, fékk í sig banvænt skot þegar hann reyndi að vernda aðra og 61 árs kona, Linda Kraeger, lést síðar af sárum sínum. Ætlun Adkisson var að bana eins mörgum frjálslyndum og demókrötum og hann gæti. Afraksturinn var sem fyrr segir. Hann fékk lífstíðardóm í febrúar árið 2009. MORÐINGJA HAMPAÐ n Abbott virtist fyrirmunað að skynja eigin sök n Mærður af Norman Mailer n Elskaður af bókmenntaeítu New York „Þetta eru dæmig- erð bréf sem ein- hver innan fangelsismúra mundi skrifa einhverjum utan þeirra sem veit ekki, og mun aldrei vita, baun í bala um fangelsi. Í járnum Reynslulausn Abbotts varð afar stutt. Vinsæl bók Bréf Abbotts voru gefin út og hann naut skammvinnrar frægðar. Á bak við rimla Stóran hluta ævinnar dvaldi Jack Abbott á stofnunum eða í fangelsum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.