Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 30
30 FÓLK - VIÐTAL 10. ágúst 2018
LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM
Greiðslulausnir tengdar
helstu afgreiðslukerfum
Sjálfstandandi greiðslulausnir
og handfrjálsir posar
Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060
Það eru mynd
bandsupptökuvélar úti um allt
þannig að það á greinilega að vera
hægt að sjá að hún átti upptök
in. Af einhverjum ástæðum var
ég engu að síður sett í einangrun
í fimm sólarhringa.“
Karlotta nefnir einnig annað
skipti, þar sem samfangi hennar,
stúlka frá Mexíkó, áreitti hana kyn
ferðislega. Sú stúlka var að hennar
sögn alvarlega veik á geði. „Þegar
komið var með hana í fangelsið
var hún gargandi og öskrandi og
lamdi höfðinu stöðugt í glugga og
rimla.“
Karlotta lýsir atvikinu þannig
að umrædd stúlka hafi nálgast
hana og klefafélaga hennar, með
an á matartíma stóð, og verið með
ögrandi tilburði uns hún settist
klofvega ofan á Karlottu, renndi
höndinni á
milli fótanna og greip í rass henn
ar.
„Það eru skilti og spjöld úti um
allt þar sem stendur að áreitni og
ofbeldi sé ekki liðið á meðal fanga.
Ég tilkynnti þetta atvik og bað þá
að skoða upptökur úr öryggis
myndavélum. Síðar var mér tjáð
að á upptökunni væri bara hægt
að sjá hana setjast ofan á mig en
ekkert meira. Ég sagðist vera með
fleiri en eitt vitni að þessu atviki en
var sagt að það væri ekkert hægt
að gera í þessu, og ef ég vildi kæra
stelpuna þá gæti ég gert það þegar
búið væri að sleppa mér.
Síðar meir komst ég að því að ef
það koma upp of margar tilkynn
ingar af þessu tagi þá mun ICE
rifta samningum sínum við fang
elsið.“
Enginn látinn vita
Hún segir eiginmann sinn, John,
hafa verið í stöðugum samskipt
um við ICE og hinar ýmsu stofn
anir og reynt hvað eftir annað
að fá einhver svör. „Mér skilst að
þegar einstaklingur er handtek
inn af ICE þá beri þeim hjá ICE
skylda til að hafa samband við
viðkomandi sendiráð og láta vita
af því að sá einstaklingur hafi ver
ið handtekinn,“ heldur Karlotta
áfram og bætir við að eiginmaður
hennar hafi haft samband við ís
lenska sendiráðið eftir handtök
una og verið sagt að engin tilkynn
ing hefði borist.“
Þann 3. maí síðastliðinn fór
Karlotta loksins fyrir rétt í Mary
land. „Aftur var ég handjárnuð,
sett keðja um mittið og hlekkjuð á
fótum. Þannig þurfti ég að ganga
í gegnum dómhúsið, í fangabún
ingi og í fylgd tveggja varða sem
létu alla færa sig frá þegar við
gegnum fram hjá, eins og ég væri
stórhættulegur hryðjuverkamað
ur.“
Hún segir lögfræðing sinni hafa
tekist að afla fullnægjandi gagna
og að lokum úrskurðaði dómari
að enginn ástæða væri til að halda
Karlottu í fangelsi. Henni var jafn
framt gert að mæta á skrifstofu al
ríkislögreglunnar til að láta taka
fingraför og taka af sér ljósmynd.
Þá var henni sagt að ef hún kæm
ist í kast við lögin þá yrði henni
umsvifalaust vísað úr landi. „Sem
ætti svo sem ekki að vera mikið
vandamál enda hef ég ekki stund
að það að brjóta lög!“
Karlotta segir fjölskyldu sína
ekki síður hafa upplifað helvíti á
þessu rúmlega hálfa ári og óvissan
hafi verið nagandi.
„Yngri sonur minn brást við
með því að fara inn í sig og loka sig
af. Elsta dóttir mín neitaði að fara
í skólann og sú yngri grét stans
laust. Fyrsta mánuðinn í fangels
inu vildi ég ekki að börnin mín
kæmu að heimsækja mig. Ég gat
ekki hugsað mér að láta þau horfa
upp á mömmu sína í fangabún
ingi á bak við rimla.
Ég er kannski heppin að því
leyti að börnin mín eru orðin
þetta gömul, en ég get ekki ímynd
að mér hversu hrikalegt það er að
vera í þessari stöðu og eiga lítil
börn sem þarfnast þín.“
Hún bíður enn eftir því að
ákveðnir pappírar og gögn skili
sér frá ICE áður en hún getur tek
ið næstu skref. Einnig svo hún geti
flogið til Íslands og hitt föður sinn
á ný, en hún hefur miklar áhyggjur
af heilsu hans.
„Ég missti leiguíbúðina mína
á Akureyri. Pabbi minn þurfti að
fara á hjúkrunarheimili. Þetta er
búið að kosta mikla peninga, lög
fræðikostnað og annað. Mér finnst
svo ósanngjarnt hvernig þetta fór
allt saman. Mér finnst ég vera að
gjalda fyrir mistök annarra. En
það kemur ekki annað til greina
en að byrja upp á nýtt.“ n
„Ég var látin fara
úr öllum fötun-
um og standa
nakin fyrir fram-
an tvo kvenkyns
fangaverði“
„Það var ekki
annað í boði en að
gera þarfir sínar
og sturta sig fyrir
framan alla“