Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 18
18 LÍFSSTÍLL 10. ágúst 2018
Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum
Mikið úrval af
stillanlegum
rúmum
Gerið gæða- og verðsamanbuð
í heilan mánuð. En þegar honum
var tjáð að hann hann kæmist ekki
inn fyrr en í haust var það slík
ur skellur að hann byrjaði aftur í
harðri neyslu
„Það varð honum mikið áfall
þegar hann frétti að hann myndi
ekki byrja í meðferð fyrr en í ágúst.
Fyrir fíkil get ég ímyndað mér að
honum hafi fundist það heil ei
lífð. Þetta kvöld féll hann og að
eins fjórum dögum seinna kom
um við Viktor, litli bróðir hans, að
honum látnum í herberginu hans.
Ég veit ekki hvað varð til þess að
hann lést en læknirinn sem kom
á staðinn taldi að það væri hjarta
áfall þar sem engin merki væri um
mikla neyslu á staðnum og hann
virðist hafa látist mjög snögg
lega. Hann sat á rúminu sínu með
matarbakka á hnjánum og gaffal
sér við hlið. Að sögn læknisins sem
krufði hann beindist grunur helst
að einhvers konar ofneyslu. Í mín
um huga finnst mér það í rauninni
ekki skipta máli hver ástæðan er.
Hann er farinn frá mér og ég veit
að hann þjáist ekki lengur,“ segir
móðir hans.
„Við vorum alveg vissar um að
hann vildi hætta í neyslu því hann
var nýbúinn að segja við móður
sína að hann væri svo spenntur
og hlakkaði svo til að sýna okk
ur að hann gæti orðið edrú,“ segir
Andrea.
Aðstandendur ungmennanna
sem fallið hafa frá langt fyrir ald
ur fram hafa valið að koma fram
með myndir og sögur ástvina
sinna, til að sýna að þau eru ekki
bara tölur á blaði, heldur ungt og
fallegt fólk sem var elskað af fjöl
skyldu og vinum. Mörg þeirra leit
uðu sér hjálpar sem ekki var í boði,
sum eiga neyslusögu að baki með
an önnur fiktuðu bara einu sinni.
Margir eiga um sárt að binda eft
ir andlát þeirra, en vilja eigi að
síður koma fram opinberlega til
að standa saman með öðrum að
standendum, opna umræðuna og
halda henni vakandi og knýja á
um breytingar í fræðslu, forvörn
um og meðferðarúrræðum. n
Einar Darri Óskarsson 10.02.2000–25.05.2018 „Ég veit líka að alltaf þegar
verður gleðidagur hjá mér, þá mun hann verða smá sorgardagur um leið. Eins og þegar
ég gifti mig, eignast börn, ég hef alltaf séð Einar sem hluta af því. Ég mun gráta af því
að hann er ekki með, en ég verð bara að leyfa því að gerast því ég mun alltaf sakna
Einars. Ef ég loka alveg á sorgina þá er ég hrædd um að góðu minningarnar fari líka og
ég vil frekar eiga slæma daga af og til, en að loka á minningarnar. Maður býst ekki við að
einhver svona ungur muni deyja,“ segir Aníta Rún, systir Einars Darra sem lést á heimili
sínu eftir neyslu róandi lyfja.
G
uðmundur Fylkisson lög
reglumaður hefur í fjögur
ár leitað að „Týndu börn
unum“. Verkefnið hófst
sem eins árs tilraunaverkefni í
nóvember 2014, en er nú orðið
fast verkefni, þar sem Guðmund
ur sinnir einn leitinni, en hefur
sér til aðstoðar lögregluna í heild
sinni.
„Þegar barn týnist er ferlið
þannig að foreldri snýr sér til
barnaverndarnefndar sem sendir
lögreglunni formlega beiðni um
leit. Þá fer í gang ákveðið ferli,
barnið er skráð eftirlýst í okkar
kerfi, þannig að ef einhvers stað
ar eru höfð afskipti af barninu
þá sést að verið er að leita að
því,“ segir Guðmundur, sem seg
ir leitina oftast byrja á að hann
reyni að ná sambandi við barnið
með því að hringja eða senda því
sms. „Ég hringi í vini og kunn
ingja, fer af stað að leita eða sit
kyrr og bíð eftir að barnið geri
vart við sig.“
Í sumum tilvikum skilar barnið
sér heim þegar það sér að leit að
því er hafin, „það er kannski ein
hver pirringur búinn að vera í
gangi heima fyrir, svo þegar þau
sjá alvöruna, að ég sé að hringja
eða senda þeim sms, þá fara þau
heim.“
Í sumum tilvikum er lýst opin
berlega eftir því barni sem leitað
er að og segir Guðmundur þau
mörg halda að hér sé reglan sú að
ekki mega lýsa eftir þeim fyrr en
sólarhringur sé liðinn, engin slík
vinnu eða lagaregla er þó í gildi
hér á landi, heldur er það metið
í hverju og einu tilviki. „Foreldrar
og barnaverndarnefnd taka þessa
ákvörðun, þótt ég hafi oft skoðun
á hvað eigi að gera og í mörgum
tilvikum hef ég beðið foreldra um
að treysta mér aðeins lengur, þar
sem að ég tel mig vita hvar barnið
sé. Þegar við höfum ekki heyrt frá
barni eða af ferðum þess í sólar
hring eða lengur þá tökum við
stöðuna á hvort rétt sé að auglýsa
eftir því, en í sumum tilvikum
þarf barnið til dæmis á lyfjagjöf
að halda og þá þarf að taka tillit
til þess. Vandi barnanna er nægur
og bætist bara á hann með því að
birta nafn og mynd af þeim opin
berlega.“
Á fjórum árum hefur Guð
mundur leitað að 85–90 börnum
á ári, oftar en einu sinni að meira
en helmingi þeirra, en að 20–25
prósent barnanna þarf að leita
oftar, 4–20 sinnum á ári. „Sum
um er ég að leita að ár eftir ár, að
sumum þeirra hef ég leitað öll
fjögur árin.“
Þó að hópurinn sé stór á
hverju ári þá bendir Guðmundur
á ekki sé um að ræða háa pró
sentu þegar litið sé til þess að það
eru 3.000–4.000 börn í hverjum
árgangi. Því er ekki rétt að tala
um að það séu „allir í einhverju“.
Guðmundur nefnir einnig að
hann hafi oftast leitað að ung
mennum fæddum 2002, ár
gangarnir 2000 og 2001 hafi kom
ið betur út og væri það áhugavert
fyrir félagsfræðing að skoða hvað
valdi því.
„Ég vinn í þröngum hópi, en
sá hópur er að verða hugsunar
lausari gagnvart neyslunni en
áður. Þau láta segja sér hvað sem
er og eru óhrædd við að prófa.
Neyslumynstrið er að breytast,
árið 2016 var sprautufaraldur,
núna er það læknadópið, hættu
legri efni og þau virðast einhvern
veginn óhrædd við að prófa.“
Yngsta barnið sem
Guðmundur hefur leitað að var
11 ára, og það yngsta sem hann
hefur leitað að í neyslu var 12 ára.
Hann segir að hjá yngstu börnun
um sé vandinn hins vegar meira
hegðunar eða andlegur, ekki
neysluvandi.
Börnin eru þverskurður af
samfélaginu, mörg koma frá
heimilum þar sem þau búa ekki
hjá báðum foreldrum, en flest til
heyra hinu venjulega heimilis
mynstri, venjulegum heimilum
þar sem báðir foreldrar búa.
„Meðal annars eru afrekskrakkar
í íþróttum sem fara út af sporinu,
sem sýnir að þú veist ekki fyrr en
of seint hvað það er sem þú ert að
prófa. Ein tafla getur verið einni
töflu of mikið.
Sum má segja að hafi aldrei
átt séns, börn sem voru í neyslu
í móðurkviði, líf sumra einkenn
ist af því hvað bakland þeirra er
dapurt og önnur eru með þenn
an veikleika að það er ekki aftur
snúið þegar þau hafa prófað eitt
hvað. Svo er hópurinn sem er á
undan í þroska og þar er vandinn
sá að skólakerfið og fleira er ekki
að mæta þeim á þeirra stað, þau
passa ekki í jafnaldrahópinn,
en það er verið að berjast við að
halda þeim þar. Stelpurnar sem
tilheyra þessum hópi eru mjög
erfiðar, ekki neyslulega, heldur í
hegðun.
Fólk er með þá staðalímynd að
börnin séu öll í einhverju greni.
Raunin er ekki sú, flest þeirra eru
bara úti á götu á ferðinni, þó að
vissulega sé eitt og eitt sem fer í
partí og eitt og eitt sem finnst í
greni.“
Guðmundur bendir á að skoða
þurfi hvort meðferðarúrræðin
sem eru í boði í dag séu nægjan
leg. „Þeir einstaklingar sem hafa
verið erfið á þessu ári eru krakkar
sem þurfa önnur eða betri með
ferðarúrræði en eru í dag.“
Síðan Guðmundur hóf að leita
að „Týndu börnunum“ hefur eitt
þeirra látist, fyrir eigin hendi
eldri en 18 ára. Árið 2012 létust
þrír einstaklingar, sumir orðnir
18 ára. „Ef ekki væri fyrir þetta
verkefni þá væru þau sennilega
2–3 sem hefðu látist á ári,“ segir
Guðmundur og nefnir sem dæmi
stúlku sem hann bjargaði eftir að
hann fann hana meðvitundar
lausa af morfínlyfjum í partíi.
„Við fundum hana og aðra stúlku
og ég leyfi mér að fullyrða að þær
hefðu látist síðar um daginn,
hefðum við ekki fundið þær. Þær
sátu þannig að þær önduðu ekki,
það var engin endurnýjun á súr
efni.“ Þessi reynsla dugði þó ekki
til að bjarga henni úr neyslunni,
en Guðmundur segir hana þakka
sér lífgjöfina í hvert sinn sem þau
hittast. n
Ef tölurnar eru skoðaðar í ár (1. ágúst) miðað við
árið 2017, má sjá að leitarbeiðnum er að fjölga.
Segir Guðmundur jafnframt að fleiri börn fari inn
á Stuðla miðað við árið í fyrra.
Árið 2018 þann 1. ágúst Árið 2017
Leitarbeiðnir 177 (113 stúlkur/64 drengir) 173
Einstaklingar 68 (33 stúlkur/35 drengir) 66
Heim 88 110
Stuðlar 75 60
39 einstaklingar eru með eina leit
3 stúlkur eru með 10 eða fleiri leitarbeiðnir það sem af er ári
Týndu börnin eru þverskurður af
íslenska samfélaginu
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is