Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 38
38 10. águst 2018 E itt undarlegasta stríð sem háð hefur verið hefur ver- ið nefnt „hið mikla emúa- stríð“ og var háð í Camp- ion-héraði í vesturhluta Ástralíu árið 1932. Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófu margir fyrrverandi her- menn hveitirækt í vesturhluta Ástralíu en kreppan mikla árið 1929 olli því að hveitiverð hríð- féll og aðstæður þeirra urðu óbærilegar. Ofan á þetta komu tugþúsundir emúa á svæðið og átu uppskeruna, en emúar eru stórir ófleygir fuglar sem flytja sig milli staða í stórum hópum. Bændurnir höfðu samband við sir George Pearce varnar- málaráðherra, sem sjálfur hafði barist í stríðinu, og sendi hann herflokk vopnaðan hríð- skotarifflum á svæðið til að hrekja fuglana í burtu. Marskálkurinn G.P.W. Meredith stýrði árásum á fugl- ana í lok október 1932 og beitti umsátrum en erfitt reyndist að ná mörgum saman. Eftir fjóra árangurslausa daga tóku her- mennirnir eftir því að emúa- hóparnir voru með eigin leið- toga, „stóra svartfiðraða fugla sem fylgdust með hermönnun- um og vöruðu félaga sína við árásum.“ Eftir viku bardaga voru aðeins örfáir fuglar dauðir. Niðurlægingin olli því að her- inn dró sig til baka 8. nóvember en Meredith fékk annað tæki- færi tæpri viku síðar og barð- ist við fuglana til 10. desember. Þá höfðu alls 986 emúar verið drepnir og aðgerðum hætt. Aðgerðin hafði ekki tilætl- uð áhrif og fuglarnir átu hveiti næstu árin. Má því segja að ástr- alski herinn hafi beðið ósigur í hinu mikla emúastríð. n TÍMAVÉLIN mörkum Austur- og Vestur-Berlín- ar en enginn reiknaði með hversu hratt það myndi gerast. Nóttin örlagaríka Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt 13. ágúst 1961 var flutningabílum með hermönnum og bygginga- verkamönnum ekið í gegnum Austur-Berlín. Flestir íbúanna voru í fastasvefni og á meðan þeir sváfu vært var byrjað að rífa upp götur sem lágu yfir í vesturhlutann. Holur voru grafnar og steinsteypt- ir stólpar settir upp og gaddavír strengdur á milli þeirra. Þetta var gert meðfram endilöngum mörk- um Austur- og Vestur-Berlínar. Símalínur á milli borgarhlutanna voru rofnar og lestarteinum var lokað. Berlínarbúum brá að vonum þegar þeir vöknuðu næsta morgun. Búið var að loka fyrir allan sam- gang á milli borgarhlutanna og þeir 60.000 íbúar Austur-Berlín- ar, sem voru með vel launuð störf í vesturhlutanum, gátu ekki leng- ur sótt þau. Fjölskyldur, vinir og fé- lagar gátu ekki lengur hist. Á þeim 28 árum sem þessi 155 kílómetra langi múr stóð voru fjórar stórar breytingar gerðar á honum. Í upphafi var hann aðeins gaddavírsgirðing. Nokkrum dög- um síðar var steinsteyptum blokk- um komið fyrir í staðinn og gadda- vír settur ofan á þær. Árið 1965 var steyptur veggur settur upp og hann studdur með stálbitum. Á árun- um 1975 til 1980 var fjórða útgáfan gerð en þá var veggurinn hækkað- ur í 3,6 metra og gerður 1,2 metrar á breidd. Fall múrsins Fall múrsins var næstum jafn skyndilegt og bygging hans. Blikur höfðu verið á lofti um að komm- únisminn væri að veikjast en leið- togar Austur-Þýskalands stað- hæfðu að þar væri aðeins þörf á minniháttar breytingum á stjórn- kerfinu en ekki neinum meirihátt- ar breytingum. Samlandar þeirra voru ekki sammála. Þegar hrikta fór í stoðum kommúnismans í Póllandi, Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu árið 1988 og 1989 opnuðust nýjar leiðir fyrir Austur-Þjóðverja sem vildu flýja land. Erich Honecker, leiðtogi landsins, hótaði að mæta mótmælum almennings af hörku og valdbeitingu. Hann neyddist til að segja af sér eftir að Mikael Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hætti að styðja hann. Egon Krenz tók þá við leiðtogaembættinu og ákvað að ofbeldi myndi ekki leysa vanda landsins. Hann slakaði einnig á kröfum varðandi ferðalög út fyrir landsteinana. Að kvöldi 9. nóvember 1989 kom óvænt yfirlýsing frá ríkis- stjórninni um að fólki væri heimilt að ferðast yfir öll hlið á landamær- um Austur- og Vestur-Þýskalands og Vestur-Berlínar. Fólk trúði þessu varla í fyrstu. Gat verið að landamærin væru opin? Fólk nálgaðist landamærin var- lega og komst að því að þetta var rétt, landamæraverðir hleyptu fólki óáreittu yfir. Ekki leið á löngu þar til fjöldi fólks stóð beggja vegna múrsins. Sumir byrjuðu að lemja í hann með meitlum og hömrum. Mikill fögnuður braust út og fólk féllst í faðma, kysstist, grét, dans- aði og söng af gleði. Berlínarmúr- inn var fallinn. Í kjölfar falls múrsins samein- uðust Austur- og Vestur-Þýska- lands í eitt ríki þann 3. október 1990. n Dragháls 14-16 Sími 412 1200 110 Reykjavík www.isleifur.is Straumhvörf í neysluvatnsdælum Grundfos Scala 3-45 Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýstingi og hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra Innbyggð þurrkeyrsluvörn Afkastar 8 aftöppunar stöðvum Fuglastríðið í Ástralíu Átti 56 eiginkonur og þráði gröfina S pámaðurinn Joseph Smith er þekktasti mormóni sögunnar enda stofnaði hann kirkjuna í New York-fylki árið 1830. Ann- ar spámaður, Brigham Young, er ekki síður mikilvægur því að hann mótaði söfnuðinn, fann honum fótfestu í Utah og fór í stríð við Bandaríkjastjórn til að verja hann. Á þessum tíma var fjölkvæni grundvöllur að fjölskyldu- skipulagi mormóna enda predikaði Joseph Smith að það væri guðdómlegt. En hjóna- bandið hafði ekki sömu merk- ingu og hjá flestum öðrum. Mormónakarlmenn kvæntu- st ekki konum heldur „innsigl- uðu“ þær, sumar „til eilífðar“ en aðrar tímabundið. Talið er að Smith hafi átt um 40 eiginkonur en Young sló honum við og innsiglaði 55 konur, flestar til eilífðar. 21 hafði aldrei verið gift áður, 16 voru ekkjur, 6 voru fráskildar, 6 áttu eiginmenn fyrir en óvit- að er með stöðu 6 þeirra. Hann eignaðist þó „aðeins“ 56 börn og „aðeins“ með 16 af þeim. Young virtist þó hafa litið á fjöl- kvænið sem böl og þegar hann heyrði fyrst af boðorðinu sagði hann: „Það var í fyrsta sinn sem ég þráði að komast í gröfina.“ Eiginkonunum kom ekki alltaf vel saman, sérstaklega eftir að Amelia Folsom kom til sögunnar árið 1863. Hún var sú fimmtugasta í röðinni og var í mestu uppáhaldi hjá Young. Hann var þá 61 árs gamall en hún 24 ára. Young bjó ekki með þeim öllum en til að halda utan um fjölskylduna byggði hann risa- vaxið raðhús árið 1856 sem kallast Ljónahúsið. Í dag er þar safn og veitingastaður. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.