Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 10
10 10. ágúst 2018FRÉTTIR
S
éra Helgi Hróbjartsson er
látinn. Hann starfaði um
árabil sem kristniboði og
síðan prestur hér á landi.
Vakti Helgi aðdáun og eftirtekt
fyrir óeigingjarnt starf. Þegar ráð
ist var í gerð heimildarmyndar
um Helga fékk hún nafnið Engill
af himnum. Og það var alltaf líf í
kringum Helga sem hafði einstakt
lag á að tengjast fólki. Hann var
óvenju vel af Guði gerður, hávax
inn herðabreiður og fríður sínum.
Þá var Helgi stærstur og
sterkastur í sínum bekk á yngri
árum og fylginn sér í leikjum. Hlát
ur hans var smitandi því hann sá
gjarnan það skoplega í tilverunni.
Helgi var einstakur og gæddur ótal
hæfileikum á sviði tónlistar, hafði
hann gáfu til að spila á harmóníku
og píanó og syngja undurvel. Helgi
var alinn upp á kristnu heimili þar
sem kristniboðshugsjónin logaði
skært og snemma drakk hann í
sig hina heilnæmu kenningu og
kristniboðshugsjónina. Helgi var
einnig gæddur sérstakri náðar
gáfu að boða Guðsorð til vakn
ingar og blessunar. Helgi hefur nú
fullnað skeiðið og öðlast þann sig
ursveig réttlætis sem honum var
geymdur á himnum. Mest má það
þakka Guði sem gaf okkur Helga,
megi hann hvíla í ljósinu eilífa.
Hann Helgi Hróbjartsson var eftir
minnilegur maður. Og hann var
líka barnaníðingur.
Lýsingar hér að ofan, allar
nema sú síðasta um níð hans á
börnum er að finna í hinum ýmsu
minningargreinum í Morgunblað
inu sem birtar hafa verið í vikunni.
Ekki er stafkrók um það að finna
að Helga hafi árið 2010 verið vikið
úr kirkjunni eftir að hafa játað kyn
ferðisbrot gegn þremur piltum.
Þau brot voru 25 ára gömul. Í
minningargreinum Morgun
blaðsins tíðkast yfirleitt ekki að
segja frá syndum fólks, um slíkt
er talað undir rós. Ef hinn látni
framdi voðaverk er oftast talað
um það undir rós, jafnvel sagt að í
lífi hans hafi skipst á skin og skúr
ir. Ekkert slíkt er að finna í minn
ingargreinum um níðingsprest
inn Helga Hróbjartsson. Á síðum
Morgunblaðsins er ekki einn
regndropa að finna, ekki ský á
himni, aðeins endalaust sólskin.
Í minningargreinum um Helga
Hróbjartsson ríkir fegurðin ein,
en níðingspresturinn viðurkenndi
sjálfur að hafa brotið á þremur
börnum. Það átti eftir að koma á
daginn að málin voru fleiri.
Játaði fyrir fagráði
DV fjallaði ítarlega um kynferðis
brot séra Helga árið 2010. Á haust
mánuðum það ár játaði Helgi fyrir
fagráði kirkjunnar að hafa brotið á
börnum. Í umfjöllun DV sagði að
málið hefði verið mönnum sem
þekktu til Helga mikið áfall enda
var hann ekki þekktur fyrir annað
en óeigingjarnt starf og ósérhlífni
heima og erlendis. Á Íslandi starf
aði hann sem prestur í Þorláks
höfn, Hrísey og á Akureyri. Það
var á Norðurlandi sem Helgi braut
á börnum. Erlendis var Helgi trú
boði um árabil í Eþíópíu en líka
Senegal. DV ræddi einnig við
mann sem átti vin sem var mis
notaður af Helga, þegar hann var
15 ára í ferð á vegum kirkjunnar.
„Hann lýsti því þannig að
presturinn hefði komið inn til
hans um miðja nótt, skriðið und
ir sængina hjá honum og átt eitt
hvað við hann. Hann hefði svo
vaknað við það að hann væri að á
káfa á honum.“
Nokkrum árum síðar eftir mikla
vanlíðan framdi maðurinn sjálfs
morð. „Það er ekki hægt að rekja
sjálfsvígið beint til þessa atviks, en
það hefur ekki hjálpað til. Þessi
strákur var með brotna sjálfs
mynd og veikur fyrir. Svona krakk
ar verða helst fyrir þessari reynslu.
Þeir eru auðveldasta bráðin. Hann
var feiminn, óöruggur og inn í sig.
Hann átti oft erfitt,“ sagði viðmæl
andi DV og bætti við á öðrum
stað: „Kynferðislegt ofbeldi hefur
auðvitað áhrif á fleiri en þá sem
verða fyrir ofbeldinu, þetta hefur
áhrif á alla sem vita af því. Nú er
vinur minn dáinn og þá finnst mér
það einhvern veginn of seint fyrir
mig að fara að skipta mér af þessu
máli. Þetta er bara ömurlegt allt
saman. Ég fæ alveg kökk í hálsinn
þegar ég tala um þetta.“
Svona maður hættir ekki
Barnaníðingar eru oft hvers
manns hugljúfi út á við og búa yfir
kænsku til að dyljast. Þeir eru úlfar
í sauðargæru. Þolendur Helga eru
eflaust mun fleiri, en þekkt er að
aðeins brot af þeim sem beittir eru
hinu skelfilega ofbeldi hafi styrk
til að leita réttar síns. Kvaðst vinur
mannsins sem Helgi braut á vera
sannfærður um að þolendur væru
fleiri.
„Enda viðurkenndi hann brot
sín gagnvart hinum piltunum
þremur fyrir fagráðinu. Þú sérð
það að vinur minn var ekki einn
þeirra. Ég á bágt með að trúa því
að svona maður hætti bara. Það
sem við vitum núna er líklega
bara toppurinn á ísjakanum og
ég myndi gjarna vilja sjá yfirvöld
setja af stað rannsókn á slóð hans.
Kanna það hvort það séu fleiri
fórnarlömb þarna úti eða ekki.“ n
Kaldunnin þorsklifrarolía
Íslensk framleiðsla
120/180
60
220 ml
Dropi af
náttúrunni
„Fyrir mér er
Dropi heilindi og
lífsorka”
„Ég á bágt með að trúa því að
svona maður hætti bara
Helgi Hróbjartsson
er dásamaður
af vnum og
kunningjum í
Morgunblað-
inu. Hann
viðurkenndi
að vera
barnaníðing-
ur og að hafa
brotið á þremur
börnum.
n Viðurkenndi brot gegn þremur drengjum n Voru þolendur fleiri?
Barnaníðingur dásamaður í Morgunblaðinu
„MEGI
HANN HVÍLA
Í LJÓSINU EILÍFA“
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
Helgi var
mikið erlend-
is og starfaði
þar með
börnum.