Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 28
28 FÓLK - VIÐTAL 10. ágúst 2018 n Hlekkjuð á höndum og fótum n „Eins og að vera dýr í búri“ n Upplifði ofbeldi, áreitni og niðurlægingu Þ rátt fyrir að hafa lengst af búið í Bandaríkjunum þá segist Karlotta engu að síð- ur líta á sig sem Íslending í húð og hár. Móðir hennar er ís- lensk en faðirinn af þýskum upp- runa með íslenskan ríkisborgara- rétt. Þau gengu í hjónaband árið 1974 og eignuðust eina dóttur fyrir utan Karlottu. Auk þess á fað- ir hennar eina dóttur af fyrra sam- bandi. Foreldrar Karlottu skildu árið 1982 og í kjölfarið tók móð- ir Karlottu saman við stjúpföður hennar. Karlotta flutti ásamt þeim til Bandaríkjanna árið 1984, þá á níunda ári en hefur ávallt haldið góðu sambandi við föður sinn og aðra ættingja á Íslandi. Snemma á þrítugsaldri kynnt- ist Karlotta eiginmanni sínum, John, og eignuðust þau þrjú börn sem í dag eru 21 árs, 18 ára og 15 ára. Þá á John einnig son af fyrra sambandi sem er 24 ára gam- all og hefur fjölskyldan að sögn Karlottu skapað sér gott líf í Mar- yland-fylki. Sagði strax já Árið 2017 tók Karlotta þá ákvörðun að flytja tímabundið til Akureyrar ásamt dætrum sínum tveimur. Hún vildi vera föður sín- um til halds og trausts. „Pabbi hafði fengið slag þrisvar og heilsu hans hafði hrakað mik- ið. Hann gekkst undir rannsókn- ir á Landspítalanum og það stóð til að leggja hann inn í nokkra mánuði. Þegar hann spurði mig hvort ég vildi koma til Íslands og vera hjá honum í staðinn þá þurfti ég ekki að hugsa mig um. Ég sagði strax já. Hann vildi alls ekki fara á hjúkrunarheimili,“ segir Karlotta en hún segir deilur hafa komið upp innan fjölskyldunnar í kjöl- farið þar sem stjúpsystir henn- ar vildi föður þeirra á hjúkr- unarheimili. Stjúpsystirin hafði jafnframt yfirráð yfir fjármálum hans. Málið rataði fyrir héraðs- dóm þar sem þeirri beiðni var hafnað. „Ég fékk leiguíbúð í bæn- um og pabbi flutti inn til mín og ég hugsaði um hann. Það gekk allt saman mjög vel.“ Grunlaus Í byrjun nóvember síðastliðinn þurfti Karlotta að fljúga aftur til Bandaríkjanna til að láta endur- nýja ökuskírteini sitt. Um leið ætl- aði hún að nýta tækifærið að hitta eiginmanninn og syni sína tvo. „Frændi minn og konan hans voru svo indæl að líta eftir pabba og dætrum mínum á meðan, en ég ætlaði að vera úti í fimm daga.“ Á alþjóðaflugvellinum í Baltimore var henni hins vegar tjáð af fulltrúum Heimavarnar- ráðs Bandaríkjanna (Homeland Security) að dvalarleyfiskort hennar væri útrunnið. Var henni í kjölfarið gert að mæta á fund Landamæraeftirlitsins (ICE) þann 11. desember. „Þarna tóku þeir kortið af mér.“ Þegar Karlotta flutti ásamt fjöl- skyldu sinni til Bandaríkjanna átta ára gömul fékk hún svo- kallað ótímabundið dvalarleyfi (permanent resident alien.) Öfugt við þau kort sem gefin eru út í dag þá er enginn gildistími skráður á þau grænu kort sem gefin voru út á áttunda og níunda áratugnum. Karlotta segir að hana hafi aldrei grunað að það ætti eftir að koma henni í vandræði að vera með eldri útgáfu af kortinu. Hlekkjuð á höndum og fótum Þann 5. desember síðastliðinn flaug Karlotta út til Bandaríkj- anna á ný til að mæta á fund Landamæraeftirlitsins en með í för voru dætur hennar og tvö systk- inabörn sem ætluðu að heim- sækja móður Karlottu og systur hennar. Ætlun þeirra var síðan að fara aftur til Íslands 9. janúar. Á flugvellinum í Baltimore tók hins vegar við martraðarkennd at- burðarás. „Ég var látin að sitja og bíða í hátt í tíu klukkustundir án þess að nokkur yrti á mig eða gerði tilraun til að útskýra hvað væri í gangi. Klukkan átta um kvöldið var mér síðan tilkynnt að það ætti að handtaka mig.“ Karlotta var í kjölfarið hlekkjuð á höndum og fótum og flutt í svo- kallað „detention center“ þar sem hún var látin dvelja næturlangt. „Þegar þangað var komið var far- ið með mig inn í herbergi þar sem ég var látin fara úr öllum fötun- um og standa nakin fyrir framan tvo kvenkyns fangaverði. Því næst var ég látin beygja mig fram fyrir ofan spegil og hósta. Þetta er eins niðurlægjandi og hægt er. Þetta er líka gert í hvert sinn sem fangar koma til baka úr dómhúsinu og eftir að þeir hafa fengið heimsókn- ir.“ Morguninn eftir var Karlotta færð fyrir dómara í dómhúsi borg- arinnar. Henni var tilkynnt að hún væri í haldi fyrir að vera ólögleg í landinu án þess að hafa viðeig- andi skjöl. Ljóst var að það þyrfti að taka mál hennar fyrir í rétti. Þar sem hún var talin vera „ógn“ töldu yfirvöld að halda ætti henni í fang- elsi í stað þess að sleppa henni gegn tryggingu fram að málsmeð- ferð. Karlotta var því næst flutt í Worcester County-fangelsið í Maryland en hluti fangelsisins er ætlaður föngum sem eru í haldi á vegum ICE. „Ég var eina hvíta manneskjan þarna inni, flestar konurnar komu frá Spáni eða Suður-Am- eríku. Margar þeirra eru mæður sem höfðu verið teknar frá ungum börnum sínum. Ég gerði ekkert til að verðskulda það að vera þarna. Ég hef átt heima í Bandaríkjunum í 34 ár, greitt skatta í landinu frá því ég byrjaði að vinna 14 ára gömul og eignast þrjú börn sem öll eru bandarískir ríkisborgarar.“ Ómannúðleg framkoma Karlotta lýsir vægast sagt hörmu- legum aðstæðum í innflytjenda- fangelsinu. „Þetta var eins og að vera dýr í búri. Við vorum oftast læstar inni í klefunum, tvær og tvær saman, og hleypt út nokkrum sinnum yfir daginn og var þá hleypt yfir á annað svæði þar sem er sjónvarp, klósett, nokkrar sturtur og borð þar sem við sátum í matartímum. Það var ekki annað í boði en að gera þarfir sínar og faraí sturtu fyrir framan alla. Þar að auki voru öryggismyndavélar úti um allt.“ Hún segir framkomu starfs- fólksins hafa einkennst af geð- vonsku og hroka. Þetta er vægast sagt mjög ómannúðlegt. Fanga- „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta,“ segir Karlotta Lilo Elchmann, en hún neyddist til að dúsa í hálft ár í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum við vægast sagt ömurlegar aðstæður. Hún kveðst reið og sár yfir framgöngu bandarískra yfirvalda en hún hefur verið búsett þar í landi í meira en tvo áratugi. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Frá Akureyri í innflytjenda- fangelsi í Bandaríkjunum Worcester County-fangelsið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.