Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 40
40 10. ágúst 2018
J
ack Henry Abbott, 58 ára
Bandaríkjamaður, hengdi sig
í fangaklefa sínum, sunnu-
daginn 10. febrúar 2002. Við
sjálfsvígið notaði hann skóreimar
og sængurfatnað.
Abbott þessi var glæpamað-
ur og rithöfundur, sonur banda-
rísks hermanns og kínverskrar
konu. Hann fæddist á herstöð í
Michigan í Bandaríkjunum og
lenti strax barn að aldri upp á kant
við kennara sína. Síðar meir gerð-
ist slíkt hið sama í samskiptum
hans við lögin og 16 ára var hann
sendur til vistar á betrunarskóla.
Ávísanafals
Sagan segir að Abbott hafi fyrir 18
ára aldur varið níu árum á ýmsum
betrunarstofnunum í Utah-fylki.
Eftir að honum var sleppt af þeirri
síðustu gat hann um frjálst höfuð
strokið í um hálft ár. Þá var hann
gripinn glóðvolgur við að falsa
ávísanir og dómurinn sem hann
fékk fyrir vikið þyngdist þremur
árum síðar, 1965.
Þá stakk hann samfanga til
bana og fékk viðbótardóm upp á
þrjú til 21 árs fyrir vikið. Árið 1971
bætti Abbott um betur þega hon-
um tókst að flýja úr fangelsinu og
fremja bankarán í Colorado. Af-
leiðingin var 19 ára dómur til við-
bótar því sem fyrir var.
Bréf Abbotts birt
Á meðan Abbott afplánaði refs-
ingu sína stóð hann í bréfaskrift-
um við rithöfundinn Norman
Mailer. Bréfaskriftir þeirra hófust
árið 1978 en um það leyti var
Mailer að skrifa The Executioner’s
Song, skáldævisögu morðingja að
nafni Gary Gilmore, sem þá hafði
verið sendur yfir móðuna miklu
fyrir glæpi sína.
Mailer virðist hafa hrifist af því
sem Abbott skrifaði í sínum bréf-
um því hann fékk einhver þeirra
birt í hinu virta bókmenntariti
New York Review of Books. Það
markaði síðan upphafið að rithöf-
undarferli Abbotts, en fyrsta bók
hans, In the Belly of the Beast, var
gefin út árið 1982.
Mailer skrifar bréf
Árið 1980 fékk Abbott sitt reglu-
lega tækifæri til að sækja um skil-
orð og þegar þar var komið sögu
reyndist Mailer honum haukur í
horni.
Mailer skrifaði skilorðs-
nefndinni bréf til stuðnings
Abbotts og fór um hann fögr-
um orðum. Ekki aðeins, að sögn
Mailers, var Abbott reiðubúinn til
að hljóta frelsi heldur sagði Mailer
að hann gæti tryggt fanganum
trygga og vellaunaða stöðu í New
York.
Það varð úr að Abbott var veitt
heimild til að dvelja, til reynslu,
á áfangaheimili í New York og
snemma í júní árið 1980 flutti
hann þar inn.
Blekkjandi bók
Bruce nokkur Jackson, hjá Buffalo
Report, fylgdist þónokkuð með
þróun mála þaðan í frá – hann var
ekki upprifinn. Jackson hafði sjálf-
ur staðið í bréfaskriftum við fanga
á dauðadeild. Einn fanganna hafði
lesið In the Belly of the Beast og
sagði í bréfi til Jackson: „Þetta eru
dæmigerð bréf sem einhver innan
fangelsismúra mundi skrifa ein-
hverjum utan þeirra sem veit ekki,
og mun aldrei vita, baun í bala um
fangelsi.“
Umræddur fangi og einhverjir
félagar hans undruðust, að sögn
Jackson, velgengni bókarinnar og
sögðu hana sönnun þess hve auð-
velt væri að blekkja fólk sem lifði í
hinum frjálsa heimi.
Ástmögur í
bókmenntakreðsunum
Nú, þann tíma sem Abbott dvaldi á
áfangaheimilinu var hann ástmög-
ur fólks sem lifði og hrærðist í bók-
menntakreðsum New York. Hann
kom fram í Good Morning America
og var aufúsugestur í fínustu veisl-
unum. Fyrrnefndum Jackson fannst
sem Mailer hefði í Abbott fundið
sinn eigin Gilmore, sitt eigið gælu-
dýr sem hann sýndi í tíma og ótíma.
Abbott þurfti á þessum tíma, um
mitt ár 1980, að halda sig á beinu
brautinni í tvo mánuði. Það reyndist
honum um megn og þegar sex vikur
voru liðnar stakk hann til bana þjón
að nafni Richard Adan. Adan var
þó ekki bara þjónn því hann hafði
einnig verið leikari og leikskáld og
átti framtíðina fyrir sér. Rétt áður en
hann var myrtur hafði La Mama-
-leikhúsið ákveðið að taka fyrsta
verk hans til sýningar.
Sjálfsvorkunn og ásakanir
Án málalenginga var Abbott
18 líkamsárásir er Ísraelinn Elias Abuelazam grunaður um. Árásirnar gerði hann vopnaður hnífi á tímabilinu mars 2009 til ágúst 2010 og flestar í borginni Flint í Michigan í Bandaríkjunum, eða nágrenni
hennar. Fimm manns létust af sárum sínum en fórnarlömbin áttu það sam-
merkt að vera bandarískir karlmenn af afrískum uppruna og frekar væskilslegir
og litlir fyrir menn að sjá. Abuelazam fékk lífstíðardóm, án möguleika á
reynslulausn, í júní árið 2012.
MORÐINGJA HAMPAÐ
n Abbott virtist fyrirmunað að skynja eigin sök n Mærður af Norman Mailer n Elskaður af bókmenntaeítu New York
SAKAMÁL
Norman
Mailer Rithöf-
undurinn tók
Abbott upp á
arma sína.