Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐA
Sandkorn
10. ágúst 2018
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Hálfkveðið hommahatur
G
leðigangan hefur verið
haldin í Reykjavík síðan árið
2000 og tugþúsundir taka
þátt. Sambærilegar göngur
hafa einnig sprottið upp víðs vegar
um land. Samkynhneigðir, tvíkyn-
hneigðir, transfólk, intersexfólk og
fleiri hópar fær sífellt meiri réttindi
og viðurkenningu í samfélaginu
sem er algerlega frábært.
Þetta hefur gerst mjög hratt.
Að vera samkynhneigður var
það sama og að vera pervert fyrir
ekki svo löngu. Óþvingaðar ástir
fullveðja fólks voru eitt sinn glæp-
ur og árið 1924 var Guðmundur
Hofdal dæmdur til fangelsisvistar
fyrir „samræði gegn náttúrulegu
eðli.“
Íslenskt þjóðfélag er á fullri
ferð í rétta átt í þessum efnum og
þetta sést best hjá unga fólkinu
okkar sem kemur fyrr út úr skápn-
um en fólk gerði áður fyrr og það
er óhræddara við að ræða um sína
kynhneigð. Flestum er í raun og
veru sama um hverrar kynhneigð-
ar þessi eða hinn er og það er hið
eðlilega ástand.
En í þessari hraðferð okkar
eru alltaf einhverjir sem missa
af vagninum og sitja eftir. Allt tal
um samkynhneigð og sérstaklega
Gleðigönguna, þegar Reykjavík
er böðuð hýrum regnbogalitum,
ergir. Þá sitja þeir í grámyglunni og
bölva.
„HVAÐ KOSTAR ÖLL SÚ
MÁLNING?“ skrifar Jón Valur
Jensson, guðfræðingur og fram-
bjóðandi Íslensku þjóðfylkingar-
innar, á Facebook-síðu sinni um
regnbogamálningu Hinsegindaga.
„HVERJIR BORGA? HVERJUM
kemur þetta yfirhöfuð að GAGNI.“
Eins og við vitum öll þá eru skrif-
aðir hástafir ígildi öskurs. Í sama
pistli baunar hann á það að Sam-
tökin ’78 fái að kenna börnum
hinseginfræði. „OG HVERJIR
BORGA ÞETTA? VIÐ, gagnkyn-
hneigðir foreldrar!!!“
Gústaf Níelsson sagnfræðingur,
sem einnig var á mála hjá þjóðfylk-
ingunni, talar á svipuðum nótum
á Facebook. Birtir hann mynd úr
mótmælum gegn Trump þar sem
fólk er skrautlega klætt og spyr:
„Er þessi mannskapur að fara að
ganga um Reykjavík um helgina?
Það er gott að vera í smábæ á
Spáni. Við lifum sérstaka tíma svo
Drífa verður forseti
Það er frostavetur framundan í
kjaraviðræðum. Öðrum megin
samningaborðsins verða rót-
tæklingar sem vilja launahækk-
anir upp á tugi prósenta ef það
á ekki að fara í langt verkfall,
sem mun óneitanlega enda
með ósköpum
og lagasetn-
ingum. Hinum
megin borðsins
verður fína
fólkið sem gæti
ekki lifað einn
mánuð á laun-
um leikskólakennara og skil-
ur ekki að það sjálft ber fulla
ábyrgð á ástandinu í dag.
Fína fólkið verður stíft í sinni
afstöðu að leyfa engum að tala
um krónutöluhækkanir eða
fá afturvirkar launahækkanir í
takt við þær sem efsta lag sam-
félagsins fékk um árið.
Róttæklingarnir munu alltaf
tapa, kerfið er gírað í átt að pró-
sentuhækkunum og ef þeir ná
sínu fram verður þeim kennt
um verðbólgu og minnkun á
samkeppnishæfni.
Það eina sem róttæklingarn-
ir hafa er samstaða, nú undir
óbeinni forystu Gunnars Smára
Egilssonar. Gunnar Smári hef-
ur nú gefið Drífu Snædal grænt
ljós á að verða forseti ASÍ, það
þýðir bara eitt, hún verður
næsti forseti ASÍ.
Spurning vikunnar Á að kenna kristinfræði í grunnskólum?
„Það á að kenna trúarbragðafræði og kristinfræði þar
undir.“
Anna Ragnarsdóttir
„Nei, mér finnst alveg óþarfi að kristinfræði séu kennd
en ég hef ekkert á móti trúarbragðafræðum.“
Snorri Stefánsson
„Mér finnst að það eigi að kenna um öll trúarbrögð í
grunnskólum.“
Lilja Rut Bjarnadóttir
„Já, mér finnst það. Að kenna siðferði.“
Helgi Sigurbjartsson
BLEIKT
Gerðardómur skipaður í ljósmæðradeilu
Höfundur: Konráð Jónsson Teiknari: Guðfinna Berg
„Ham-
borgari,
hamborgari,
hamborgari.
Hamborgarabúlla
Tómasar. Punktur is.
Launasetning
ljósmæðra skal taka
mið af því að fólki finnst
yfirleitt mikilvægt að
manneskjan sem tekur
á móti barninu þeirra
sé mjög hæf til þess.
Punktur is.
Vatnskassar í flestar
gerðir bíla og
vinnuvéla. Stjörnu-
blikk-Vatns-
kassalagerinn,
stjornublikk
punktur
is.“
Stjórar og forstöðumenn
Vegagerðin móðgaðist nokkuð
þegar blaðamaður Frétta-
blaðsins sagði að það ætti að
flengja alla yfirmenn í Vega-
gerðinni eða reka þá. G. Pétur
Matthíasson upplýsingafulltrúi
skrifaði á móti að þetta hlyti að
vera kaldhæðni þar sem margt
hefði áunnist á síðustu árum
í að bæta okkar 13 þúsund
kílómetra langa vegakerfi.
Margir eru þó á þeirri skoðun
að gera megi mun betur, bæði
hjá Vegagerðinni og af hálfu
fjárveitingarvaldsins. Það tæki
líka dágóðan tíma að flengja
alla yfirmenn Vegagerðarinnar,
þar starfa rúmlega 300 starfs-
menn, 105 eru skráðir á vef
Vegagerðarinnar, þar af eru 43
„stjórar“ og 13 „forstöðumenn“.
Leiðari
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
ekki sé meira sagt.“ Uppsker hann
kátínu og klapp frá vinum sínum
sem einnig misstu af vagninum.
Gylfi Ægisson lætur ekki sitt
eftir liggja og birtir háðsmyndir
af gleðigöngufólki en hann er
reynslubolti í að bauna á Gleði-
gönguna og hinsegin fólk í hálf-
kveðnum vísum.
Á að vorkenna eða hlæja að
fólkinu sem sat eftir? Fólkinu sem
þorir ekki að koma út úr sínum
skáp og segja einfaldlega: „Ég hata
samkynhneigða“. Þess í stað not-
ar það krókaleiðir og segir setn-
ingar sem byrja á „Ég hef ekkert á
móti samkynhneigðum en …“ Hat-
rið skín í gegn og er öllum augljóst
en þessar hálfkveðnu vísur gefa
til kynna að það viti innst inni að
skoðanir þeirra séu gamaldags og
úreltar. n