Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 36
36 10. águst 2018 Í skjóli myrkurs var Berlínar- múrinn, Berliner Mauer á þýsku, reistur aðfaranótt 13. ágúst 1961. Hann skipti Berlín í tvennt og þar með Þýskalandi í tvennt, Austur- og Vestur-Þýska- land. Markmiðið með byggingu múrsins var að koma í veg fyrir að óánægðir íbúar Austur-Þýska- lands gætu flúið til vesturs. Þegar hann féll þann 9. nóvember 1989 gerðist það nær jafn skyndilega og þegar hann reis. Í 28 ár hafði múrinn verið eitt helsta tákn kalda stríðsins og járntjalds- ins sem skildi að hina sovésku Austur-Evrópu og lýðræðisríkin í vestri. Að síðari heimsstyrjöldinni lokinni skiptu sigurvegarar stríðsins, Bandamenn, hinu sigr- aða Þýskalandi í fjögur svæði. Á Potsdam-ráðstefnunni var sam- þykkt að Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Sovétríkin fengju eitt svæði hvert í sinn hlut. Sömu aðferð var beitt við höfuðborg Þýskalands, Berlín. En samband Sovétríkjanna annars vegar og hinn þriggja ríkj- anna hins vegar versnaði hratt og í stað samvinnu um hið her- setna Þýskaland tók við keppni og deilur. Eitt þekktasta dæmið er herkvíin sem Sovétríkin settu á Vestur-Berlín í júní 1948 en þá var lokað fyrir alla birgðaflutn- inga til og frá borginni. Þetta leystu Bandamenn með loftbrú og herkvíin féll um sjálfa sig. Í upphafi var rætt um að sam- eina Þýskaland en í kjölfar versn- andi samskipta Sovétríkjanna og hinna þriggja ríkjanna snerist þetta fljótlega upp í Vestur-Þýska- land gegn Austur-Þýskalandi og lýðræði gegn kommúnisma. Þetta varð opinbert 1949 þegar svæðin sem Bandaríkin, Bret- land og Frakkland réðu yfir urðu að Vestur-Þýskalandi og svæði Sovétmanna að Austur-Þýska- landi. Sama átti við í Berlín en borgin var algjörlega á yfirráða- svæði Sovétmanna svo Vestur- -Berlín varð að einhvers konar eyju í Austur-Þýskalandi komm- únista. Mikill efnahagslegur munur Á skömmum tíma varð mikill munur á lífskjörum í austur- og vesturhlutanum. Í Vestur-Þýska- landi var tekið upp kapítal ískt hagkerfi og hagvöxtur varð mik- ill. Ef fólk var tilbúið til að vinna gat það lifað góðu lífi, keypt sér ýmislegt sem hugurinn girntist og ferðast. Í austurhlutanum var staðan allt önnur. Sovét- menn höfðu litið á hann sem herfang og höfðu flutt vélar og tæki og önnur verðmæti heim til Sovétríkjanna. Þegar Austur- -Þýskaland varð ríki 1949 var það nánast undir beinni stjórn Sovét- manna og kommúnísku stjórnar- fyrirkomulagi var komið á. Efna- hagurinn náði sér ekki á strik og frelsi fólks var mjög takmarkað. Þegar kom fram á 1952 var Austur-Þýskaland eiginlega orðið að virki, ekki til að halda óvinum úti heldur til að halda íbúunum inni. Fólk flúði í stríð- um straumum yfir til vesturs. En í Vestur-Berlín var enn opið á milli austur- og vesturhlutans. Fólk streymdi því þangað og yfir landamærin til vesturhlutans. Sumir voru stoppaðir en mörg hundruð þúsund manns tókst að komast til vesturs. Flogið var með fólkið til Vestur-Þýskalands. Margir flóttamannanna voru ungt fólk með góða menntun og í upphafi sjöunda áratugarins var austurhlutinn að missa vinnuafl og íbúa á miklum hraða. Talið er að frá 1949 til 1961 hafi 2,7 millj- ónir flúið austurhlutann til vest- urs. Til að stöðva þennan flótta var gripið til þess ráðs að loka fyrir auðvelt aðgengi fólks að vestur- hluta Berlínar. Í kjölfar frægra orða Walters Ulbricht, formanns ríkisráðs Austur-Þýskalands, 1961, „Niem- and hat die Absicht, eine Mauer zu errichten.“ (Enginn ætlaði að reisa múr), jókst straumurinn til vesturs og næstu tvo mánuði fóru um 20.000 manns yfir til vestur- hlutans. Orðrómur var uppi um að eitthvað ætti að gerast á TÍMAVÉLIN Kópavogsbraut 115 / 200 Kópavogur / s. 844 1145 Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is REISTUR Í SKJÓLI MYRKURS – RIFINN NIÐUR Í KASTLJÓSI HEIMSPRESSUNNAR n Ris og fall Berlínarmúrsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.