Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 29
FÓLK - VIÐTAL 2910. ágúst 2018 Eitt mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir faratækja ALLIR ÚT AÐ HJÓLA MEÐ TUDOR Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Bíldshöfða 12 577 1515 / skorri.is TUDOR n Hlekkjuð á höndum og fótum n „Eins og að vera dýr í búri“ n Upplifði ofbeldi, áreitni og niðurlægingu„Ég fékk verkjakast þarna inni, var sárkvalin og maginn bólgnaði upp, en samt var mér neitað um að fara á sjúkrahús. verðirnir voru mjög kuldalegir og andstyggilegir og svöruðu öllum spurningum með hroka og yfir- gangi. Þeir neituðu föngum um smávægilega hluti eins og klósett- pappír. Oft kom fyrir að það var ekkert rennandi vatn, þannig að það var ekki einu sinni hægt að fara á klósettið. Það var nær aldrei heitt vatn í sturtunum og matur- inn var algjörlega óætur, stundum myglaður. Ég er með ofnæmi fyrir sjávarréttum en oft voru í boði túnfisksamlokur eða fiskibuff.“ Hún segir aðgengi að heilbrigð- isþjónustu einnig hafa verið afar lélegt. „Ég er með nýrnavanda- mál sem veldur því að það mynd- ast of mikið kalsíum í þvaginu og þar af leiðandi fæ ég rosalega oft nýrnasteina, allt upp í 10 sinnum í mánuði. Verkurinn sem fylgir þessu er ólýsanlegur og ég hef þurft að gangast undir nokkrar aðgerð- ir vegna þessa. Ég fékk verkjak- ast þarna inni, var sárkvalin og maginn bólgnaði upp, en samt var mér neitað um að fara á sjúkrahús og þurfti sjálft að að losa mig við steinana. Ég geymdi þá í umslagi til að geta afhent þá lækni síðar meir, þar sem það þarf að greina þá og mæla stærðina. Nokkrum dögum síðar var gerð leit í fang- elsinu, ruðst inn í alla klefa og öllu snúið í hvolf. Steinarnir voru þá gerðir upptækir þar sem þeir voru taldir vera smyglvarningur.“ Karlotta segir verðina hafa tekið því mjög illa þegar hún kom öðrum föngum til aðstoðar og benti þeim á hvernig kerfið virkaði í Ameríku. „Ég vissi meira um innflytj- endalög en aðrir fangar og gat þar af leiðandi leiðbeint öðrum og sagt þeim hver réttindi þeirra væru. Verðirnir urðu reiðir þegar þeir komust að því og bönnuðu mér að tala um þessa hluti við hina fang- ana. Ég svaraði því einfaldlega að þeir hefðu engan rétt á því. Einangrun í fimm sólarhringa Karlotta segist einnig hafa þurft að sæta áreiti og ofbeldi af hálfu annarra fanga. „Í eitt skipti réðst stúlka frá Jamaíku á mig og barði með þeim hætti að ég varð að verja mig. Frá Akureyri í innflytjenda- fangelsi í Bandaríkjunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.