Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 4
4 10. ágúst 2018FRÉTTIR
geirsgötu 8 / s. 553 1500
Sumartilboð
Sægreifans
Humarsúpa, brauð &
ískaldur gull á 2.000 kr
Þ
að er óhætt að segja að
dagurinn 17. júní í fyrra-
sumar hafi reynst Guðbjarti
Hólm Ólafssyni örlagaríkur,
en þá var sveitabær í hans eigu á
Kjalarnesinu lagður í rúst sem og
flest allt sem á lóðinni stóð.
Húsið var á sölu og verðlagt á
120 milljónir króna þegar atvikið
átti sér stað og nam tjónið um tólf
til fimmtán milljónum með öllu
innbúi að sögn Guðbjarts. Í kostn-
aðarútreikningum er aftur á móti
ekki gert ráð fyrir með viðgerðum á
raflögnum og tjóninu á bifreiðum á
svæðinu.
„Ég fékk þetta hús í arf þegar
pabbi minn dó árið 2014,“ segir
hann. „Það var hann sem keypti
þetta og byggði þetta upp, nán-
ast frá grunni. Mér finnst rosalega
sárt að einhver skuli níðast á eigum
látins manns.“
Að sögn Guðbjarts átti þurfti
hann að fara til útlanda vegna veik-
inda sem hann gat ekki frestað
þegar skemmdirnar voru unnar, en
hann fullyrðir að verknaðurinn hafi
trúlega tekið margar klukkustundir
miðað við umfang innbrotsins.
„Þetta voru eins og náttúruhamfar-
ir. Hreint ógeðslegt,“ segir hann og
útilokar ekki að skemmdarvargur-
inn, hvort sem hann hafi verið einn
eða með fleirum, hafi verið haldinn
öfundsýki, því allt hafi verið lagt í
rúst, en engu stolið.
Lítil viðbrögð frá lögreglu
„Ljósið í loftinu, ljósaperurnar, eld-
húsinnréttingin, allir skápar, hurð-
irnar, blöndunartæki, eldhúskran-
inn, allar myndir, öll herbergi, öll
glös, allt brotið, allt í rúst,“ segir
Guðbjartur. „Þetta er búið að eyði-
leggja allt mitt líf,“ bætir hann við.
„Þetta eyðilagði sambandið milli
mín og barnsmóður minnar auk
þess að fara illa með vinskapinn á
milli mín og félaga minna. Ástæðan
er sú að þetta fór svo með mig og
ég veit ekki hverjir standa á bak við
þetta. Fólk getur verið vinir manns
en síðan orðið hið andstyggilegasta
þegar maður snýr við því bakinu.“
Guðbjartur segist hafa ekki feng-
ið mikil viðbrögð frá lögreglu þegar
hann tilkynnti þetta á sínum tíma.
„Lögreglan vildi ekkert gera, mér
var bent á að fá mér lögfræðing en
það náði aldrei lengra,“ segir hann.
„Svo var mér sagt að fólk færi ekki
í fangelsi fyrir svona tjón, heldur
aðallega líkamsárásir, fíkniefna-
mál, fjárhagssvik eða þess háttar.
Ég er í rauninni ennþá reiðari yfir
Ford Econoline sem var eyðilagður
þarna fyrir utan og kveikt í.“n
„Þetta voru
eins og
náttúruhamfarir.
Hreint ógeðslegt.
Sveitabær lagður í rúst á Kjalarnesi:
„ÞETTA ER BÚIÐ AÐ EYÐILEGGJA ALLT MITT LÍF“
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
Það er
staðreynd að …
Ef þú þjáist af Onomatofóbíu ertu
gífurlega hrædd/ur við að heyra ákveðin
nöfn eða orð.
Fegurðardísin Marilyn Monroe var með sex
tær á vinstri fæti.
Fjarlægðin
á milli
yfirborðs og
miðju jarðar
er rúmlega
6 þúsund
kílómetrar.
Tvær milljónir smá-
maura eru í rúminu
þínu.
Hver er
hún
n Hún er fædd árið
1956 og ólst upp í
Arnarholti á Kjalarnesi.
n Hún var í tónlistar-
skóla þar sem hún lærði
á píanó.
n Hún sótti um í tónmennta-
kennaradeild Tónlistarskólans í
Rekjavík og þar hóf hún nám aðeins
17 ára gömul.
n Hún bjó í London í átta ár.
n Hún gaf út sólóplöturnar
Rombigy og Baby.
SVAR: RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR
Það eru engir fiskar í
Dauðahafinu.