Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Side 2
2 16. nóvember 2018FRÉTTIR F yrir tíu árum birti DV frétt um samband Davíðs Odds- sonar við nágrannaköttinn Eldibrand. Kötturinn átti að vera í megrun en Davíð var sífellt að skemma fyrir með því að gauka að honum góðgæti. Eigandinn, Garðar Árni Garðarsson, sem var átta ára þá, greindi DV frá því að Eldibrandur hefði látist nú í sum- ar. Sjálfur er Garðar gallharður Sjálfstæðismaður og útilokar ekki feril í stjórnmálum. Skemmdi megrunina „Davíð og Eldibrandur áttu mjög skemmtilegt samband. Eldibrand- ur var mjög sjálfstæður köttur og leitaði mikið í Davíð. Davíð var líka duglegur að gefa honum að borða“ segir Garðar Árni í samtali við DV. Fyrir tíu árum birti DV frétt um pattaralega skógarköttinn Eldi- brand sem bjó í Skerjafirðinum. Bar fréttin titilinn „Besti vinur Davíðs.“ Garðar Árni og móðir hans, Margrét Birna Garðarsdóttir, voru eigendur þessa glæsilega eðalkattar sem var innfluttur frá Noregi. Fullt nafn kattarins var Aliosha’s Eldibrand Fortransson og var hann ættfaðir margra hrein- ræktaðra skógarkatta. Eldibrandur var vinsæll sýn- ingarköttur, vel þekktur í brans- anum og með mikla sögu. Kettir hugsa vitaskuld meira um hið ljúfa líf frekar en að halda sér flottum fyrir sýningar. Til að halda Eldi- brandi glæsilegum og grönnum var hann settur í heilsuátak. En þá kynntist hann Davíð Odds- syni, hinum mikla kattavini. Eldibrandur fór að venja komur sínar heim til Davíðs sem færði honum dýrindis gúmmelaði og harðfisk. Var það ólíkt meira freistandi en heilsufæðið sem boðið var upp á heima fyrir. Einnig mjög fitandi. Hvernig gekk megrunin á þess- um tíma? „Tja, það gekk svona brösug- lega. Hann var mjög duglegur að fara í mat til fólks og Davíð er alltaf með mat fyrir utan hjá sér. Oft leynist eitthvað girnilegt þar,“ segir Garðar. Féll frá eftir erfið veikindi Eldibrandur klagaði óspart í Davíð og konu hans, Ástríði Thorarensen. Var hann því farinn að fá harðfisk í hvert mál og var tíður gestur á heimili þeirra. „Það er engin kreppa hjá Eldi- brandi,“ sagði Margrét Birna við DV á sínum tíma en þá var banka- hrunið skollið á með miklum þunga. Sagði hún Davíð eiga tvo dygga stuðningsmenn á heim- ilinu, Eldibrand og hinn átta ára Garðar. „Þeir tveir styðja Davíð fram í rauðan dauðann. Það má ekki hall- mæla Davíð í þeirra eyru.“ Eldibrandur var ekki eini kötturinn sem naut góðs af kattaást Davíðs og frúar. Hafa fjölmargir kettir Skerjafjarð- ar verið þar aufúsugestir í langan tíma. Í miðju hruni þegar Davíð sigldi ólgusjó í Seðlabankanum gat hann alltaf treyst á stuðning katt- anna. Garðar og Davíð eru enn nágrannar. Garðar seg- ir hins vegar að Eldibrandur sé ekki leng- ur meðal okk- ar en þeir voru jafnaldrar. „Því miður féll Eldibrand- ur frá núna í sumar eftir erfið veikindi. Hann náði þó 18 ára aldri.“ Um tíma var Eldibrandur í fóstri hjá Davíð og Ástríði á með- an viðhald fór fram á húsi Mar- grétar. Reyndi hann þá alltaf að sofa uppi í hjá þeim hjónum. Eftir að þau tóku að sér flækingsgrey mátti Eldibrandur ekki vera inni við lengur. Fótar sig í flokknum Sjálfur fer Garðar Árni ekki leynt með það að hann er gallharður Sjálfstæðismaður. Tekur hann virkan þátt í ungliðastarfi flokks- ins. „Jújú, ég er Sjálfstæðismaður. Það getur vel verið að Davíð hafi haft einhver áhrif á það. Ég leit að minnsta kosti mikið upp til hans þegar ég var lítill“ segir Garðar og brosir. Kemur stjórnmálaferill til greina í framtíðinni? „Það getur alveg vel verið. Mað- ur heldur öllum möguleikum opn- um. Ég byrja alla vega ferilinn með stjórnarsæti í Heimdalli.“ n Hallur Hallsson Hallur starfaði áður sem blaðamaður og er nú reglulegur gestur hjá Útvarpi Sögu. Hann hefur farið mikinn undanfarið og til dæmis leitt fjöldafund til stuðnings Tommy Robinson fyrir utan breska sendiráðið. Hallur er guðsmað- ur mikill og hefur harðlega gagnrýnt íslam, kommúnisma, fjölmenningu og RÚV. Allt ætti þetta að falla hlustendum Útvarps Sögu vel í geð. Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir Almennt séð myndu hlustendur Útvarps Sögu frekar vilja karlmann sem forseta. En ef kona yrði fyrir valinu væri Sveinbjörg Birna álitlegur kostur. Sveinbjörg sló í gegn þegar hún baunaði á moskubyggingu í aðdraganda borgar- stjórnarkosninganna vorið 2014. Hún fékk hins vegar ekki framgang í vor í nýju framboði. Í öðru sæti var Edith Alvarsdóttir, útvarpskona á Sögu. forsetar Útvarps Sögu Nýleg könnun á vef Útvarps Sögu sýndi að mikill meirihluti hlustenda vill ekki að Guðni Th. Jóhannesson verði endurkjörinn í embætti forseta Íslands. Þetta er nokkuð á skjön við skoðun almennings í landinu sem virðist heillaður af einlægni og látleysi forsetahjónanna. Um 78 prósent hlustenda Útvarps Sögu vilja ann- an frambjóðanda. Hér eru nokkrir ákjósanlegir. Guðmundur Franklín Jónsson Gúndi er með for- setann í maganum. Í mars árið 2016 boðaði hann framboð sitt til forseta en dró það til baka mánuði síðar eftir að Ólafur Ragnar hætti við að hætta. Guðmundur, sem áður var formaður Hægri grænna, rekur hótel í Danmörku. Þaðan hringir hann reglulega í Arnþrúði og deilir visku sinni um heimsfrétt- irnar. Davíð Oddsson Varla þarf að rekja feril og hæfni Davíðs Oddssonar til að gegna embætti forseta. Hefur hann gegnt flestum öðrum æðstu embættum landsins ef undan er skilinn biskupsstóllinn. Davíð fór eins og frægt er orðið í framboð vorið 2016. Fékk hann hins vegar rækilega á baukinn og endaði í fjórða sæti með aðeins 13,7 prósent atkvæða. Allt frá hlustendum Útvarps Sögu. Sturla Jónsson Sturla er óskafram- bjóðandi hlustenda Útvarps Sögu eins og kom fram í vefkönnun fyrir forsetakosn- ingarnar árið 2016. Þá hlaut hann 41 prósents fylgi. Til saman- burðar þá fékk Guðni aðeins tæp 14 prósent. Sturla hefur ekki jafn öfgafullar skoðanir og margir hlustenda Útvarps Sögu. En hann er alþýðlegur maður, sannkallað salt jarðarinnar, með hug- myndaauðgi og sterka réttlætiskennd. Á þessum degi, 16. nóvember 1272 – Játvarður prins verður konungur Englands í kjölfar dauða Hinriks III. Prinsinn er þá fjarri heimaströndum, á kafi í 9. krossferðinni, og enn eiga eftir að líða tvö ár þar til hann snýr heim til Englands og tekur við krúnunni. Síðustu orðin „Hví ekki það? Hún til- heyrir, hvað sem öðru líður, honum.“ – Charlie Chaplin (16. apríl 1889–25. desember 1977) er sagð- ur hafa sagt þetta þegar prestur veitti honum síðasta sakramentið og sagði: Megi Guð vera sálu þinni náðugur. 1849 – Níutíu prestar sem voru byltingarsinnum andsnúnir í frönsku byltingunni eru teknir af lífi. Þeim var drekkt í borginni Nantes líkt og fjölda annarra sem reyndust byltingaröflum óþægur ljár í þúfu. 1855 – David Livingstone series fyrstur Evrópubúa Viktoríufossana á mörkum Sambíu og Simbabve. 1849 – Rússneskur dómstóll dæmir rit- höfundinn Fjodor Dostojevskí til dauða fyrir tengsl við róttækan félagsskap og aðgerðir honum tengdar. Dómnum er síðar breytt í þrælkunarvinnu. 1940 – Nasistar einangra Varsjár- gettóið í Póllandi frá umheiminum. 1990 – Poppdúettinn Milli Vanilli er sviptur Grammy-verðlaunum eftir að í ljós kemur að dúettinn kom ekki nálægt söng á plötunni Girl You Know It’s True. Íhlaupasöngvarar sáu um allan söng. Garðar Árni Virkur í ung- liðastarfi Sjálf- stæðisflokksins. Garðar og Eldibrandur DV 21. nóvember 2008. Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá n Skemmdi megrunina n Litu báðir upp til Davíðs„Eldibrandur var mjög sjálfstæður köttur og leitaði mikið í Davíð. Davíð var líka dug- legur að gefa honum að borða. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.