Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Page 22
22 FÓLK - VIÐTAL 16. nóvember 2018 meiri hefð fyrir því að liðið vinni, það er krafa um að við vinnum alla leiki sem við spilum. Það er það sem leikmenn elska, þegar þú vinnur þá gefur það meira, það er sætara þegar pressan er meiri. Það skiptir ekki máli hvort við séum að spila gegn bestu eða slökustu liðunum, það er krafa á sigur, alltaf.“ Mættu bara í landsleiki til að vera með Frá því Gylfi hóf vegferð sína með landsliðinu hefur margt breyst. Liðið hefur farið á tvö stórmót. Blaða- manni leikur forvitni á að vita hvað hafi breyst? „Hugarfarið, fyrst og fremst,“ svarar Gylfi. „Það verða einhverjir ósammála sem lesa þetta, en hugar- farið var ekkert sérstakt. Það voru allir mættir til að mæta, aðeins til að vera með. Það er allt öðruvísi að mæta núna, sérstaklega undir stjórn Lagerbäck og Heimis. Þá mættu menn í leiki til að vinna þá, það var ekkert að trufla okkur. Menn gerðu allt til þess að vinna næsta leik, við ætluðum okkur á stórmót. Ég var ungur og nýlega mættur inn í liðið árið 2010, markmiðið hefur verið síðustu ár að komast í fremstu röð, það eru allt aðrir hlutir sem við höf- um einblínt á en áður og markmið okkar allra var og er að komast inn á stórmót í hverri riðlakeppni.“ Tók svefntöflu en sofnaði ekki Í sumar tók íslenska landsliðið þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Gylfi var þar eins og svo oft áður í lykilhlutverki. Í leik á móti Níger- íu varð Gylfi fyrir áfalli. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir og skammt til leiksloka þegar dómar- inn dæmdi vítaspyrnu. Gylfi tók sér stöðu á vítapunktinum, þjóðin hélt niðri í sér andanum og eygði von að komast aftur inn í leikinn, en Gylfi skaut yfir markið. Það tók á, en Gylfi hefur unnið úr því. „Ég tók svefntöflu og sofnaði ekki, þetta var ansi erfitt. Þegar maður stígur fram og tekur víti, þá veit maður að það eru tveir möguleik- ar; maður skorar eða klikkar. Þetta er þannig séð þér að kenna, það er skrýtið að segja það núna, því það var ekkert jákvætt við að klúðra þessu. Í dag finnst mér samt að ég hafi lært mikið af þessu, ég sé and- lega sterkari. Það var ekki auðvelt að horfast í augu við þetta svona rétt á eftir, ég vissi að flestir í heiminum sem fylgjast með fótbolta, væru að horfa. Augnablikið að koma okkur aftur inn í leikinn, við hefðum átt frá- bæran séns á að setja pressu á það í lokin.“ Meistarakokkur í eldhúsinu Óhætt er að fullyrða að Gylfi hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að ná á toppinn. Hann borðar eins hollan mat og kostur er. Þá hjálpar að Alexandra Helga, unnusta Gylfa, hefur mikla ástríðu fyrir elda- mennsku. „Ég hef alltaf verið meðvitaður um hvað ég er að borða. Eftir leiki borða ég bara það sem ég vil, maður er að fylla á tankinn eftir leiki. Ég fylgist með því í gegnum vikuna, þetta er orðinn vani, sérstaklega þegar maður er með alvöru kokk í eldhúsinu. Hún hefur meira en gam- an af þessu, hún er að taka diplómu í náttúrulegri eldamennsku. Hún er það góð að hún gæti leikandi starf- að sem kokkur á vinsælum veitinga- stað,“ segir Gylfi og bætir við: „Ég er aldrei að fara í vegan, ég borða mikið af kjúklingi og fiski en ég hef minkað að borða rautt kjöt. Ég get alveg fengið mér steik og geri það ef farið er á þannig stað. Ég reyni að borða eitthvað sem gefur mér orku, ekki eitthvað sem fyllir mann „átvisku- biti“ eftir á.“ Drekkur ekki Gylfi hefur aldrei neytt áfengis. Það hefur hvarflað að honum að fá sér glas af rauðvíni en það hefur ekki gerst enn. „Ég hef alveg hugsað í það síðustu ár hvort ég ætti að fá sér glas af rauð- víni, prófa það með mat,“ segir Gylfi. „Ég held að það sé hundrað pró- sent öruggt að þetta hefur hjálpað mér, að neyta ekki áfengis. Meiðslin eru færri og þegar þú drekkur þá leitar þú meira út. Þegar ég var ung- ur, þá hjálpaði það mér að leita ekki í áfengi. Ég hef, 7, 9, 13, verið hepp- inn með vöðvameiðsli í gegnum tíð- ina og þetta er held ég ein af ástæð- um þess. Ég er ekki sá fljótasti og slepp við þannig meiðsli og að hafa ekki drukkið áfengi hefur örugglega hjálpað. Það er allt í lagi að vera í kringum fólk sem er drukkið en það er ekki gaman þegar fólk er orðið of fullt, ég er yfirleitt sá eini sem er edrú en ég leita ekki mikið niður í bæ.“ Reynir að koma peningum sínum vel fyrir Ekkert leyndarmál er að Gylfi er vel launaður. Fjárfestingar hans hafa oft ratað í fréttir. Ferillinn er stuttur og því skiptir máli að fara vel með peninga. Hann segir að umræða um hvað hann geri við peningana nái ekki til hans. „Þetta slær mig ekk- ert þannig, þetta hefur verið í gangi lengi, frá því að ég fór til Hoffen- heim,“ segir Gylfi. „Það vita allir að það er vel borgað að spila fótbolta. Þetta er eitthvað sem fylgir því. Ég held að íslenskir fjölmiðlar séu mjög sanngjarnir. Sérstaklega við okkur fótboltamenn, það er jákvæðni í okkar garð, ég get ekki sett mikið út á umfjöllun um mína hagi. Hvort það komi fólki við eða ekki, ég hef Útifuglafóður Mikið úrval, gott verð Smáratorg · Bíldshöfði · Grandi · Hafnarörður Fimm þjálfarar í atvinnumennsku: Brendan Rodgers: Frábær, mjög góður í mannlegum sam- skiptum. Hann vildi alltaf fullkomnun á hverri einustu æfingu, harður þar en strax eftir æfingu mjög hress, alltaf klár í að spjalla við alla. Geggjaðar æfingar og gam- an að spila fyrir hann, mjög góður þjálfari. Andre-Villas-Boas: Mjög fínn karl, allt öðruvísi en Rodgers sem dæmi. Hann var mjög ungur þegar hann var með Tottenham, þegar horft er til aldurs þjálfara. Var mjög góður þjálfari. Paul Clement: Geggjaður, einn af betri þjálfurum sem ég hef haft. Það er ástæða fyrir því að Carlo Ancelotti hefur tekið hann með sér út um allt, geggjaður þjálfari og geggjuð persóna, ég tala enn þá við hann í dag. Það er ekkert slæmt um hann að segja, bara jákvætt. Sam Allardyce: Það er mjög skemmtilegt að spila fyrir hann, skemmtilegur karl en stundum sérstakur. Hann veit hvað þarf að gera til að sækja nógu mikið af stigum til að halda sér í deildinni, margir segja að hann spili ekki skemmtilegan fótbolta. Það eru leikmennirnir sem spila inni á vellinum, varnarlega þá gerir hann lið betri. Með mikla reynslu. Mauricio Pochettino: Það var gríðarlega erfið ákvörðun að vera kominn til liðs eins og Tottenham og með nýjan stjóra í Pochettino, sem er frábær stjóri. Það var ekki auðveld ákvörðun að fara aftur til Swansea. Ég náði alltaf vel til Pochettino og talaða mikið við hann þegar við spilum við Spurs, hann vildi ekki losna við mig. Ég var á þeim aldri að mig langaði spila fótbolta í hverri viku og Swansea bauð mér það. Fimm samherjar úr atvinnumennsku: Gareth Bale: Hann var í ruglinu, hann er með ótrúlegan vinstri fót. Fljótur og sterkur, allt sem toppleikmaður þarf. Hann er búinn að ná gríðarlega langt, hann hefur höndlað pressuna sem fylgir því að spila með Real Madrid, hún er mikil. Roberto Firmino: Hann var mjög ungur, hann hefur breyst eitthvað í dag. Hann talaði ekki mikla ensku, mjög flott að sjá hversu langt hann hefur náð. Wayne Rooney: Geggjað að fá að spila með honum, leik- maður sem maður horfði á þegar maður var yngri. Var í United-liði sem maður fylgdist með og hélt með. Heiður að spila með honum, geggjað að fá að spila með honum og kynnast því hvernig hann er innan sem utan vallar. Emmanuel Adebayor: Svakalegur leikmaður, þegar hann er upp á sitt besta, þá er ekki hægt að stöðva hann. Stór, sterkur og fljótur. Getur skorað mörk af öllum gerðum; skot, skallar og hvað sem það er. Hefur átt sturlaðan feril. Harry Kane: Svakaleg breyting á honum frá því að hann var að koma upp hjá Totten- ham. Í dag er hann bara félagið, hann stjórnar því liði. Við erum í fínu sambandi í dag, toppgaur, við spil- uðum oft golf saman og gerum enn. Hann er með Tottenham á herðum sér og enska landsliðið í raun líka, ef þú horfir á hann þá myndir þú ekki halda að hann væri einn sá besti í heimi. Klárar vel og heldur boltanum vel, tímasetningar á hlaupum er hann með á hreinu. Alltaf á réttum stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.