Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 4
2 6. júlí 2018FRÉTTIR Á þessum degi, 6. júlí 1189 - Var Ríkharður ljónshjarta krýnd- ur konungur Englands. 1946 Tóku Íslendingar yfir Reykjavíkur- flugvöll af Bretum við hátíðlega athöfn. 1954 Urðu flóð og skriðuföll á Norður- landi eftir stórrigningar. Í Norðurárdal urðu jarðirnar Ytrai-Kot og Fremra-Kot illa úti. 1958 Sundkappinn Eyjólfur Jónsson synti frá Reykjavík til Akranes. Var Eyjólfur 13 tíma að synda þessa 22 kílómetra leið. Fædd þennan dag: 1907 – Frida Kahlo, listakona 1946 – George W. Bush, 43. forseti Bandaríkjanna. 1946 – Sylvester Stallone, leikari. 1951 – Magnús Kjartansson, tónlist- armaður. 1955 – Sigurður Sigurjónsson, leikari. sem gætu tekið við af Heimi Hallgríms Heimir Hallgrímsson landsliðs- þjálfari liggur nú undir feldi og veltir fyrir sér framtíð sinni. Heimir er rétti maðurinn til að halda utan um strákana okkar og komast í lokakeppni næstu tveggja stór- móta. Ísland spilaði vel í Rússlandi ef seinni hálfleikurinn gegn Nígeríu er undanskilinn. Heimir gerði ein mistök og þau voru að láta fyrirsætuna í liðinu spila á kostnað Emils Hallfreðssonar sem var okkar besti maður. Við viljum að Heimir skrifi undir strax í dag, en ef ekki, þá eru hér fimm þjálfarar sem gætu tekið við af tannlækninum í Eyjum. Guðjón Þórðarson Guðjón Þórðarson með Loga Ólafsson sem aðstoðarmann. Guðjón spilaði 5-4-1 og náði frábærum árangri og hélt svo í víking til Englands þar sem hann stýrði Stoke upp um deild. Skapið hefur stundum hlaupið með Guðjón í gönur og því er Logi tilvalinn að- stoðarmaður sem mun létta lund leikmanna með bestu fimmaura- brönd- urum í heimi. Erik Hamrén Erik Hamrén er á lausu og Svíar hafa reynst okkur vel. Hann þjálf- aði sænska landsliðið á árunum 2009 til 2016. Vinnings- hlutfall hans var 54 prósent. Hann stýrði Svíum í 83 leikjum og sigraði liðið í 45 þeirra. Sófaþjálfarinn Já, þessi sem er tíu kílóum of þungur. Hann veit uppá hár hvernig við hefðum getað unnið Nígeríu. Hann hefur aldrei keppt á fótboltamóti og öskrar á dómarann að fara til fjandans á öllum Pollamótum. Hann er samt sá reyndasti þegar kemur að því hvernig við áttum að vinna HM. Slaven Bilic Slaven Bilic er fyrrver- andi þjálfari Króatíu. Króatar eru um margt líkir Íslendingum. Bar- áttuglaðir leikmenn sem eru harðir í horn að taka og elska að spila fyrir þjóð sína. Bilic stýrði Króa- tíu í sex ár og var vinn- ings- hlut- fallið 65 prósent. Claudio Ranieri Claudio Ranieri er atvinnulaus og hann kann að gera það ómögulega. Hann gerði Leicester að Eng- landsmeisturum og er uppgangi landsliðsins oft líkt við ævintýri Ranieri og félaga. Fá hann inn sem fyrst ef Heimir fer! Ráðherrann og forstjórinn Ljósmæðradeilan er eitt þeirra mála sem hafa verið í brennid- epli undanfarna mánuði og um síðustu helgi hættu á ann- an tug ljósmæðra störfum og fleiri uppsagn- ir taka gildi í október næstkom- andi. Bjarni Benedikts- son fjár- málaráð- herra og Páll Matthíasson forstjóri LSH eru meðal þeirra sem sætt hafa mikilli gagnrýni vegna málsins. Það vita það kannski ekki allir að Bjarni og Páll eru þre- menningar. Afi Bjarna, Sveinn Benediktsson, og amma Páls, Ólöf Benediktsdóttir, voru systkini. Frændurnir eru því báðir af Engeyjarættinni, einni valdamestu ætt landsins um árabil sem lýsir sér kannski ágætlega í því að frændurnir eru í áhrifamiklum valdastöð- um. Ætti þeim frændum að vera hæg heimatökin að leysa ljósmæðradeiluna í næsta af- mæli eða fermingarveislu. Lítt þekkt ættartengsl: U ndanfarnar tvær vikur hef- ur heimsbyggðin öll fylgst með örlögum drengjanna tólf sem festust í víðfemu hellakerfi í Taílandi ásamt þjálf- ara sínum. Hellirinn, Tham Luang Nang Non, er afar vinsæll ferða- mannastaður í Chiang Rai-héraði Taílands en hann nær marga kíló- metra niður í jörðu. Þangað héldu drengirnir, sem eru á aldrinum 11- 16 ára, ásamt þjálfara sínum sem er 25 ára gamall, eftir fótboltaæf- ingu. Þeir lokuðust inn í hellinum og ekkert spurðist til þeirra fyrr en níu dögum síðar. Þá fundu bresk- ir hermenn drengina veikburða en heila húfi. Þegar þessi orð eru skrifuð eru umfangsmiklar björg- unaraðgerðir í gangi en enginn veit enn hvort drengirnir þurfi að dvelja í hellinum í marga mánuði eða geti jafnvel gengið eða kaf- að út. Hermenn og læknar veita hópnum félagsskap á meðan og búið er að birgja hellinn upp af vistum. Urðu afar hissa þegar spá- dómurinn gekk eftir Erlendur Þór Gunnarsson er þessa dagana staddur í fríi í Tælandi ásamt eiginkonu sinni og börn- um. Málið vekur eðlilega mikla athygli ytra og fjölskyldan fer ekki varhluta af því. „Við höfum fylgst vel með þessu máli enda ekki ann- að hægt á þessum slóðum. Þetta er allsstaðar í fjölmiðlum og það er ekki rætt um neitt annað í þjóð- félaginu,“ segir Erlendur. Þá hafi áhugi fjölskyldunn- ar á málinu orðið enn meiri eft- ir að búddatrúaður leiðsögu- maður tjáði þeim nákvæmlega hvenær drengirnir myndu finnast og hver væri ástæðan fyrir þessum þrekraunum þeirra. „Í ljósi þess sem síðar varð þá var þetta eigin- lega alveg ótrúleg reynsla. Við vor- um stödd í bátsferð og þessi leið- sögumaður fer að rabba við okkur. Hann fór ítarlega yfir það með mér hvernig höfuðmunkur einn, sem búsettur er í Kambódíu, hafi séð þetta allt fyrir í draumi,“ segir Er- lendur Þór. Hann segist hafa haft gaman að frásögn mannsins en var þó fullur efasemda enda hafði á þessum tímapunkti ekkert spurst til drengjanna í heila viku. „Hann virtist ekkert vera stress- aður yfir þessu máli. Hann sagði að munkurinn hefði séð að drengirn- ir væru á lífi og að þeir myndu finnast næsta mánudag. Við fylgd- umst að sjálfsögðu vel með frétt- um þann daginn og misstum eig- inlega andlitið þegar drengirnir fundust heilir á húfi,“ segir Erlend- ur Þór. Andarnir áttu að hafa lokað hellinum Hann fór því að rifja upp meira úr samtali sínu við leiðsögumanninn. „Að sögn munksins var hellirinn heilagur. Hann sagðist hafa séð að drengirnir hefðu vanhelg- að hellinn og andana sem þar dvelja með því að taka upp helga muni og setja skó og annað lauslegt á helga staði. Andarnir hefðu brugð- ist við því með því að loka hellinum,“ segir Erlendur Þór. Með þessa vitneskju að vopni hófu búddamunkar þegar að friða andana í hellinum með bænum og tilbeiðslu. „Það hafi geng- ið eftir og því hafi borist þau skilaboð frá öndun- um að meðlimir hóps- ins myndu finnast á lífi þennan mánudag. Það var afar skrýtin en áhugaverð reynsla að sjá og heyra full- orðinn mann tala svona um einhverja yf- irnáttúrulega hluti eins og ekkert væri eðlilegra. Hann var al- veg 100% viss um að þetta myndi ganga eftir. Við vor- um auðvit- að mjög ef- ins en maður vissi eiginlega ekki í hvorn fótinn maður átti að stíga þegar þetta gekk eftir,“ segir Er- lendur Þór. Hann segir að það hafi verið afar áberandi, á þeim slóðum sem fjölskyldan ferðast um, hvað væri að gerast þennan mánudag. „Það var mikil gleði og léttir hjá öll- um sem við hittum. Við rákumst á einn eldri mann sem var auðvit- að afar glaður yfir því að drengirn- ir væru fundnir á lífi en hann var ekki síður snortinn af því finna fyrir hlýju heimsbyggðarinnar og hversu margir væru tilbúnir að rétta hjálparhönd. Hann nefndi sérstaklega Bretland og Svíþjóð í því samhengi,“ segir Erlendur. Hann segist hafa sagt gamla manninum frá hugmynd forseta Íslands um að drengirnir, ef þeim yrði bjargað í tæka tíð, myndu leiða liðin í úrslitaleik HM inn á völlinn. „Það gladdi þann gamla afar mikið,“ segir Erlendur Þór. n „Hann sagðist hafa séð að drengirnir hefðu van- helgað hellinn og andana sem þar dvelja með því að taka upp helga muni og setja skó og annað lauslegt á helga staði. Andarnir hefðu brugðist við því með því að loka hellinum. Erlendur Þór Gunnarsson. Kambódískur munkur sá björgun drengjanna fyrir n „Vissi eiginlega ekki í hvorn fótinn maður átti að stíga þegar þetta gekk eftir“ Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.