Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 8
6 6. júlí 2018FRÉTTIR
ERTU AÐ FARA Í FLUG?
ÞJÓNUSTUM ÞIG OG ÞÍNA Í MAT
OG DRYKK
Hafnargata 19a Keflavík / S. 421 4601
K
arlmaður á fimmtugs-
aldri hefur verið kærður
til lögreglu fyrir að ráðast
á ungmenni á Blönduósi.
Samkvæmt heimildum DV er
maðurinn grunaður um að hafa
í tvígang sama dag ráðist á pilt-
inn. Báðir vinna þeir fyrir Blöndu-
ósbæ. Hinn eldri er starfsmað-
ur áhaldaleigu Blönduósbæjar en
pilturinn sér um, ásamt öðrum
vöskum ungmennum, að halda
bænum hreinum. Meint árás var
tilkynnt til lögreglu á þriðjudag.
Samkvæmt heimildum DV
átti pilturinn erindi í áhaldaleigu
bæjarins. Kveðst hann þar hafa
orðið fyrir árás og að maður-
inn hafi sparkað í hann. Þá segir
heimildarmaður DV að síðar um
daginn hafi maðurinn setið fyrir
piltinum eftir vinnu og ráðist aft-
ur á hann. Kærði pilturinn þá árás.
Vegna vinnu sinnar er óhjákvæmi-
legt fyrir piltinn að fara í áhalda-
húsið þegar hann vantar verkfæri.
Voru par
Rekja má báðar þessar meintu
árásir til þess að maðurinn telur
piltinn hafa brotið á dóttur hans.
Pilturinn og dóttir mannsins voru
par fyrir rúmu ári og telur hún að
fyrrverandi kærastinn hafa brot-
ið á sér. Því neitar pilturinn. Þá
hefur pilturinn ekki verið kærð-
ur fyrir neitt misjafnt. Samkvæmt
heimildum DV hafa foreldrar hans
rætt við manninn og tjáð hon-
um að hann geti ekki farið þessa
leið. Rétta leiðin sé að leggja fram
kæru, telji hann að sonur þeirra
hafi brotið af sér. Hann geti ekki
beitt piltinn ofbeldi eða setið fyr-
ir honum. Sagði einn heimildar-
manna DV að maðurinn hefði ver-
ið að bíða eftir að hann næði 18
ára aldri svo ekki væri mögulegt
að tilkynna hann til lögreglu fyrir
að berja barn.
Pilturinn kærði manninn eins
og áður segir á þriðjudag. Sam-
kvæmt vottorði mátti sjá áverka
á hálsi, bringu og baki. Pilturinn
mun samkvæmt heimildum DV
vera hræddur við manninn og ótt-
ast að fara um bæinn. Hann hélt
sig heima fyrst eftir meinta árás
en mætti til vinnu í gær. Pilturinn
vildi ekki tjá sig þegar eftir því var
leitað en staðfesti að hann hefði
lagt fram kæru.
Hinn grunaði í málinu hafði
þetta að segja þegar hann var
spurður hvort hann vildi koma
sinni hlið á framfæri: „Ætlið þið
að fara að gera frétt um þetta?“
Þegar honum var tjáð að það væri
fréttnæmt að maður á fimmtugs-
aldri væri grunaður um að hafa
í tvígang gengið í skrokk á ung-
lingi svaraði hann: „Ég lamdi ekki
neinn“ og neitaði að tjá sig frekar
um málið.
Áminntur en ekki í leyfi
Samkvæmt heimildum DV var
maðurinn áminntur en ekki send-
ur í leyfi. DV ræddi við yfirmann
hins grunaða en sá heitir Ágúst
Þór Bragason, kallaður Gústi
græni. Í samtali við DV sagði Gústi
græni: „Við erum að sinna málinu
þannig að við séum að uppfylla
allar kröfur og skyldur sem er hjá
vinnuveitanda í svona máli. Þetta
er í eðlilegri málsmeðferð að því
leytinu til.“
Bætti Gústi græni við að
nauðsynlegt væri að hlusta á sjón-
armið beggja og skoða hvað sneri
að þeim sem atvinnurekanda
„Það þarf að hlusta og ræða
og fá fram sjónarmið beggja að-
ila áður en við tökum einhverjar
ákvarðanir í svona máli. Það er það
sem ég kalla eðlilega málsmeð-
ferð.“
Aðspurður hvort hinn grunaði
hefði verið sendur í leyfi eða væri
enn við störf, svaraði Gústi græni
því til að maðurinn hefði ekki ver-
ið sendur í leyfi á meðan málið er
til skoðunar.
En finnst þér það ekki alvar-
legt ef starfsmaður hjá þér hefur
barið annan starfsmann, 18 ára
gamlan?
„Ofbeldi er aldrei ásættanlegt
á neinn hátt, ekki undir neinum
kringumstæðum. Það er hin al-
menna regla. Eins og ég segi, ég
get ekki tjáð mig um þetta atvik
eða annað fyrr en ég hef skoðað
málið og skoðað það sem að okk-
ur snýr.“
Reyna að átta sig á deilunni
Þá ræddi blaðamaður einnig við
Valgarð Hilmarsson sveitarstjóra.
„Mér skilst að það hafi verið kært
til lögreglunnar. Við erum að
reyna að átta okkur á málinu, það
er ekki komið lengra en það,“ sagði
Valgarður.
Er þér kunnugt um af hverju
hann réðist á hann, þessi maður?
„Ég hef ekki yfirsýn yfir það.
Þetta eru einhverjar persónu-
legar deilur bara,“ bætti Valgarð-
ur við. Aðspurður hvort maðurinn
yrði sendur í leyfi á meðan rann-
sókn stendur yfir svaraði hann að
sú ákvörðun hefði ekki enn verið
tekin. n
„Ofbeldi
er aldrei
ásættanlegt á
neinn hátt...
GRUNAÐUR UM ÁRÁS Á
UNGMENNI Á BLÖNDUÓSI
n Segir piltinn hafa brotið á dóttur hans n Ekki sendur í leyfi n „Ég lamdi ekki neinn“
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
Valgarður
Hilmarsson
sveitarstjóri
segir málið til
skoðunar.
Ágúst Þór
Bragason er
yfirmaður
mannsins sem
grunaður er um
árás á ungmenni.