Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 16
14 6. júlí 2018FRÉTTIR
Undanfarið hefur blaðamaður DV reynt
að falast eftir viðtali við Svandísi Svav-
arsdóttir, heilbrigðisráðherra. Mörg spjót
standa á ráðuneyti hennar vegna ástands-
ins í geðheilbrigðismálum þjóðarinnar,
kjarabaráttu ljósmæðra og sumarlokana
á heilbrigðisstofnunum landsins svo eitt-
hvað sé nefnt. Vel var tekið í beiðni blaða-
manns til að byrja með og fljótlega barst
tímasetning fundar við ráðherra, mánu-
daginn 2. júlí og væru 30 mínútur í boði.
Óskaði ráðuneytið enn fremur eftir upp-
lýsingum um hverjar spurningar blaða-
mannsins yrðu. Var því svarað föstu-
daginn 29. júní á þá leið að blaðamaður
myndi spyrja út í biðlista, stöðu geðheil-
brigðiskerfisins, sumarlokanir og skort á
hjúkrunarfræðingum.
Tveimur tímum síðar barst tölvupóstur þess
efnis að ráðherra væri ekki lengur laus til við-
tals. Engar skýringar voru gefnar en þegar geng-
ið var eftir þeim barst nýr tími fyrir 30 mínútna
viðtal. Það á að fara fram eftir einn og hálfan
mánuð, nánar tiltekið þann 21. ágúst kl. 11.
Þangað mun blaðamaður mæta og
freista þess að taka viðtal við hæstvirt-
an ráðherra. Þjóðin á það skilið að æðstu
ráðamenn þjóðarinnar svari aðkallandi
spurningum. Þögnin er versti óvinur lýð-
ræðisins.
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
bjartmar@dv.is
HÉR ÁTTI A
Ð VERA VI
ÐTAL VIÐ
SVANDÍSI
SVAVARSD
ÓTTUR
HEILBRIGÐ
ISRÁÐHER
RA