Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Síða 18
16 6. júlí 2018FRÉTTIR - EYJAN
E
inu sinni var maður í New York
sem fór í neðanjarðarlest þar í
borg seint um kvöld. Hann var
gríðarlega vel klæddur, með
gullúr og á gullskóm og hann var
mikið við skál. Mjög mikið. Nema
hvað, þessi flott klæddi maður sofn-
aði í lestinni. Og svo fast svaf hann
að hann varð einskis var þegar hann
var rændur. Hann var eins og opinn
konfektkassi fyrir þjófa. Ekki var nóg
með að tekið væri af honum Ró-
lexúrið gyllta og gullskórnir heldur
líka fötin öll. Og þegar hann loks-
ins vaknaði var hann á nærbuxun-
um einum.
Fáráðlingar fá enga meðaumkun
Nú voru góð ráð dýr. Einu þóttist
hann þó geta reiknað með; nefni-
lega að hann ætti samúð allra
vegna þess hve illa hann hafði ver-
ið leikinn. Og þarna kom hann á
nærbuxunum inn á kontór braut-
arvarðanna. Þeir horfðu á hann í
forundran en ekki var að sjá vott af
meðaumkun í viðmóti þeirra. Allt
annað skein úr andlitum þeirra:
Hvílíkur fáráðlingur, fullur á nær-
buxunum einum; hafði lagt sig til
svefns í neðanjarðarlest í sjálfri
miðborg glæpanna og það um
miðja nótt.
Hlutskipti Íslendinga?
Svona verður litið á Íslendinga
þegar við verðum búin að tapa
öllu frá okkur, landinu og orku-
lindunum. Óneitanlega bregður
manni í brún þegar maður verður
þess áskynja að á bak við umdeild
virkjunaráform á Vestfjörðum eru
erlendir fjárfestar sem vilja maka
krókinn. Á meðal Íslendinga er
gamalþekktur áhugi á slíku en ein-
hvern veginn verður þetta skýrara
í hugum okkar þegar eignarhaldið
er komið út fyrir landsteinana og
framtíð íslenskra náttúruperla
þannig orðið að viðfangsefni í
kauphöllum heimsins.
Eignarhald á landi til útlanda
Sama er nú að gerast með sjálft
landið, eignarhald á því. Breskur
auðkýfingur safnar jörðum á
norð-austurlandi einsog börn-
in skrautkúlum í perluband.
Vopnafjörðurinn er að hverfa
ofan í vasa hans en þar voru
Grímsstaðir fyrir – stórjörðin
sem ríkisstjórn Íslands reyndist
of smá til að festa kaup á þrátt
fyrir áskoranir úr öllum kimum
þjóðfélagsins.
Í Fljótum er hið sama að ger-
ast. Þar eru auðmenn að ná til sín
eignarhaldi á heilli sveit. Hvað
næst, hvenær kemur að Mývatns-
sveit og Þingvallasveit? Það er auð-
velt að kaupa Ísland og gera okk-
ur öll að leiguliðum í eigin landi.
Það þarf ekki annað en svoldinn
skammt af ófyrirleitni kaupand-
ans og græðgi seljandans og þá er
björninn unninn.
Lagabreytingu í haust!
Hve lengi ætla stjórnvöld að sofa á
sinni vakt. Á þingi eru tilbúin þing-
mál frá fyrri árum til að snúa vörn
í sókn. Nú þarf að hefjast handa og
það strax. Fyrstu þingmál í haust
eiga að snúast um þetta og fyrir
áramót þurfa varnarmúrarnir að
vera komnir upp.
Eða stendur til að bíða eft-
ir því að vakna á nærbuxunum?
Stjórnvöld hafa enga afsökun
lengur fyrir sofandahætti og að-
gerðaleysi.
Ekki hlutskipti Íslands
Þegar orkan og landið hefur ver-
ið tekið af okkur, verður torsótt að
snúa til baka. Enginn mun þá hafa
samúð með okkur, fremur en sof-
andi fyllibyttunni í neðanjarðar-
lestinni.
Varla viljum við að þetta verði
hlutskipti Íslands. n
Beri maðurinn í neðanjarðarlestinni„Óneitanlega
bregður manni í
brún þegar maður verður
þess áskynja að á bak við
umdeild virkjunaráform á
Vestfjörðum eru erlendir
fjárfestar sem vilja maka
krókinn.
Ögmundur Jónasson
skrifar
Aðsent
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
Boltinn í beinni
á castello
N
úverandi bæjarfulltrúi
H-Listans í Sandgerði/
Garði og formaður Verka-
lýðs- og sjómannafé-
lags Sandgerðis, Magnús Sig-
fús Magnússon, hefur sagt sig frá
öllum trúnaðarstörfum innan
Starfsgreinasambandsins og Al-
þýðusambandi Íslands. DV hef-
ur undanfarið fjallað um málefni
Magnúsar þar sem hann var að
leigja út ólöglegt íbúðarhúsnæði í
heimabæ sínum. Í kjölfar frétta DV
lokuðu Brunavarnir Suðurnesja
húsnæðinu. Samkvæmt heimild-
um DV var ástand húsnæðisins
slæmt og kröfðust Brunavarnir
Suðurnesja tafarlausrar lokun-
ar húsnæðisins. Þar bjó meðal
annars fjölskyldu með börn. Þá
leigði verkalýðsforinginn út hús-
næði til einstaklings sem greiddi
fyrir leiguna með skiptivinnu.
Á dögunum sendi formaður
Eflingar, Sólveig Anna Jónsdótt-
ir, bréf til formanns Starfsgreina-
sambandsins, Björns Snæbjörns-
sonar, vegna málsins. Samkvæmt
heimildum DV spurði Sólveig
Anna þeirrar ágengu spurningar
hvort Starfsgreinasambandið
teldi Magnúsi stætt á að gegna
ábyrgðarstörfum innan sam-
bandsins. Einnig kom fram í bréf-
inu að háttsemi Magnúsar sam-
ræmist í engu stöðu formanns
í verkalýðsfélagi og að hún sé
Starfsgreinasambandinu, sem er
landssamband almennra verka-
lýðsfélaga, til mikillar vansæmdar.
Starfsgreinasabandið svar-
aði Sólveigu og hefur tilkynnt
henni að Magnús hafi sagt sig úr
laganefnd sambandsins ásamt
því að segja sig úr Vinnumark-
aðasnefnd Alþýðusambands Ís-
lands. Ekki náðist í Magnús Sigfús
Magnússon vegna vinnslu fréttar-
innar. n
Magnús segir upp trúnaðarstörfum
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
bjartmar@dv.is