Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 24
22 UMRÆÐA Sandkorn 6. júlí 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Þ ið hafið öll séð Gremlins, er það ekki? Þið munið, myndin með Gizmo, sætasta bangsakrútti heims, sem purraði, dansaði og var svo æðislegur að mann langaði til að borða hann. Svona eru allir stjórn- málamenn fyrir kosningar. Bros- andi, einlægir, indælir og algjör krútt. Alltaf til taks og tilbúnir að gefa af sér. Þeir elska okkur og við elskum þá. En síðan koma kosningar og þá er eins og Gizmo fái á sig vatns- gusu. Og þið munið hvað gerist þá? Jú, drýslarnir mæta á svæð- ið, grænleitir, slímugir, illa tennt- ir og illa innrættir. Drýslarnir eru stjórnmálamenn flesta aðra daga. Þeim er slétt sama um okk- ur og það sem þeir gera kemur okkur ekki við. Fjölmiðlar hætta að vera verkfæri fyrir þá og verða þess í stað eins og pirrandi mý sem þeir reyna að slá í burtu eða setja á sig fælandi krem til að losna við. Þegar óþægileg mál koma upp og skýið af mýflugum orðið of þykkt þá fara þeir inn í hús og loka á eftir sér. Þeir koma ekki aftur út fyrr en flugurnar eru farnar og vonast eft- ir því að málið sé gleymt og grafið. Það er starf okkar mýflugnanna að fá skýr- ingar og upplýsingar frá þessum drýslum en það er lýjandi verk. Ritarinn bendir á aðstoðarmaninn og aðstoðarmaðurinn bendir á skrifstofu- stjórann og skrif- stofustjórinn bendir á mannauðsstjór- ann. Að lok- um fær maður sam- band við upplýsingafulltrúann, sem er eitt mesta rangnefni á stöðugildi sem fyrirfinnst. Stjórn- málamaðurinn eða embættismað- urinn sem flugan litla er að reyna að ná í er einhverra hluta vegna alltaf á fundi, eða á leiðinni á fund, eða í fríi eða bara „ekki í húsinu“. Nýlegt dæmi er flótti Svandís- ar Svavarsdóttur und- an umfjöllun DV um geðheilbrigðismál sem og önnur að- kallandi mál sem heyra und- ir hennar ráðu- neyti. Í tveimur síðustu blöð- um höfum við sagt frá ungmenn- um með geðræn vanda- mál sem kerfið hefur brugðist með skelfi- legum afleiðingum. Eftir að hafa loksins fengið viðtal við ráðherr- ann var beðið um spurningar til að Svandís gæti undirbúið sig undir viðtalið. Þegar í ljós kom að ræða ætti óþægileg mál eins og sumar- lokanir geðdeilda, biðlista, skort á hjúkrunarfræðingum og fleira var viðtalinu skyndilega frestað … fram á haust. Þetta er dæmi um mjög óþægi- leg mál fyrir ráðherrann. En það er ekki boðlegt í lýðræðissamfélagi að stjórnmálamenn, sem starfa í okkar umboði og fyrir okkur, geti falið sig fyrir fjölmiðlum sem hafa þá einu skyldu að upplýsa fólk um málefni líðandi stundar. Nýlega skrifaði Brynjar Ní- elsson stafkrók um að fjölmiðl- ar væru „veikasti hlekkurinn í ís- lensku samfélagi“. Að þeir væru í „ruslflokki“ og hlutdrægir. Reynslan er hins vegar sú að ef stjórnmálamaður flýr umræðuna, flýr fjölmiðla og neitar að gefa upplýsingar þá hefur hann eitt- hvað að fela. Eitthvað sem hann vill ekki að almenningur viti eða sem mjög erfitt er að svara fyrir. Við megum ekki leyfa stjórn- málamönnum að komast upp með þetta lengur. Hífum íslensk stjórnmál upp úr ruslflokki þöggunar og yfirhylmingar. n Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Það er starf okkar mýflugnanna að fá skýringar og upplýsingar frá þessum drýslum… Hífum íslensk stjórnmál upp úr ruslflokki þöggunar og yfirhylmingar Mjálmar Kolbeinn? Talað er um að Rósa Björk og Andrés Ingi, „villikettir VG“, séu að fá liðsauka úr óvæntri átt. Engan annan en Kolbein Óttarsson Proppé. Kolbeini hef- ur verið teflt fram sem varð- hundi Katrínar Jakobsdóttur til að verja þau mörgu óþægilegu mál sem VG-liðar hafa þurft að kyngja í stjórnarsamstarfinu. Má þar nefna Landsdómsmál- ið, stuðning við loftárásir NATO í Sýrlandi, lækkun veiðigjalda og nú síðast kjarabaráttu ljós- mæðra. Allir sem hafa hlustað á Kolbein verja slík mál í út- varpi heyra að hann gerir það með óbragð í munni og lítilli sannfæringu. Nú virðist sem stíflan sé að bresta og fyrsta sprungan komin í ljós því Kol- beinn hjólar í Brynjar Níelsson stjórnarbróður sinn fyrir um- mæli um fjölmiðlamenn. Bjarni Fel óhress með málfarið Knattspyrnan á hug flestra þessa dagana, enda stend- ur HM yfir og margir leikir hafa verið hin besta skemmt- un, jafnvel er talað um besta heimsmeistaramót allra tíma. Íslensku þulirnir sem lýsa leikj- unum verða þjóðareign og fer þar vitaskuld fremstur Guð- mundur Benediktsson sem er kominn á sérstakan stall í þeirri deild við hlið Hemma Gunn, Sig- urðar Sigurðssonar og Bjarna Fel. Sá síðastnefndi er enn gang- andi alfræðiorðabók um allt sem viðkemur fótboltanum, en segir þó öllum sem vilja heyra að hann horfi minna en áður á útsendingar Ríkissjónvarpsins frá HM, þar sem honum finnist málfarið orðið svo slæmt. Er þá Bleik nokkuð brugð- ið… Spurning vikunnar Hvert yrði þitt fyrsta verk sem einræðisherra? „Ríkisstyrkt útgáfa ljóðabóka.“ Valdimar Tómasson „Tryggja jöfnuð allra.“ Magdalena Gestsdóttir „Ég myndi koma ríkisstjórninni burt af Alþingi.“ Rúnar Stefánsson „Að hjálpa fátæklingunum.“ Guðrún Guðjónsdóttir H veitibrauðsdagar nýs meirihluta í Reykjavík verða líkast til færri en alla jafna hjá nýjum vald- höfum, þar sem mörgum finnst gamli meirihlutinn sem féll aðal- lega hafa fengið örlitla andlitslyft- ingu í boði Viðreisnar. Dagur B. Eggertsson stjórnar enn öllu eins og hann hefur gert undanfarin ár, fyrst sem formaður borgarráðs og svo sjálfur sem borgarstjóri. Engum blöðum er um það að fletta, að stjórnarandstaða Ey- þórs Arnalds og Vigdísar Hauks- dóttur verður harðsnúin og bar- áttuglöð, en kannski um leið nokkuð fyrirsjáanleg. Það verð- ur líklega ekki erfitt fyrir Dag að skapa stemningu innan meirihlutans til þess að takast á við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk næstu árin. En það er vandinn til vinstri sem líkast til verður mesta ógn hins nýja meirihluta. Jafnvel banabiti hans. Til vinstri er nefni- lega Sósíalistaflokkurinn og það verður líkast til málefnalegt að- hald úr þeirri áttinni sem verð- ur borgarstjórnarmeirihlutanum skeinuhættast. Vandi frá vinstri Kaffistofan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.