Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Síða 28
26 FÓLK - VIÐTAL 6. júlí 2018
og því hef ég fyrirgefið öllu þessu
fólki. Það eru kannski tveir sem
ég myndi alveg heilsa á förnum
vegi en ég mun samt ekkert mæta
í jarðafarirnar þeirra,“ segir Steini
brosandi.
Sér eftir að hafa ekki
komið fyrr út úr skápnum
Eins og áður segir er Steini
samkynhneigður og það reyndist
honum erfitt að koma út úr skápn-
um. „Eftir alla þessa stríðni þurfti
ég eiginlega að yfirgefa Garðabæ
til þess sem ég og gerði. Ég var líka
lengi að horfast í augu við þetta
sjálfur og átti kærustur þegar ég
var yngri. Það tók mjög langan
tíma fyrir mig að telja í mig kjark
að ræða þetta við foreldra mína.
Ég tók loks það samtal þegar
ég var 24 ára gamall og skalf af
stressi. Síðan var þetta ekkert mál.
Þau tóku því afar vel og sýndu mér
fullan stuðning. Ég dauðsá strax
eftir því að hafa ekki gert þetta
miklu fyrr,“ segir Steini.
„Þetta er eitthvað
sem ég átti að gera“
Að sögn Steina hefur leiklistin
blundað í honum frá barnsaldri.
„Ég fékk áhuga á leiklist strax á
barnsaldri og fann strax að þetta
átti vel við mig. Það var draum-
ur minn að verða leikari,“ segir
Steini. Þegar grunnskólagöngunni
lauk fór hann í Fjölbrautarskól-
ann í Garðabæ í skamman tíma
en flosnaði fljótlega upp úr námi.
Steini sótti síðar um í leiklist-
ardeild Listaháskóla Íslands og
tók þátt í hinum alræmdu en fjöl-
mennu inntökuprófum. „Mér
gekk mjög vel og komst í lokaúr-
takið. Þegar það próf var afstað-
ið fékk ég þau skilaboð að próf-
dómurunum hefði litist mjög vel á
mig en þeir sem væru með stúd-
entpróf fengju forgang og því fengi
ég ekki skólapláss,“ segir Steini.
Um mikið áfall var að ræða og
segist Steini hafa farið í allsherjar
fýlu. „Ég varð alveg brjálaður. Sár,
reiður og bitur. Ég fór í svo mikla
fýlu að ég ákvað að sækja aldrei
aftur um að skólavist í leiklist. Ég
ákvað að gera þetta bara sjálfur,“
segir Steini.
Hann sótti sér þvi reynslu hjá
hinum ýmsu áhugamannaleikhús-
um á höfuðborgarsvæðinu, allt þar
til að hugmyndin um Lottu kvikn-
aði. Síðan þá hefur það verkefni
átt hug og hjarta Steina. „Ég hef
líka leikið í sjónvarpi, sérstaklega í
Stundinni okkar, í auglýsingum og
síðan hef ég verið að veislustýra og
skemmta við hin ýmsu tilefni. Mér
finnst mjög gaman að leika fyrir
börn og þetta form sem Lotta notar
hentar mér afar vel. Ég finn að ég er
á réttri hillu, þetta er eitthvað sem
ég átti að gera,“ segir Steini.
Kvíðir því að velja á milli starfa
Samhliða sumarvertíðinni hjá
Lottu starfar Steini sem félags-
liði í Dimmuhvarfi og hefur gert
undanfarin þrettán ár. „Þetta byrj-
aði sem heimili fyrir einhverfa
stráka með hegðunarvanda en
hefur þróast talsvert á undanför-
um árum. Þetta er frábært og gef-
andi starf og ég gæti ekki hugsað
mér betri vinnustað. Yfirmenn
mínir hafa sýnt leiklistinni mik-
inn stuðning og ég er afar þakklát-
ur fyrir það,“ segir Steini. Að hans
sögn verður starfsemi Lottu sífellt
umfangsmeiri og sérstaklega í
ljósi þess að hópurinn hefur verið
að sýna eldri verk innandyra á vet-
urna. „Ég óttast þá stund mjög að
ég þurfi að velja á milli Dimmu-
hvarfs og leiklistarinnar. Mér þykir
ofboðslega vænt um þessa stráka
sem ég hef unnið með undanfarin
ár og ég get varla hugsað þá hugs-
un til enda að þurfa að gera upp
á milli þessara starfa. Ég óttast
samt að sá tími muni koma,“ seg-
ir Steini.
Greiningin var afar mikilvæg
Eins og áður segir er Steini félags-
liði að mennt en sú vegferð hófst
með mikilvægu prófi. „Eftir alla
þessa árekstra við skólakerfið fór
ég loksins í greiningu. Eftir langa
bið sló ég í gegn í því prófi og fékk
langan lista af greiningum,“ seg-
ir Steini og hlær. Hann segir að
þetta hafi verið mjög stór stund.
„Það var ótrúlegur léttir að fá þá
viðurkenningu að maður væri
ekki heimskur. Að þessir erfiðleik-
ar mínir ættu sér skýringar,“ segir
hann.
Hann hófst þegar handa við
að feta menntaveginn og út-
skrifaðist loks sem félagsliði. „Ég
þurfti ekki einu sinni lyf til þess
að læra. Bara það að vita af þess-
um áskorunum sem hugur minn
setur og vinna í kringum þær var
nóg. Ég sat kannski í skólastof-
unni og leyfði mér að spila ein-
hvern heiladauðann tölvuleik í
símanum á meðan ég hlustaði
á kennarann. Það er nauðsyn-
legt til þess að ég geti haldið ein-
beitingu,“ segir Steini.
Hann flaug í gegnum námið og
fékk í fyrsta skipti háar einkunnir.
„Ég fékk bara níur og tíur. Það var
rosalega góð tilfinning og hafði
góð áhrif á sjálfsmyndina.“
Erfitt að horfa upp á glímu
föðursins við Alzheimer
Það er því mikið að gera í leik og
starfi hjá Steina. Hann segist hafa
afar gaman að því sem hann fæst
við en þann stór skugga ber þó
á að faðir hans er að glíma við
Alzheimer-sjúkdóminn illvíga.
„Það hefur tekið afar mikinn
toll af fjöskyldunni, sérstak-
lega mömmu. Fjölskyldan mín
er mjög náin. Ég elska foreldra
mína og systur útaf lífinu og því
er hrikalega erfitt að fylgjast með
þessum eyðileggingarmætti sem
Alzheimer-sjúkdómurinn hef-
ur í för með sér. Foreldrar mín-
ir eru hetjurnar mínar og það er
afar sárt að fylgjast með þessum
hræðilega sjúkdómi taka pabba
yfir og geta ekkert að gert,“ segir
Steini.
Hann segir að það sé afar mik-
ilvægt fyrir einstaklinga að leita
sér hjálpar ef einhver einkenni
láti á sér kræla. „Það er rosalega
mikilvægt fyrir alla aðila að sjúk-
lingurinn fái strax greiningu og sé
meðvitaður um þá vegferð sem
er að hefjast. Ef sjúkdómurinn
fær að krauma óáreittur of lengi
þá byrjar afneitun sjúklingsins og
það brýst oft út í reiði og biturð,“
segir Steini. n
„Ég þótti kven-
legur og var með
ýmsa takta sem gert var
grín að. Ég var alltaf upp-
nefndur Steini píka og
það særði mig mjög þó
ég hafi reynt að bera mig
vel. Orðið hommi var eitt
helsta uppnefnið og ég
var ekki einu sinni sjálfur
farinn að horfast í augu
við eigin kynhneigð á
þessum tíma.
HVERSDAGSLEIKINN Á
SKILIÐ ÓTRÚLEGAN
SÍMA
DUAL 12 MP MYNDAVÉL
NOKIA
8 SIROCCO