Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Qupperneq 30
Snæfellsnes Helgarblað 6.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ VEITINGASTAÐURINN VIÐVÍK: Matarupplifun við þjóðveginn Veitingastaðurinn Viðvík var opnaður í júlí árið 2017 og er í gullfallegu nýuppgerðu húsi við þjóðveginn á Hellissandi. Eigend- urnir eru bræðurnir Gils Þorri, yfir- matreiðslumaður í Viðvík, og Magnús Darri, og makar þeirra, Aníta Rut Aðalbjargardóttir og Helga Jóhanns- dóttir. Foreldrar Gils og Magnúsar, þau Kristín Gilsfjörð og Sigurður V. Sigurðsson, hjálpuðu til við upp- byggingu hússins sem er uppruna- lega frá árinu 1942. Fallegt hús og einstaklega fallegt umhverfi í kringum veitingastaðinn kallar á nokkuð fína matreiðslu. „Við ákváðum að fara ekki þessa hefð- bundnu leið veitingastaða við þjóð- veginn, að bjóða upp á hamborgara, pítsur og hálfgerðan skyndimat, heldur vildum við bjóða upp á öðru- vísi upplifun. Við erum með lítinn, hnitmiðaðan matseðil með gæði hráefna í fyrirrúmi og reynum að breyta honum nokkuð reglulega og nýtum einnig hráefni úr nærliggjandi umhverfi eftir bestu getu. Við erum staðsett alveg við sjóinn og fáum við úr honum þorsk, bláskel, hörpuskel og fleira. Hraðfrystihús Hellissands er hér rétt hjá okkur og sjá þau okkur fyrir gæðahráefni,“ segir Gils. Gott úrval drykkja er líka á staðn- um, vín, kokteilar og íslenskar bjór- tegundir. Starfsfólk veitir góðfúslega ráðgjöf um heppilega drykki sem henta hverjum og einum. Gestirnir á Viðvík eru, að sögn Gils, skemmtileg blanda af erlend- um og innlendum ferðamönnum og heimafólki. „Heimamenn, innlendir og erlendir ferðamenn eru farnir að veita okkur meiri athygli eftir að við höfum skapað okkur sess fyrir gæði í mat- reiðslu og þjónustu,“ segir Gils en Við- vík hefur fengið mjög góðar umsagnir. „Fólk hrósar ekki síður þjónustunni hér en matnum. Við erum líka fjöl- skyldustaður og kappkostum að taka vel á móti fólki, láta því líða vel hér og kveðja það alúðlega líka,“ segir Gils, en hann og aðrir eigendur staðarins eru himinlifandi með hvað vel hefur gengið og hversu góðar móttökurnar hafa verið fyrsta ár veitingastaðarins. Það er ánægjuleg upplifun að eiga stund á veitingastaðnum Viðvík. Að snæða góðan mat í fallegu húsi og njóta góðrar þjónustu er alltaf ánægjulegt, en gullfalleg náttúra allt í kring magnar enn upplifunina. „Við höfum sjóinn og fjörðinn á aðalhlið hússins og hinum megin í salnum blasir Snæfellsjökullinn við,“ segir Gils og ljóst er að umhverfið gæti ekki verið fallegra. Viðvík er fremur lítill veitingastaður, tekur 30-40 manns í sæti, og vegna vinsælda staðarins er mælt með því að borð séu pöntuð fyrirfram, í síma 436 1026. Viðvík er kvöldverðarstað- ur og er opið frá 17 til 22 þriðjudaga – laugardaga og 17 til 21 sunnudaga. Sjá nánar á Facebook-síðu Viðvík Restaurant og öðrum miðlum. Instagram @vidvikrestaurant
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.