Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Side 31
SnæfellsnesHelgarblað 6. júlí 2018 KYNNINGARBLAÐ HRAUN VEITINGAHÚS: Fjölbreytni fyrir ferðamenn og fjölskyldur Hraun veitingahús í Ólafsvík er stærsti veitingastaðurinn í Snæfellsbæ og var um tíma eini veitingastaðurinn á svæðinu. Jón Kristinn Ásmundsson mat- reiðslumaður stofnaði staðinn árið 2014. Hraun var hugsað sem fjöl- skylduveitingastaður og er það enn í dag en þjónar um leið gífurlegum fjölda erlendra ferðamanna. „Meginlína í matreiðslunni er fjöl- breytnin en við erum með 78 rétti. Menn hrista hausinn þegar við segj- um frá því. Önnur meginlína er sú að við kaupum hráefni eins nálægt okkur og hægt er. Erum til dæmis með mikið af fiski úr Breiðafirðinum – þorsk, bleikju, bláskel og hörpu- skel. Nautakjötið í hamborgarana okkar kaupum við síðan frá Mýra- nauti sem er á Mýrunum,“ segir Jón. Hraun býður líka upp á lamba- steik og lambakjöt í kjötsúpu. Jón segir að útlendingarnir panti meira af fiski en Íslendingar sem sækja staðinn en gott úrval af pitsum fellur gjarn- an í kramið hjá fjölskyldum. „Við erum mjög stór veitinga- staður og erum að taka á móti mest um 500-600 gestum á stærstu dögunum,“ segir Jón. Hraun tekur 90 manns í sæti innandyra og 40 á útisvæði sem er vinsælt þegar vel viðrar. Yfir sumartímann er opið frá 11:30 til 21:00 alla daga vikunnar en einnig er opið á veturna. „Við ákváðum frá byrjun að hafa opið allt árið en þá var engin traffík um svæðið á veturna. Það hefur breyst með stórauknum ferðamanna- straumi. Á veturna bjóðum við jafnframt upp á dæmigerðan ís- lenskan heimilismat í hádeginu sem vinnandi íbúar á svæðinu nýta sér óspart,“ segir Jón. Hann segir jafnframt að Hraun finni fyrir því að ferðamanna- tímabilið hafi lengst upp í allt að hálfu ári, sem hafi mjög góð áhrif á aðsóknina á staðinn. Jón flutti til Ólafsvíkur fyrir átta árum og unir sér afar vel. „Ég ætla aldrei að flytja héðan. Það er líka svo óskaplega gaman í vinnunni og ég hlakka til að mæta í hana á hverjum morgni,“ segir hann. Hraun veitingahús er stað- sett Grundarbraut 2 í Ólafs- vík. Símanúmer er 431 1030. Sjá nánar á Facebook-síð- unni Hraun veitingahús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.