Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 31
SnæfellsnesHelgarblað 6. júlí 2018 KYNNINGARBLAÐ HRAUN VEITINGAHÚS: Fjölbreytni fyrir ferðamenn og fjölskyldur Hraun veitingahús í Ólafsvík er stærsti veitingastaðurinn í Snæfellsbæ og var um tíma eini veitingastaðurinn á svæðinu. Jón Kristinn Ásmundsson mat- reiðslumaður stofnaði staðinn árið 2014. Hraun var hugsað sem fjöl- skylduveitingastaður og er það enn í dag en þjónar um leið gífurlegum fjölda erlendra ferðamanna. „Meginlína í matreiðslunni er fjöl- breytnin en við erum með 78 rétti. Menn hrista hausinn þegar við segj- um frá því. Önnur meginlína er sú að við kaupum hráefni eins nálægt okkur og hægt er. Erum til dæmis með mikið af fiski úr Breiðafirðinum – þorsk, bleikju, bláskel og hörpu- skel. Nautakjötið í hamborgarana okkar kaupum við síðan frá Mýra- nauti sem er á Mýrunum,“ segir Jón. Hraun býður líka upp á lamba- steik og lambakjöt í kjötsúpu. Jón segir að útlendingarnir panti meira af fiski en Íslendingar sem sækja staðinn en gott úrval af pitsum fellur gjarn- an í kramið hjá fjölskyldum. „Við erum mjög stór veitinga- staður og erum að taka á móti mest um 500-600 gestum á stærstu dögunum,“ segir Jón. Hraun tekur 90 manns í sæti innandyra og 40 á útisvæði sem er vinsælt þegar vel viðrar. Yfir sumartímann er opið frá 11:30 til 21:00 alla daga vikunnar en einnig er opið á veturna. „Við ákváðum frá byrjun að hafa opið allt árið en þá var engin traffík um svæðið á veturna. Það hefur breyst með stórauknum ferðamanna- straumi. Á veturna bjóðum við jafnframt upp á dæmigerðan ís- lenskan heimilismat í hádeginu sem vinnandi íbúar á svæðinu nýta sér óspart,“ segir Jón. Hann segir jafnframt að Hraun finni fyrir því að ferðamanna- tímabilið hafi lengst upp í allt að hálfu ári, sem hafi mjög góð áhrif á aðsóknina á staðinn. Jón flutti til Ólafsvíkur fyrir átta árum og unir sér afar vel. „Ég ætla aldrei að flytja héðan. Það er líka svo óskaplega gaman í vinnunni og ég hlakka til að mæta í hana á hverjum morgni,“ segir hann. Hraun veitingahús er stað- sett Grundarbraut 2 í Ólafs- vík. Símanúmer er 431 1030. Sjá nánar á Facebook-síð- unni Hraun veitingahús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.