Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Side 40
38 BLEIKT 6. júlí 2018 Frábært verð og falleg hönnun Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið Sturtuklefar með þaki, sporna gegn raka til þess að fallegi strákurinn minn yrði veikur. Ég sat alveg stjörf.“ Pabbi Nóa var fastur á sjó og vissi ekki af veikindunum Morguninn eftir var búið að spá óveðri og þurfti Telma því að vekja Nóa klukkan fimm um morguninn til þess að komast á spítalann. „Ég man lítið eftir þessum degi nema gráturinn lifir í minningunni. Mamma og pabbi voru mér við hlið eins og alltaf en pabbi Nóa var úti á sjó í mánaðartúr sem var aðeins hálfnaður. Hann vissi því ekkert hvað var að ske í lífi sonar síns. Eftir að Nói var búinn í beinmergssýna- töku var staðfest að hann væri með ALL hvítblæði og þurfti hann að byrja strax í meðferð. Ég vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga og það var allt í þoku. Ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að láta pabba hans vita eða bíða með það þar til hann kæmi í land. Ég vildi ekki að hann væri fastur úti á sjó í áfalli og gæti ekki unnið vegna áhyggja. Ég ákvað því að segja honum að verið væri að rannsaka Nóa og að hlutirnir kæmu í ljós á næstu vikum.“ Daginn eftir var Nói svæfður og hann sendur í rúmlega þriggja tíma aðgerð þar sem settur var upp lyfjabrunnur fyrir komandi meðferð. „Biðin var hrikaleg og þegar ég fékk loksins að fara inn á vöknun til hans var hann svo áttavilltur en samt sterkur og blíður. Okkur var ekki gef- inn neinn tími til þess að anda á milli og klukkustund síðar byrjaði hann strax í fyrstu lyfjameðferðinni. Þetta þurfti að gerast strax og með þessu vorum við flutt inn á spítal- ann í algjörri sorg og tóm að innan. Þessa vikuna vakti ég sólarhringun- um saman og hágrét þegar enginn sá til. Ég vildi ekki að Nói sæi mömmu sína grátandi og setti upp grímu fyr- ir aðra, en að innan var ég hand- ónýt. Næstu tvær vikur horfði ég á son minn kveljast og verða veikari og veikari. Útlit hans breyttist mjög hratt og fljótlega var hann orðinn svo ólíkur sér í útliti. Alltaf bræddi hann þó alla í kringum sig, sama hversu veikur hann var og er enn.“ Barnaspítalinn varð heimilið Fyrstu þrjá mánuðina þurfti Nói mikið að vera í einangrun og tók sá tími mjög á Telmu sem sá ekki fyrir endann á veikindunum. „Eftir páska fór þetta aðeins að breytast og hefur Nói mikið verið heima núna með nokkrum innlögn- um. Nú vonum við að það versta sé búið og að allt sé á leiðinni upp á við.“ Telma segir bæði andlegt og líkamlegt ástand hennar hafa farið í rúst þar sem allt hrundi í kringum hana. „Maður er bara kominn með nýtt heimili niðri á barnaspít- ala, hættir að vinna og sofa og fer í baráttustöðu með barninu sínu. Það sem er svo erfitt er að geta ekki skipt um stað við hann, það eina sem ég get gert er að berj- ast með honum. Ég er að reyna að vera jákvæð en það er virkilega erfitt og ég hef heldur ekki feng- ið neina hjálp til þess að vinna úr þessu öllu saman. Ég hef sjálf bætt á mig fimmtán kílóum síðan hann greindist í febrúar. Ég tók hins vegar nýlega ákvörðun um að ég gæti ekki boðið drengnum mínum upp á þetta lengur og er farin að hugsa um heilsuna. Ég hugsa mik- ið til bróður míns sem sagði mér alltaf að ég þyrfti að berjast og að ég væri að gera frábæra hluti. Ég þarf að vera hraust fyrir hann og auðvitað mig líka.“ „Mamma, ég vill ekki deyja“ Telma segist virkilega hafa lært að meta það hversu sterkt bakland hún hefur og hvað hún á marga góða að. „Foreldrar mínir, sem misstu son sinn fyrir tveimur árum síðan úr krabbameini, hafa verið eins og sleggjur við hliðina á mér og hjálp- að mér mjög mikið. Síðan á ég fleiri fjölskyldumeðlimi og vini sem eru alltaf til taks og vilja allt fyrir okkur gera. Þau elska Nóa Stefán skilyrð- islaust og setja hann alltaf í fyrsta sæti sem mér finnst mjög fallegt. Í svona ferli sér maður lífið í allt öðru ljósi og það breytist mikið þegar maður á veikt barn. En þetta er einnig sá tími sem ég sé hverjir standa við bakið á okkur og hverj- ir hverfa. Ég veit að allir eiga mis- erfitt með þetta en það á ekki að bitna á litlum dreng. Hann hefur því miður lent í mörgu ljótu síðan hann greindist og við öll fjölskyld- an. En við horfum frekar bjart fram á veginn og forðumst það ljóta.“ Fljótlega eru komnir fimm mánuðir síðan Nói Stefán greindist en meðferðartími hans verður um tvö og hálft ár. Hann er því rétt að hefja baráttu sína. „Nói kallar þetta ljótu frumurn- ar og er hann mjög meðvitaður um að hann sé veikur. Hann er dugleg- ur að spyrja hvaða lyf hann sé að fá og veit orðið allt sem hjúkrunar- fólkið er að gera. Upp á síðkastið spyr hann mikið af hverju hann varð veikur og spyr mig hvort það hafi gerst í bumbunni. Hann spyr mjög mikið um veikindi sín og veltir því fyrir sér af hverju sum- ir deyja og aðrir lifa. Hann spyr líka mikið um það af hverju Addi frændi hans hafi ekki lifað af þegar hann varð veikur og hvort hann sé í tunglinu að passa upp á sig. Það er þó eitt sem stingur mömmuhjart- að mest, en það er þegar Nói minn segir: „Mamma, ég vil ekki deyja.“ Hann segir það mjög oft, sérstak- lega þegar við erum að keyra upp á spítala. Ég segi honum daglega að það sé ekki að fara að gerast og að vondu frumurnar muni ekki sigra. Þá knúsar hann mig og kyssir.“ Keppir í hjólastól fyrir Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna Nói Stefán hefur ekki gengið síðan í janúar og hefur Telma ekki tek- ið eftir miklum bata, sem veldur henni áhyggjum. Hann er þó kom- inn með sjúkraþjálfara þar sem hann þarf að læra að ganga alveg upp á nýtt. Telma og Nói skráðu sig saman í Reykjavíkurmaraþonið og ætla þau sér að safna fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). „Nói er svo spenntur fyrir Reykjavíkurmaraþoninu og er al- veg sáttur við að keppa í hjólastól eða góðri hlaupakerru. Við mun- um ekki hlaupa ein því samferða okkur verða bestu vinir hans, Ellý og Brynjar, vinkonur mínar og pabbi hans Nóa. Hann talar mikið um hlaupið og hlakkar svo mikið til að fá sína eigin medalíu. Og svo vill hann líka bikar,“ segir Telma og brosir breitt. Orð bróður hennar lifa áfram Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur reynst Telmu og Nóa vel í þessu erfiða ferli sem þau takast nú á við og vilja þau gefa til baka. „Þegar enginn náði sambandi við mig þá kom kona frá SKB sem gaf okkur styrk. Í staðinn fyr- ir að tala mikið við mig þá rétti hún mér möppu með allskon- ar upplýsingum og sagði mér frá mömmuhóp sem hittist reglulega á þeirra vegum. Þegar ég var loks- ins að komast niður á jörðina þá opnaði ég möppuna og var svo glöð að geta lesið allan þennan fróðleik sem ég hafði aldrei heyrt um. SKB er að gera svo flotta hluti og standa við bakið á foreldrum sem eru með börn í meðferð og þau sem eru búin í meðferð. Þau eru alltaf tilbúin til þess að vera til staðar. Það er mömmuhópnum í SKB að þakka að ég ákvað að skrá mig og Nóa í maraþonið. Ég hafði gefið út yfirlýsingu um að ég vildi að ég gæti hlaupið fyrir SKB en af því að ég væri búin að bæta svo á mig og hafði ekki hlaupið í fimmt- án ár þá gæti ég það ekki. Þær hvöttu mig hins vegar áfram sem gaf mér styrk til þess að skrá mig og Nóa.“ Telma segir mikilvægt fyrir fólk að láta smáatriði ekki koma í veg fyrir sterk fjölskyldubönd eða vin- áttu. „Nú er tíminn til þess að elska hvort annað og hjálpa þeim sem minna mega sín, þótt það sé bara faðmlag. Það sem ég vil fyrir mig og Nóa varðandi hans veikindi er það sem Addi bróðir sagði alltaf: „Við viljum enga vorkun, sendið okkur bara fallegt ljós.““ n „Það hrundi allt í kringum mig. Ég sat þarna og horfði hágrátandi á fallega drenginn minn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.