Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Síða 42
40 6. júlí 2018 Matti Haapoja er þekktasti raðmorðinginn í sögu Finnlands þrátt fyrir að vera aðeins dæmdur fyrir tvö morð en hann var uppi á síðari hluta 19. aldar. Talið er að fórnarlömb hans séu á bilinu 22 til 25. Fyrsta þekkta drápið framdi hann árið 1867 þegar hann stakk drykkjufélaga sinn. Eftir þetta hófst blóðugur og SAKAMÁL M argir sjónvarpsáhorfend- ur muna væntanlega eft- ir dönsku sjónvarpsþátt- unum Rejseholdet sem sýndir voru hér á landi fyrir margt löngu og nutu mikilla vinsælda. En það eru kannski ekki allir sem vita að Rejseholdet var í raun og veru til sem sérstök deild hjá danska ríkislögreglustjóraembættinu og sá um rannsóknir alvarlegra af- brota um alla Danmörku. Málið sem hér er til umfjöllunar var það síðasta sem Rejseholdet rannsak- aði og upplýsti áður en það var lagt niður eftir 75 ára sögu. Það var föstudagskvöldið 27. júní 2003 að hin 12 ára gamla Mia sagði mömmu sinni að hún ætlaði að skjótast út á leikvöll en kæmi heim um 22. Hún bjó ásamt fjöl- skyldu sinni í Benløse sem er lítill bær á Sjálandi. Hún þurfti að hjóla smá spöl frá heimili sínu til leik- vallarins en þar léku börn sér oft á kvöldin. Foreldrar hennar sofnuðu og vöknuðu ekki fyrr en klukkan 02.40 og sáu þá strax að Mia hafði ekki skilað sér heim. Þau hringdu í lögregluna og ákveðið var að ef Mia yrði ekki komin heim næsta morgun myndi þau hringja aft- ur. Þegar hún hafði ekki skilað sér klukkan 08.30 hófst leit að henni. Leitað var nærri leikvellinum og var fjöldi lögreglumanna við leit og lögregluhundar voru fengn- ir frá öðrum lögregluliðum. En leitin bar engan árangur. Lýst var eftir henni í sjónvarpsfréttum um kvöldið. Á sunnudeginum var enn viðameiri leit gerð að Miu. Leitað var í kjöllurum 630 heimila, sorp- rennum, gámum og lóðum húsa auk almenningsgarða. Um klukk- an 14.30 fannst reiðhjól Miu í lim- gerði sem skilur tvo knattspyrnu- velli að á milli Asgårdsskólans og Benløseskólans. Þetta var tæplega 300 metra frá leikvellinum. Í framhaldi af þessu var leitað í limgerðinu sem skilur leikvöll- inn frá öðrum knattspyrnuvellin- um. Það var um sjö metra breitt og tíu metra hátt og mjög grósku- mikið. Í miðju þess var göngu- stígur sem ekki sást utanfrá. Síðdegis gaf einn lögreglu- hundanna til kynna að hann hefði fundið eitt- hvað. Það reyndist vera notaður smokk- ur. Nærri staðnum, þar sem smokk- ÓHUGNALEGT BARNSMORÐ n Síðasta mál Rejseholdet var eitt umtalaðasta morðmálið í Danmörku n Deildin lögð niður eftir að málið var leyst„Síðdegis gaf einn lögregluhund- anna til kynna að hann hefði fundið eitthvað. MORÐINGINN MATTI VAR SÉRFRÆÐINGUR Í FLÓTTA ALLT FYRIR FUNDARHERBERGIÐ Þráðlaust sýningartjald Þráðlaus búnaður Hágæða öruggur fjarfundabúnaður DALVEGI 16B / S. 510 0500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.