Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 43
SAKAMÁL 416. júlí 2018 urinn lá, var eins og jarðveginum hefði verið raskað en erfitt var að átta sig alveg á því þar sem ný- lega hafði rignt. Hundur var lát- inn leita á staðnum og var hann mjög ákafur og fór að grafa. Hann var stöðvaður og sérfræðingar lög- reglunnar hófust handa við upp- gröftinn. Á um 15 sm dýpi fannst grænt nælonband og á 40 sm dýpi kom blár fatnaður í ljós. Þegar lög- reglumenn gerðu gat á fatnaðinn kom mannshúð í ljós. Líkið var grafið upp og fljótlega var ljóst að þarna var um lík Miu að ræða. Það var að hálfu án fata, áverkar voru á andlitinu og grænt nælonband var vafið utan um hálsinn og hnútur á því. Fatnaðurinn, sem vantaði, fannst í gröfinni. Umfangsmikil rannsókn Út frá því sem vitni sögðu var hægt að slá því föstu að Mia var á lífi klukkan 20.15 en þá sást til henn- ar hjóla á stígnum frá Benløse- skólanum til leikvallarins. Smokk- urinn var sendur til rannsóknar og leitað að DNA. Laugardaginn 5. júlí barst lög- reglunni ábending um að 22 ára karlmaður, Steffen Kristensen að nafni, hefði hugsanlega myrt Miu. Steffen bjó í Benløseparken. Hann var sagður hafa komið heim til sín að kvöldi 27. júní og hafi strax sett fötin sín í þvottavél og þvegið þau. Lögreglan ræddi við Steffen sem sagði þetta rétt vera og gaf þá skýringu að hann hefði fengið olíu af reiðhjóli sínu í buxurnar og því hefði hann þurft að þvo þær. Hann þvertók fyrir að vita nokk- uð um morðið og bauðst til að láta lögreglunni DNA-sýni í té. Þann 12. júlí barst niður- staða úr rannsókn á smokkn- um og sýndi hún að DNA, sem fannst utan á honum, var úr Miu. Í sæðinu fannst fullkomin DNA- -uppbygging sem reyndist vera úr manni sem var ekki á skrá lög- reglunnar. Lögreglan ákvað nú að beina athyglinni að Steffen en hún hafði 60 nöfn grunaðra á skrá í málinu. Fjarvistarsönnun Steffen að kvöldi 27. júní reyndist ekki vera traust. Auk þess höfðu vitni séð til manns, sem líktist Steffen, nærri morðvettvanginum. Steffen var tekinn til yfirheyrslu á nýjan leik þann 14. júlí og blóðprufa tek- in úr honum til DNA-rannsóknar. Húsleit var einnig gerð heima hjá honum en hann bjó í foreldrahús- um. Við leitina fundust umbúðir utan af smokkum sem og mynd- ir af rössum barnungra stúlkna en myndirnar höfðu greinilega verið teknar á opnum svæðum í og við Benløseparken. Einnig fundust klámmyndir sem búið var að líma andlitsmyndir af ungum stúlkum á. Um kvöldmatarleyti fékkst stað- fest hjá tæknideild lögreglunnar að smokkapakkinn, sem fannst í íbúð Steffen, passaði við um- búðirnar sem fundust við gröfina. Steffen var því hand- tekinn og yfirheyrður. Hann bar við minnisleysi en brotn- aði saman um kvöldið og sagðist muna eftir að hafa grafið holu í miðju kjarri. Þegar færa átti hann fyr- ir dómara næsta morgun til að krefjast gæsluvarð- halds játaði hann að hafa myrt Miu. Hann sagðist hafa sett grænt nælonband utan um háls hennar og hert að. Hann sagðist því næst muna að hún hafi legið á jörðinni og hafi gefið undarleg hljóð frá sér og hafi hann þá misst stjórn á sér og stappað á hálsi hennar þrisvar sinnum. Hann sagðist því næst hafa klætt hana úr buxunum og brotið kynferðislega gegn henni. Dómur kveðinn upp Steffen sat í gæsluvarðhaldi þar til dómur var kveðinn upp í lok apríl 2004. Saksóknari krafð- ist þess að Steffen yrði dæmd- ur til ótímabundinnar vistun- ar í fangelsi en það er þyngsta mögulega refsing í Danmörku en til vara að hann yrði dæmd- ur í ævilangt fangelsi. Steffen var fundinn sekur um öll ákæruat- riðin og dæmdur til ótímabund- innar vistunar í fangelsi. Steffen áfrýjaði dómnum strax en féll frá áfrýjuninni nokkrum vikum síð- ar. Morðið á Miu vakti mikla athygli í Danmörku og mikil fjölmiðlaumfjöllun var um það enda um sérstaklega grimmdar- legt barnsmorð að ræða. Mál- ið fékk að vonum mjög á íbúa í Benløse sem og í Danmörku allri. n ÓHUGNALEGT BARNSMORÐ n Síðasta mál Rejseholdet var eitt umtalaðasta morðmálið í Danmörku n Deildin lögð niður eftir að málið var leyst Rannsóknardeild lögreglu að störfum Steffen Kristensen Hlaut ævinlangan fangelsisdóm fyrir morðið á Miu. Mia Teglgaard Sprotte Var aðeins 12 ára gömul þegar hún var myrt. umtalaður glæpaferill hans fyrir alvöru því að Matti hafði lag á því að sleppa úr fangelsum og brjóta þá aftur af sér. Árið 1880 var hann sendur í fangabúðir til Síberíu en hélt þá áfram að drepa og var sendur til austur-Síberíu. Þaðan slapp hann aftur til Finnlands árið 1890 og eitt af hans fyrstu verkum í heimalandinu var að myrða vændiskonu. Sögur af glæpum Matti voru mikið á síðum finnsku dagblaðanna, þjóðsögur spruttu upp og söngvar voru samdir um verknaði hans. Í seinni tíð hafa þrjú leikrit verið sett á svið um líf Matti. Í einni flóttatilrauninni árið 1894 drap hann fangavörð en lenti svo í vandræðum og sá að hann kæmist ekki burt. Þá reyndi hann að taka eigið líf með því að stinga sig með hníf. Þegar hann hafði náð sér af stungusárinu þremur mánuðum síðar kláraði hann verkið með því að hengja sig klefanum þar sem hann beið réttarhalda. MORÐINGINN MATTI VAR SÉRFRÆÐINGUR Í FLÓTTA Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri 20-50% AFSLÁTTUR Á SÓFA OG BORÐSTOFUDÖGUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.