Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 46
44 6. júlí 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 11. október 1956 „Framhald mikillar vík- ingahefðar“ Þann 7. ágúst árið 1997 var fyrsti íslenski geimfarinn, Bjarni Tryggvason, sendur á sporbaug um jörðu. Bjarni fæddist í Reykja- vík en flutti sjö ára gamall til Kanada með foreldrum sín- um og er búsettur í Vancouver við Kyrrahafið. Hann var ekki aðeins fyrsti Íslendingurinn heldur einnig fyrstur Norð- urlandabúa til að ferðast út í geiminn. Í ferðinni gerði Bjarni, sem er eðlisverkfræðingur, rann- sóknir á breytingum í lofthjúpi jarðarinnar. Hann fór með geimskutl- unni Discovery frá Canaveral höfða í Flórída klukkan 14:41 og var alls tólf daga í geimn- um. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, og Guðrún Katrín forsetafrú voru meðal gesta þegar flauginni var skot- ið á loft. „Við erum þjóð land- könnuða og landnema og við lítum á þetta sem framhald mikillar víkingahefðar,“ sagði Ólafur. Í októbermánuði árið 1973 braust út stutt stríð milli Ísraela annars vegar og Egypta og Sýr- lendinga hins vegar sem nefnt var Yom Kippur stríðið eftir hátíð gyðinga. Fimm Íslendingar á aldrinum 19 til 24 ára, störfuðu á samyrkju- búinu Shamir á Gólanhæðum þegar stríðið braust út og voru bar- dagar þar um kring mjög harðir. Gerð var árás á Shamir og voru Íslendingarnir fluttir í loftvarnar- byrgi. Töluverðar skemmdir urðu á húsum en ekkert mannfall í það sinn. Erfiðlega gekk að koma Ís- lendingunum, bæði þeim sem störfuðu í Shamir og í öðrum samyrkjubúum, því að flugsam- göngur lágu niðri. Hafði danska sendiráðið loks milligöngu um að koma fólkinu heim. Skotið að Íslendingum í Yom Kippur stríði S unnudaginn 14. júlí árið 1963 var gerð víðtæk leit að þremur ungum börnum sem höfðu týnst í Þingvalla- sveit. Eftir tíu tíma leit fundust þau á eyðibýli, furðu brött en yngsta stúlkan orðin hrædd og grátandi. Illa búin og kalt í veðri Börnin þrjú voru Sigfús Kristins- son, níu ára, Birgir Ragnarsson, sex ára og Anna Másdóttir, fimm ára. Drengirnir voru búsettir bæn- um Brúsastöðum í Þingvallasveit en Anna gestkomandi þar á bæ. Um þrjúleytið var tekið eftir því að börnin væru ekki á bænum og um fjögurleytið hófst skipuleg leit að þeim og bættust sífellt fleiri leitar- menn við. Kalt var í veðri þennan dag, miðað við árstíma, og börnin þrjú illa búin til langrar útiveru. Drengirnir voru aðeins í peysum og Anna berleggjuð í stuttu pilsi. Leitin beindist að Stíflisdal, sem var í eyði, en annar drengurinn hafði sagt frá því að hann lang- aði að fara þangað til að hitta Jó- hann frænda sinn sem var þar að slá. Leitað var í dalnum milli klukkan átta og níu um kvöldið og var leitarfólk orðið mjög hrætt um börnin. Um klukkan tíu var haft samband við lögregluna í Reykjavík og skömmu síðar komu hjálparsveitir skáta til að aðstoða við leitina og þyrla frá varnarliðinu sem stödd var á Þingvöllum. Hélt að þau væru að fara að kaupa nammi Klukkan eitt um nóttina fann áð- urnefndur Jóhann, föðurbróð- ir drengjanna, börnin loksins í Stíflisdal. Földu þau sig fyrst bak við olíugeymi þegar Jóhann kom keyrandi en komu síðan hlaup- andi þegar þau sáu hann. Urðu þá miklir fagnaðarfundir og léttir hjá öllum sem tóku þátt í leitinni. Börnin voru „kát og hress og voru drengirnir hinir ánægð- ustu með skemmtiferðina“ eins og sagði í Tímanum 15. júlí. En þó að þeir hafi verið brattir þá var Önnu litlu hætt að standa á sama og var grátandi þegar Jóhann kom að. Hún hélt að drengirnir ætluðu að fara með hana til Þingvalla að kaupa sælgæti og skildi því ekkert í því hversu langan tíma ferðalag- ið tók. Var hún orðin mjög þreytt og blaut í fæturna eftir tíu tíma göngu. Tveggja klukkutíma ganga er á milli Brúsastaða og Stíflisdals, ef farið er beinustu leið en börnin voru nýkomin í dalinn þegar Jóhann fann þau. Þau höfðu því villst verulega af leið og því hefði getað farið illa. Þegar blaðamenn komu að bænum daginn eftir var hinn níu ára Sigfús strax farinn í heyskap með Jóhanni frænda sínum. Hann hafði stýrt þessum mikla leið- angri. Hann sagði að fyrst hefðu þau gengið eftir veginum en síð- an símastrengnum. Annað slag- ið hefði hann þurft að bera Önnu litlu þar sem hún var orðin svo þreytt. n Týnd í tíu klukkutíma Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkrautt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.