Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 58
56 FÓLK 6. júlí 2018 Bíóleikur - Við gefum miða á Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið U m helgina verður nýjasta myndin um Drakúla og félaga hans forsýnd, en myndin fer í almenna sýn- ingu þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er þriðja myndin, en hin- ar tvær hafa verið vinsælar með- al barna og foreldra þeirra. Í þeirri þriðju kemur Mavis Drakúla á óvart með því að skipuleggja fjölskyldu- ferð á lúxus skrímsla skemmti- ferðaskipi, þannig að hann geti fengið hvíld frá eigin hótelrekstri. Vinir hans og skósveinar fara með. En þegar þau leggja úr höfn, verð- ur Drakúla ástfanginn af hinum dularfulla skipstjóra, Ericka. Nú þarf Mavis að bregða sér í hlut- verk hins ofverndandi foreldris, og halda pabba sínum og Ericku frá hvoru öðru. Auðvitað er þetta sam- band alltof gott til að vera satt, því Ericka er í raun afkomandi sjálfs Abraham Van Helsing, erkióvinar Drakúla og allra annarra skrímsla. Langar þig í miða á myndina? Í samstarfi við Senu gefum við 20 miða, 5 fjölskyldur eiga kost á að vinna 4 miða hver. Farðu inn á DV. is, taktu þátt í laufléttum leik og þú átt kost á að vinningi. Við drögum á mánudag. SKJÁRÝNIRINN: „Á eftir sjö myndir á topp 250 lista IMDB“ Ó skar Örn Árnason er áhuga- maður um kvikmynd- ir og hef- ur ritað pistil- inn Kvikmynd dagsins um árabil en hann má finna á Bíó- vefnum. „Ég á það til að grípa í sjónvarpsfjarstýringu eins og geng- ur og gerist og vel yfirleitt bíómynd- ir fram yfir þætti. Þó reyni ég að fylgjast með því besta í sjónvarpi en nú nýlega renndi ég aftur yfir allar sjö seríurnar í Game of Thrones og er núna byrjaður á The Vikings sem lofa mjög góðu en ég gaf þeim aldrei séns fyrr en nú. Ragnar Loðbrók er rosalegur töffari sem er gaman að fylgjast með í þeim þáttum. Í gegn- um tíðina hef ég mest haldið upp á seríur á borð við Sopranos, Break- ing Bad og The Wire en elska líka að grípa í góða Star Trek þætti. Í gríni myndi ég nefna Sein- feld sem ég get séð aftur og aftur, er mikill Ge- orge-maður. Nýlega hef ég líka haft gam- an af Rick and Morty og Brooklyn Nine-Ni- ne. Mæli sérstaklega með þeim fyrrnefndu. Ég er í raun alæta á kvikmynd- ir en á þó erfitt með rómantískar gamanmyndir. Ég er fæddur árið 1978 og elst því upp með myndum á borð við Stand By Me, Goonies, Ghostbusters, Gremlins og auðvit- að Star Wars. Ég hef mjög gaman af ofurhetjumyndum enda safn- aði ég áður fyrr teikni- myndablöðum og lét mig dreyma um mynd- ir sem unga fólkið í dag tekur sem sjálfsögð- um hlut (nú hljóma ég gamall). Ég á þrjú börn og reyni að passa vel upp á kvikmyndauppeldið. Passa að þau fái að kynnast Indiana Jones, E.T., Luke Skywalker og jafn- vel Ace Ventura. Mér finnst mjög margir horfa eingöngu á nýlegar myndir en ég hef reynt að leggja metnað í að grafa upp og horfa á gamlar myndir í bland við nýjar. Sem liður í því hef ég sett mér það markmið að horfa á allar myndirnar á topp 250 listanum á IMDB og á núna bara sjö eftir. Þetta þýðir að ég þarf stund- um að setja mig í stellingar og horfa á þöglar svarthvít- ar myndir en oft koma þær skemmtilega á óvart eins og t.d. The Passion of Joan of Arc sem er algjört meist- araverk frá 1928. Sumir virðast dæma svoleiðis myndir fyrir- fram sem leiðinlegar en raunin er oft á tíðum allt önnur. Annars er mjög handa- hófskennt hvað verður fyrir valinu hverju sinni. Ég hef gaman af góðum hryll- ingsmyndum og held mikið upp á Alien-ser- íuna þó þær séu vissu- lega misjafnar af gæð- um. Gullmolar eins og Interstellar, Arrival og Blade Runner 2049 gleðja mig mikið en góðar grínmynd- ir hafa verið af skornum skammti undanfarin ár að mínu mati. Ég gæti haldið áfram en Masterchef er að byrja.” Valdimar genginn á vit ástarinnar S öngvarinn Valdimar svíf- ur á vængjum ástarinnar þessa dagana, en hann og kærasta hans, Anna Björk Sigurjónsdóttir hjúkrunarnemi og flugfreyja hjá Icelandair, eru nú skráð í samband á Facebook. Þau hafa verið saman um nokkurt skeið, en munu þó ekki búa saman, ennþá allavega. Anna Björk er sjálf listhneigð, hún æfði ballet um árabil og var í kór, þannig að parið á tón- listina sem sameiginlegt áhuga- mál. Athygli vakti í fyrra þegar Valdimar fór í átak og skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið. Hann hljóp þó ekki, heldur gekk 10 km. Í ár er hann síðan genginn á vit ástarinnar og kannski mun parið fara saman í maraþonið, það kemur í ljós. Magnús Þór og Jenný endurnýja heit sín – SÚ ÁST ER HEIT M agnús Þór Sigmunds- son tónlistarmaður og Jenný Borgedóttir leik- skólakennari endur- nýjuðu hjúskaparheit sín í lok júní. Í viðtali við Morgunblað- ið árið 2005 sagði Magnús Þór að hann byggi með tilfinninga- legum veðurfræðingi og að yrk- isefni hans í tónlistinni væru gjarnan sótt í samband þeirra. „Og ég lít svo á að ætli maður að verja tíma sínum í að vera með annarri manneskju í kannski 30-40-50 ár þá verður það að vera rétt manneskja. Annars á maður að sleppa því.“ Greinilegt er að í tilviki þeirra beggja þá er hinn aðilinn rétta manneskjan. Fjölskylda og vin- ir fögnuðu parinu og ástinni á heimili þeirra í Hveragerði þar sem þau búa í nálægð við nátt- úruna. Viltu kaupa fasteign á spáni ? masainternational.is / S. 555 0366 - Jón Bjarni & Jónas Masa international býður þér í skoðunarferð til Costa blanCa í júní & júlí á 29.900 kr. þar seM drauMaeignina þína gæti Verið að finna Þekkir þú konuna inni í hringnum? Hjálpið okkur að finna hana! E f þú þekkir konuna í hringn- um hjálpaðu okkur að finna hana því hún á inni vegleg verðlaun hjá okkur á DV. Reglulega mun DV birta mynd- ir af fólki á förnum vegi og veita því verðlaun. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.