Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Qupperneq 58
56 FÓLK 6. júlí 2018 Bíóleikur - Við gefum miða á Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið U m helgina verður nýjasta myndin um Drakúla og félaga hans forsýnd, en myndin fer í almenna sýn- ingu þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er þriðja myndin, en hin- ar tvær hafa verið vinsælar með- al barna og foreldra þeirra. Í þeirri þriðju kemur Mavis Drakúla á óvart með því að skipuleggja fjölskyldu- ferð á lúxus skrímsla skemmti- ferðaskipi, þannig að hann geti fengið hvíld frá eigin hótelrekstri. Vinir hans og skósveinar fara með. En þegar þau leggja úr höfn, verð- ur Drakúla ástfanginn af hinum dularfulla skipstjóra, Ericka. Nú þarf Mavis að bregða sér í hlut- verk hins ofverndandi foreldris, og halda pabba sínum og Ericku frá hvoru öðru. Auðvitað er þetta sam- band alltof gott til að vera satt, því Ericka er í raun afkomandi sjálfs Abraham Van Helsing, erkióvinar Drakúla og allra annarra skrímsla. Langar þig í miða á myndina? Í samstarfi við Senu gefum við 20 miða, 5 fjölskyldur eiga kost á að vinna 4 miða hver. Farðu inn á DV. is, taktu þátt í laufléttum leik og þú átt kost á að vinningi. Við drögum á mánudag. SKJÁRÝNIRINN: „Á eftir sjö myndir á topp 250 lista IMDB“ Ó skar Örn Árnason er áhuga- maður um kvikmynd- ir og hef- ur ritað pistil- inn Kvikmynd dagsins um árabil en hann má finna á Bíó- vefnum. „Ég á það til að grípa í sjónvarpsfjarstýringu eins og geng- ur og gerist og vel yfirleitt bíómynd- ir fram yfir þætti. Þó reyni ég að fylgjast með því besta í sjónvarpi en nú nýlega renndi ég aftur yfir allar sjö seríurnar í Game of Thrones og er núna byrjaður á The Vikings sem lofa mjög góðu en ég gaf þeim aldrei séns fyrr en nú. Ragnar Loðbrók er rosalegur töffari sem er gaman að fylgjast með í þeim þáttum. Í gegn- um tíðina hef ég mest haldið upp á seríur á borð við Sopranos, Break- ing Bad og The Wire en elska líka að grípa í góða Star Trek þætti. Í gríni myndi ég nefna Sein- feld sem ég get séð aftur og aftur, er mikill Ge- orge-maður. Nýlega hef ég líka haft gam- an af Rick and Morty og Brooklyn Nine-Ni- ne. Mæli sérstaklega með þeim fyrrnefndu. Ég er í raun alæta á kvikmynd- ir en á þó erfitt með rómantískar gamanmyndir. Ég er fæddur árið 1978 og elst því upp með myndum á borð við Stand By Me, Goonies, Ghostbusters, Gremlins og auðvit- að Star Wars. Ég hef mjög gaman af ofurhetjumyndum enda safn- aði ég áður fyrr teikni- myndablöðum og lét mig dreyma um mynd- ir sem unga fólkið í dag tekur sem sjálfsögð- um hlut (nú hljóma ég gamall). Ég á þrjú börn og reyni að passa vel upp á kvikmyndauppeldið. Passa að þau fái að kynnast Indiana Jones, E.T., Luke Skywalker og jafn- vel Ace Ventura. Mér finnst mjög margir horfa eingöngu á nýlegar myndir en ég hef reynt að leggja metnað í að grafa upp og horfa á gamlar myndir í bland við nýjar. Sem liður í því hef ég sett mér það markmið að horfa á allar myndirnar á topp 250 listanum á IMDB og á núna bara sjö eftir. Þetta þýðir að ég þarf stund- um að setja mig í stellingar og horfa á þöglar svarthvít- ar myndir en oft koma þær skemmtilega á óvart eins og t.d. The Passion of Joan of Arc sem er algjört meist- araverk frá 1928. Sumir virðast dæma svoleiðis myndir fyrir- fram sem leiðinlegar en raunin er oft á tíðum allt önnur. Annars er mjög handa- hófskennt hvað verður fyrir valinu hverju sinni. Ég hef gaman af góðum hryll- ingsmyndum og held mikið upp á Alien-ser- íuna þó þær séu vissu- lega misjafnar af gæð- um. Gullmolar eins og Interstellar, Arrival og Blade Runner 2049 gleðja mig mikið en góðar grínmynd- ir hafa verið af skornum skammti undanfarin ár að mínu mati. Ég gæti haldið áfram en Masterchef er að byrja.” Valdimar genginn á vit ástarinnar S öngvarinn Valdimar svíf- ur á vængjum ástarinnar þessa dagana, en hann og kærasta hans, Anna Björk Sigurjónsdóttir hjúkrunarnemi og flugfreyja hjá Icelandair, eru nú skráð í samband á Facebook. Þau hafa verið saman um nokkurt skeið, en munu þó ekki búa saman, ennþá allavega. Anna Björk er sjálf listhneigð, hún æfði ballet um árabil og var í kór, þannig að parið á tón- listina sem sameiginlegt áhuga- mál. Athygli vakti í fyrra þegar Valdimar fór í átak og skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið. Hann hljóp þó ekki, heldur gekk 10 km. Í ár er hann síðan genginn á vit ástarinnar og kannski mun parið fara saman í maraþonið, það kemur í ljós. Magnús Þór og Jenný endurnýja heit sín – SÚ ÁST ER HEIT M agnús Þór Sigmunds- son tónlistarmaður og Jenný Borgedóttir leik- skólakennari endur- nýjuðu hjúskaparheit sín í lok júní. Í viðtali við Morgunblað- ið árið 2005 sagði Magnús Þór að hann byggi með tilfinninga- legum veðurfræðingi og að yrk- isefni hans í tónlistinni væru gjarnan sótt í samband þeirra. „Og ég lít svo á að ætli maður að verja tíma sínum í að vera með annarri manneskju í kannski 30-40-50 ár þá verður það að vera rétt manneskja. Annars á maður að sleppa því.“ Greinilegt er að í tilviki þeirra beggja þá er hinn aðilinn rétta manneskjan. Fjölskylda og vin- ir fögnuðu parinu og ástinni á heimili þeirra í Hveragerði þar sem þau búa í nálægð við nátt- úruna. Viltu kaupa fasteign á spáni ? masainternational.is / S. 555 0366 - Jón Bjarni & Jónas Masa international býður þér í skoðunarferð til Costa blanCa í júní & júlí á 29.900 kr. þar seM drauMaeignina þína gæti Verið að finna Þekkir þú konuna inni í hringnum? Hjálpið okkur að finna hana! E f þú þekkir konuna í hringn- um hjálpaðu okkur að finna hana því hún á inni vegleg verðlaun hjá okkur á DV. Reglulega mun DV birta mynd- ir af fólki á förnum vegi og veita því verðlaun. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.