Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Qupperneq 60
58 FÓLK 6. júlí 2018 Bókin á náttborði Gunnars Alexanders „Ég les mikið af bókum og er alltaf að lesa nokkrar bækur á hverjum tíma. Flestar glugga ég í við og við og tekur það því góðan tíma að klára þær. Bókin sem ég er að lesa núna heitir Ekki gleyma mér eftir Kristínu Jóhannsdóttur og fjallar um tíma hennar í Aust- ur-Þýskalandi. Svo les ég við og við bókina Fagur fiskur í sjó eftir Ágúst Einarsson prófessor sem er stórmerkileg og fræðandi bók um sjávarútveginn og þróun hans. Síðan les ég líka við og við kafla í sænskri bók, Största brottet, sem fjallar um fórnarlömb Nasista og Quislinga í Noregi í seinni heim- styrjöldinni. Ég les alltaf sænskar og enskar bækur og ég er líka að glugga í kafla og kafla í bókinni Inequalities of Health: The Black Report eftir Peter Townsend sem er grundvallarrit um mælingu á ójöfnuði í samfélagi. Síðan var ég að kaupa Stormfugla eftir Einar Kárason og hlakka til lestursins því Einar er einn af mínum uppáhaldsrit- höfundum.“ Jóhann keyrði aftan á bíl og tognaði á hálsi. Hann fékk 3,7 m.kr. í bætur. Lifðu lífinu - Við sækjum bæturnar. FRIÐGEIR EINARSSON: „Eyjan hans Múmínpabba er dulúðug saga. Samt gáskafull og krúttleg“ R ithöfundurinn Friðgeir Einarsson hefur víða látið að sér kveða, einna helst í sviðs- listum og við auglýsinga- gerð. Árið 2016 gaf hann út sína fyrstu bók, smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita og í fyrra kom út hans fyrsta skáldsaga, Formaður húsfélagsins. Hvaða barnabók er í eftirlæti? „Mig minnir að sem barn hafi ég aðallega lesið teiknimyndasögur, eins og Sval & Val, Viggó viðutan, Andrés Önd og Goðheima. Fyrsta bókin sem ég man eftir að hafi rist djúpt og hreyft við mér var Bróðir minn Ljónshjarta sem mamma las fyrir mig. En ef einhver barnabók er í uppáhaldi frekar en önnur hlýt- ur það að vera Eyjan hans Múmín- pabba. Það er dulúðug saga um meðvirkni, stjórnsemi, kvíða og leit að tilgangi í heimi án tilgangs. Samt gáskafull og krúttleg.“ Hvaða bók er uppáhalds? „Ég er alltaf tregur til að úr- skurða að eitthvað eitt sé „uppá- halds“, ég á mér enga eina uppá- haldsbíómynd né uppáhaldsplötu og heldur ekki uppáhaldsbók. Smekkur minn á slíku breytist nokkuð ört. En auðvitað eru nokkr- ar bækur betri en aðrar og nokkrir höfundar öðrum fremri. Þegar ég tala um bókmenntir þessi misserin stend ég mig oftar en ekki að því að tala um Raymond Carver. Ætli það megi ekki segja að smásagnasafnið Cathedral sé í eftirlæti hjá mér um þessar mundir.“ Hvaða bók myndirðu mæla með við aðra? „Það veltur dálítið á því um hvern ræðir og í hvaða samhengi. Meðal þeirra bóka sem ég hef les- ið nýlega og haft gaman af eru The First Bad Man eftir Miröndu July, Don’t Cry eftir Mary Gaitskill og Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos í íslenskri þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Allt kyngi- magnaðar og hugvekjandi bækur.“ Hvaða bók hefur lesið oftast? „Ég forðast það jafnan að lesa bækur oftar en einu sinni, aðallega af því að ég les mjög hægt og finnst blóðugt að verja óratíma í eitthvað sem ég er búinn með. Samt hef ég lesið Útlendinginn eftir Albert Camus fjórum eða fimm sinnum, á mismunandi tungumálum og í mismunandi þýðingum. Á sínum tíma skrifaði ég útskriftarritgerð úr Háskólanum um Gæludýrin eftir Braga Ólafsson; þá hlýt ég að hafa lesið hana nokkrum sinnum. Og um daginn endurnýjaði ég kynnin við Svefnhjólið eftir Gyrði Elíasson eftir langa pásu, það var mjög ánægjulegt.“ Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig? „Nýlega las ég frekar leiðinlega bók um tiltektir sem varð til þess að ég tók til í fataskápnum hjá mér, fleygði gömlum lörfum og endur- menntaði sjálfan mig í að brjóta saman og raða. Sjálfsagt eru þetta áþreifanlegustu áhrifin sem stök bók hefur haft á líf mitt í seinni tíð. Á eftir fataskápnum stóð til að taka til í bókaskápnum, en þá féllust mér hendur. Það er ákaflega erfitt að henda bókum. Hvaða bók býður þín næst til lestrar? „Ég var að byrja á skáldsögunni Okkar á milli eftir Sally Roony í fyr- irtaks þýðingu Bjarna Jónssonar. Hún fer vel af stað. Þá er ég enn að vinna á stórum búnka sem ég bar heim í vetur af bókamarkaðn- um á Laugardalsvelli. Svo stend- ur ólesin í hillu hjá mér sexhund- ruð blaðsíðna bók um Jón lærða. Og þar við hliðina á nokkrar bæk- ur sem ég hef frestað í nokkur ár að lesa, Pale Fire eftir Nabokov, Lífið notkunarreglur eftir Perec og þriðja bók í Min kamp-bálknum hans Knausgaards. Við þetta bæt- ast bókaklúbbsbækur og ýmis- legt sem safnast fyrir hjá mér. Öllu þessu þarf að sinna. Ég stórefa að mér endist ævin til þess.“ Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is BÓKAKLÚBBAR STJARNANNA – Þær elska að lesa og mæla með góðum bókum Þ að elska allir að lesa góða bók og það á líka við um stjörnurnar í Hollywood. Nokkrar þeirra hafa ákveðið að taka bókaástríðuna á næsta stig og hafa stofnað bókaklúbba við miklar vinsældir aðdáenda þeirra. Það er líka til mikillar fyrir- myndar og hvetur til bókalesturs þegar „idolið“ þitt er bókaormur. Sú þekktasta þeirra og sem segja má að hafi rutt brautina fyrir aðrar stjörnur, er Oprah Winfrey. Fyrsta bókin sem hún mælti með var The Deep End of the Ocean eftir Jacquelyn Mitchard, það var 17. september 1996. Síðan þá eru bækurnar orðnar 79 talsins og bókaklúbburinn er orðinn vöru- merki og sérflokkur á heimasíðu hennar.com. Bókaklúbburinn hefur vaxið úr því að vera að- eins meðmæli Oprah með ákveðinni bók í að vera bókaklúbbur sem vel- ur nýja bók reglulega, tekur viðtöl við höf- unda, gefur lesendum lestrarleiðbeiningar og fleira. Nýjasta bókin er The Sun Does Shine: How I Found Life and Freedom on Death Row eftir Anthony Ray Hinton, en hann var laus úr fang- elsi í apríl 2015 þrátt fyrir að hafa hlotið dauðadóm fyrir tvö morð þrjátíu árum áður. Yngri leikkonurn- ar nýta sér samfé- lagsmiðlana, og þá helst Instagram fyr- ir sína bókaklúbba. Bókaklúbbarnir eru þó allir á Goodreads, bibl- íu allra bókaunnenda. Hin fríða Emma Watson er með bókaklúbbinn Our Shared Self, en klúbbinn stofnaði hún árið 2016 í tengsl- um við starf hennar við UN Women. Einu sinni í mánuði vel- ur hún eina bók sem hún mælir með, bækurnar vekja lesandann ávallt til hugsunar og eru upp- fullar af feminískum krafti. Bóka- klúbbur Emmu „hittist“ líka á Goodreads og Twitter. Reese Witherspoon byrjaði í byrjun árs 2017 að mæta með bók- um á Instagram undir nafni Hello Sunshine, sem er framleiðslufyr- irtæki hennar. Reese kann greinilega að velja góðar sögur, því að Gone Girl, Big Little Lies og Wild eru bæk- ur sem hún mælti upphaflega með og hefur síðan framleitt sem kvikmyndir eða sjónvarpsþætti og leik- ið í. Emma Roberts og vinkona hennar Karah Preiss, stofnuðu Belletrist, þar sem ný bók og ný bókabúð er valin í hverjum mánuði. Bloggið þeirra býður einnig upp á viðtöl við höfunda og Emmu sjálfa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.